Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 71
fyrir flokkinn, enda á hún litríkan feril að baki eftir 26 ár í dansinum.
María hóf ballettnám 12 ára gömul, en í þá daga þótti þetta, eins og
hún segir sjálf, „bara böivað sprikl“. Ballettnám var þá sjálfsagt í margra
augum hreint feigðarflan og lítið vit í ballett sem framtíðarstarfi. Þá var
ekki einu sinni dansflokkur til staðar þar sem mætti notast við þetta
„sprikl“!
„Eg sé ekki eftir að velja dansinn og ég sé það alls ekki sem einhverja
fórn,“ segir María ákveðin um leið og hún teygir sig eftir nýrri sígarettu.
„Þetta var einhverskonar köllun,“ heldur hún áfram. „Eg veit að þetta
hljómar voðalega skringilega, en ég bara varð að gera þetta. Annars hefði
mér hreinlega blætt út.
Ég varð að komast á svið, um það snerist málið. Ég fór í ballett til þess
að verða leikkona," og hún getur ekki annað en brosað að tilhugsuninni.
„Ég er elst fimm systkina og það var alltaf talað um að ég ætti að læra
eitthvað skynsamlegt. Þannig að ég er óskaplega þakklát foreldrum
mínum fyrir að hafa leyft mér að fara til Englands á sínum tíma þrátt fyrir
að þetta þætti ekkert sniðugt.“
Sautján ára gömul hélt því María út til náms í The Royal Ballet
School í Englandi og var þar í tvö ár. Reyndar var hún nú ekki hátt skrif-
uð í fyrstu, enda var kunnáttan ekki upp á marga fiska í samanburði við
aðra nemendur skólans. En þar sannaðist rétt eina ferðina að hugurinn
ber mann hálfa leið.
„Mér var sagt að það væri í rauninni of seint fyrir mig að verða dansari
þar sem ég væri einu ári eldri en allir hinir og þar að auki með þeim léleg-
ustu,“ rifjar María upp. „Flestir ballettdansarar eru nefnilega komnir á
samning 18 ára gamlir. En ég var heppin að vera mjög liðug og svo var ég
líka svo ofboðslega áhugasöm. Ég ætlaði mér að geta þetta - svo mér var
gefið tækifæri og ég var fljótlega flutt upp í besta flokkinn. Astin á þessu
var bara svo mikil.“
Fór grótandi af œfingum
Ballettheimurinn tekur svo sem engum vettlingatökum á sínu fólki. Þar
er að duga eða drepast. María komst inn í 55 manna flokk Deutche
Opera í Berlín 19 ára gömul og vann sig þar úr stöðu venjulegs hóp-
dansara upp í sólódansara. Eftir ótal tár og mikinn svita var litli ljóti
andarunginn að verða að svani.
„Fyrstu mánuðirnir voru rosalega erfiðir,“ segir María með áherslu.
„Ballettmeistarinn var bandarísk kona og hún tók mig svoleiðis í gegn að
það var engu líkt! Hún bara kvaldi mig fannst mér!
Hún var alltaf að leiðrétta mig, fá mig til þess að gera meira og meira.
Henni fannst ég vera alltof square og proper“ og María sýnir hreyfingarn-
ar, „og svo átti ég gera ballanchine-æfingar með mjaðmirnar og fótleggi-
na út um allt - og það er allt svo hratt. Ég var í sjokki.“ María hallar sér
aftur í stólnum og hryllir sig. „Ohhh,“ segir hún af tilfinningu, „mér
fannst hún ætla að gera út af við mig og ég fór off grátandi inn í búnings-
herbergið.“ Eftir tvö ár var María komin með samning sem hálf-sóló-
dansari með hóp og þar með búin að skjóta mörgum dansaranum ref fyrir
rass. „Fyrsta stóra hlutverkið mitt var annar síamskötturinn í Þyrnirós,"
segir María um leið og hún leikur mjúkar hreyfingar kattarins þar sem
hann þvær sér bak við eyrun. „Svo komu hlutverk sem mig var búið að
dreyma um að dansa, líkt og Giselle, Svanavatnið - hlutverk sem ég bjóst
aldrei við að ég fengi að dansa!”
