Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 90

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 90
[matur] ,/Eitt unaðslegt gijúpán! “ eftir Hjördísi Smith Kœru matargöt! Nú fer sláturtíðin í hönd og allar íslenskar húsmæður sem vilja standa undir nafni bretta upp ermarnar og taka slátur. Að vísu mun vera meira um að mæður og tengdamæður sýsli við sláturgerð - en er ekki sama hvaðan gott kem- ur? I þessum pistli hyggst ég fjalla um annars- konar sláturgerð - nefnilega pylsugerð. Þess konar pylsugerð má stunda allt árið og hún fer fram með dulítið öðrum hætti en hin hefð- bundna lifrarpylsugerð sem við þekkjum. Því miður er lítil hefð fyrir pylsugerð hér á landi - ég trúi að formæður okkar hafi ekki lagað mikið öðruvísi pylsur en kindabjúgu, hrossa- bjúgu, lifrarpylsu og blóð- mör. Síðustu ár og ára- tugi höfum við farið að sjá aukna fjöl- breytni í pylsugerð, trúlega fyrir áhrif frá okkar gömlu nýlenduherrum, Dönum. Hér er þannig orðið gott úrval af áleggs- pylsum. „Frank- furtarar" eða það sem í daglegu tali eru kallaðar „pulsur" og gjarnan borðaðar „með öllu“ eru auðvitað á boðstólum, og svo fáein- ar aðrar tegundir, svo sem medisterpylsur. Eg man ekki hvenær áhugi minn á pylsum vaknaði, ég held helst að það hafi gerst er ég dvaldi vetrarlangt í Þýskalandi árið 1973. Mér er í fersku minni hvað allar þessar búðir, sem kallaðar eru „Metzgerei" heilluðu mig gjörsamlega; þar héngu pylsur í öllum stærðum og gerðum - litl- ar, stórar, mjóar, breiðar, langar, stuttar, reykt- ar eða nýjar. Bæði voru þetta áleggspylsur og einnig pylsur til steikingar eða suðu - mér fannst fátt yndislegra en feit „bratwurst“ með „sauerkraut" og sinnepi. Síðan fór ég heim að vori 1974 og fátt var þá um sperðla í kjötbúð- snöggtum fátækari ef þessara sperðla nyti ekki við. Þessar pylsur eru ýmist reyktar eða nýjar, mjög oft notaðar í súpur og kássur og gefa þá yndislegt bragð. Aðrar eru grillaðar, steiktar eða soðnar. Menn skyldu ekki halda að pylsur séu ein- hver óæðri matur. Það er getið um pylsugerð í fornum ritum Grikkja og sjálfur Hómer hefur pylsuna upp til skýjanna í sumum rita sinna. Ein tilvitnun er í sjálfa Odysseifskviðu og hljómar svona í þýðingu Sveinbjarnar Egils- sonar: „... líkt og þá maður steikir blóð- mörsiður yfir eldi brennanda, og snýr því á ýmsar hliðar, og langar mjög eftir, að það stikni sem . Þannig má mönn- um ljóst vera að hér er eðalfæða á ferðinni. Það er ekki ljóst hvenær menn komust fyrst upp á lagið með að laga pylsur, en mannskepnan virðist hafa komist fljótt upp á lag með að nýta kjötaf- ganga, salta þá og krydda og troða síðan í dýragarnir. Svín hafa löngum verið ein vinsælasta upp- spretta sperðla, en kjöt af allskyns skepnum hefur verið notað. Ég komst sumsé fyrir alvöru á bragðið þarna fyrir vestan haf og notaði pylsur óspart í ýmiss konar matar- gerð. Síðan leið að því að ég flytti aftur heim á Frón og ég hugsaði til þess með hryllingi að vera án sperðlanna. Og góð ráð eru ekki alltaf dýr. Ég komst að því að ég yrði bara að laga mína eigin sperðla þegar heim kæmi. Ég keypti mér bækur um efnið og byrjaði að gera tilraun- ir meðan ég bjó enn fyrir vestan og aldrei sé ég eftir því. Það kom mér mest á óvart hvað pylsu- gerð er einföld! Flestar pylsur eru bara hakkað kjöt, fita, salt og krydd og stundum vökvi eða um Reykjavíkur. Þessi pylsuáhugi minn lá síð- an óhjákvæmilega að mestu niðri næstu ellefu árin, en var þó alltaf endurvakinn á stuttum ferðum mínum erlendis. Síðan fór ég til dvalar í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku og kynntist þar alveg nýjum og dýrðlegum pylsum. Sú hefð sem þar ríkir í pylsugerð á rætur sínar að rekja til innflytjenda sem komu frá Evrópu og annars staðar úr Andouillepylsa aö hretti Kajuna. Hver þjóð á sína eigin hefð í pylsugerð - Pólverjar eiga „kielbasa", Grikkir eiga „loukaniko", Spánverjar „chorizo“, Portúgalir „linguica", Italir „luganega“ og „cotechino“, Frakkar eiga „boudin blanc“ og „boudin noir“, Kajúnar (Cajuns) og Kreólar í Suður-Loisiana eiga „andouille“ og þannig mætti áfram telja. Það er hætt við að matargerð þessara þjóða væri 90 HEIMS MYND HEIMSMYND: BONNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.