Veröld dansaranna
Það er stutt í tilfinningarnar hjá Maríu, það er augljóst af tali hennar
og fasi. Dansarar eiga stutta starfsævi í samanburði við okkur meðal skrif-
stofujóna og -jónur. Andlegt og líkamlegt álag er gífurlegt. Samkeppnin
er óvægin. Það stendur allt og fellur með líkamanum, ekkert má fara
úrskeiðis, þá fer maður ekki á svið. Það er því vart að búast við öðru en
að mikið rót geti komið á tilfinningar fólks. Þess fyrir utan felst svo starfið
einnig í því að túlka miklar og misjafnar tilfinningar.
„Já, dansarar eru alveg sérstaklega mikið tilfinningafólk,“ samþykkir
Marfa, „jafnvel meira en leikarar og óperusöngvarar. Ltkaminn nennir
ekkert alltaf að standa í því að vera að teygja, lyfta, halda og gera. Svo er
maður oft með hræðilegar harðsperrur eða verk í ökkla... og spurningin
er, er þetta góður eða slæmur verkur. Get ég unnið með þessu?
Miskunnarlaus samkeppnin veldur því að dansararnir fara jafnvel
sprautaðir og með bólgueyðandi lyf á svið til að verða ekki af hlutverki.
Málið er einfalt, þeir sem hafa heilsuna fá að dansa. Hinir sitja hjá. Þar
sem „venjulegt“ fólk myndi taka hvíld frá vinnu fegins hendi, þá er engu
líkara en veröldin sé að farast ef dansari má ekki dansa í tvo daga!
Off fer maður þetta bara á viljanum," segir María þar sem hún situr og
rifjar upp liðna daga. „Maður vinnur sex daga vikunnar, sex til átta tíma
á dag fyrir framan ballettmeistarann. Það er verið að reyna að laga það
sem ekki tókst í gær, verða betri. Oft er þetta ekkert nema púl. Erfitt að
læra nýjan ballett, maður er að drepast í harðsperrum, framfarir eru
hægar, maður heldur ekki jafnvægi nógu lengi, eitthvert sporið gekk
ekki...“ og hún heldur áfram að telja upp aragrúa atriða sem geta skipt
sköpum fyrir frægð og frama dansara.
„Ég var með fullkomnunarbrjálæði þegar ég var yngri og var aldrei
ánægð með sýningarnar mínar. Svo var ég náttúrlega með sviðsskrekk
fyrst. Það gat enginn talað við mann, maður var á taugum fyrir sýning-
una, með niðurgang. .. Svo fór maður á svið og þá allt í einu fóru taugarn-
ar niður í fótleggina og maður var með blautt brauð í stað fótleggja!
En þetta eltist fljótlega af mér. Svo fer maður á svið ... og þar gerist
eitthvað ... eitthvað yfirnáttúrulegt.”
Mér verður ósjálfrátt hugsað til þess sem verður líklegast að kalla fíls-
legar balletttilraunir, hér á árum áður - ég horfi enn á tærnar á
mér úr fjarlægð og býst vart við að það komi til með
að breytast mikið úr þessu!“
Súkkulaðikex inni
í skáp?
Hún er tággrönn og rauðklædd frá toppi
til táar,
lítur
einstak-
lega vel
út. Hún virkar
næstum í óþolandi góðu
ekki annað en spurt hana hvort hún muni
eftir því að borða reglulega - og hvort
súkkulaðikex sé á bannlista hjá henni.
„Kíktu bara inn í skáp hjá mér,“ svarar
María kímin. „Ég er í mjög góðu formi og ég er
ekki haldin lystarstoli. Ég þarf að hafa mikið fyrir
því að halda kílóunum utan á mér - mamma er svona
líka . Það er svo hröð brennsla hjá okkur.
Ég þarf helst að borða tvær góðar máltíðir á dag,
morgunmat og snakk á kvöldin til þess að missa ekki
allt utan af mér. Ég þekkti hinsvegar vinkonur,
dansara, sem máttu aðeins borða eina brauðsneið á
morgnana, egg í hádeginu og salat á kvöldin ... Ég
myndi missa vitiðf'
Þegar svo mikið er undir líkamshreysti og aldri
komið, líkt og í ballett, er virðingarvert að sjá hve
lítið upptekin María virðist af slíkum hlutum. „Ég
eyði yfirleitt ekki tímanum í það að vera hrædd við
aldurinn. Auðvitað fær maður kast af og til er
maður lítur í spegil, svona yfirleitt einu sinni í
mánuði,“ segir hún með tvíræðu brosi. „Mér finnst ég
heims71
MYND