Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 48

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 48
OG RAUIWERULEIKIIVIV Þær konur sem urðu svo frægar að sjá hina íturvöxnu Angelique í þrjúbíó á árum áður geta án mikillar fyrir- hafnar rifjað upp kvennabúr soldánsins og samfélag kvennanna þar. Hinar útvöldu lágu endilangar á þar til gerðum bekkj- um í setustofunni, hlustuðu á söng næturgalanna í gegnum gullbúrin í loftinu, tróðu í sig vínberjum og öðrum exótískum ávöxtum, skol- uðu þessu niður með víni, skröf- uðu saman í lágum hljóðum og þegar þannig lá á þeim brugðu þær gullkambi í gegnum hárið, skvettu á sig ilmvatni eða handfjötluðu silki eða aðra munaðarvöru sér til dægrastyttingar. Fyrir neðan kvennabúrið var svartholið þar sem hinar óæskilegu dvöldu. Hvort sem þær höfðu fengið flösu, appelsínuhúð eða reið- buxnalæri og fallið þannig í ónáð hjá soldáninum var útlegðin lítt bærileg. Þar sem að ekkert rauf kyrrð kvennanna uppi nema söngur næturgalanna, hjal kvennanna sjálfra og gredda soldánsins, fyllti svartholið stöðugt harmakvein, skvampið í skolplækjunum sem runnu eftir gólfinu, og þrasið í rottunum sem rifust hástöfum um hreyturnar af rýrum kosti kvennanna. Það lætur því að líkum að það hafi þótt eftirsóknarvert að hanga í náðinni hjá soldáninum. Þar sem herbergjaplássið var takmarkað í kvennabúrinu sjálfu líkt og úti í lífinu reyndu konurnar með hyggjuviti sínu að stemma stigu við fjölgun stássmeyja, svosem með því að nota eitur, sveðjur eða hengja hinar nýkomnu á hárinu inni á herbergi, aðeins þannig gátu þær komist hjá því að lenda sjálfar í svartholinu. „Konur eru vegnar og metnar eftir útliti og því hvernig þær þókn- ast öðrum,“ er haft eftir kvenréttindafrömuðinum Gloríu Steinem. En eru konur sem ganga í augun á karlmönnum óvinsælar hjá öðrum konum í lífinu sjálfu? Slíkar konur vilja enga ógnun við eigin kyn- þokka. Það er engin furða að konu einni yrði að orði: „Eg hef það svo huggulegt með öðrum konum þegar það er enginn maður til að stela.” Það er huggun harmi gegn að kynþokkafullar, ljótar, sætar, all- ar þessar kvengerðir mældar með reglustiku hins stranga karl- rembusvíns, þessar konur standa saman. Þær sem telja sig sætar um- bera aðrar sætar konur og ljótar konur ljótar nema að þær séu gullfal- legar eða forljótar, slíkar hataðar kvengerðir tróna áfram í einmana- legu hásæti eða kúra gleymdar í sinni öskustó. Þetta á þó aðeins við um þær konur sem láta glaðar hneppa sig í þrældóm þeirra vogarskála sem Steinem átti við. Slíkar konur eru til fyrir tísku og snyrtivöruiðnaðinn en ekki öfugt, án óöryggis þeirra og áunninnar þóknunarsýki myndi hann ekki velta þeim summum sem raun ber vitni. Það er því ekki hernaðartækni karlmanna sem splundrar konum heldur hernaðartækni kvennanna sjálfra og meira og minna landvinningar á fölskum forsendum. Trúnaður milli tveggja kvenna getur aðeins myndast ef að við trúum því að trúnaðar- vinkonan komi til dyranna eins og hún er klædd. En það er erfitt að treysta þeirri manneskju sem er svo rækilega trekkt upp í kynhlut- verki sínu að hún getur ekki þrátt fyrir góðan ásetning tekið niður grímu hinnar tælandi konu eitt augna- blik og skoðað aðrar kon- ur sem jafningja en ekki keppinauta. „Fjöldamorðingjar Vinkonur á dansleik. Eftir matarboð eitt laugardagskvöld í febrúar var ég spurð um hvað hefði verið á borðum, og svaraði með tilefnislausri lygi sem var: Hani í víni. Undanfari þessarar lygasögu var sá að vera boðin í hús í vestur- bænum ein sex kvenna og tveggja karla. Eftir að hafa setið ásamt kon- unum í klukkutíma og talað um allt milli himins og jarðar í mesta bróðerni birtust herrarnir og það var eins og við manninn mælt, hinn óframfærni saumaklúbbur breyttist á svipstundu í orrustuvöll þar sem allt var lagt undir. Eftir fremur snautlegt borðhald æstist leikurinn enn frekar og um það leyti sem ég kvaddi sat annar haninn umkringdur fyrrum bók- menntafræðingum, hagfræðingum og kennslukonum. Núverandi, femme fatale” í æsilegum samkvæmisleik þar sem hagfræðingurinn nuddaði á honum tærnar, bókmenntafræðingurinn lagaði á honum bindið og kennslukonan þrýsti blautum vörunum að eyrum hans og reyndi að telja hann á að fara með sér einni á ball og síðan heim á eft- ir. Og haninn í víninu, hann hafði í augnaráðinu þennan sama glað- hlakkalega neista og ég get trúað að hafi verið í augnaráði Nerós þeg- ar hann lét brenna Róm og lék sjálfur undir á fiðlu. Hinn haninn, orðinn rækilega marineraður af kvenlegum trakter- ingum, rankaði við sér eftir miðnætti í eldhúsinu á röndóttum box- aranærbuxum með viðskiptafræðing á hnjánum sem hafði tekið nið- ur skrifstofugleraugun og umbreytt sér í hjalandi pabbastelpu. Hann stundi því upp að hann væri hommi á ögurstundu meðan pabbastelp- an lygndi aftur augunum og veifaði gallabuxunum í sigurgleði yfir höfðinu. „Það er allt í lagi vinur,“ sagði þessi uppáhaldsdóttir á fer- tugsaldri: „Ég hef enga fordóma gagnvart hommum.“ Öðrum hommum til upplífgunar skal þó tekið fram að þessi slapp með skrekkinn og stundi áður en hann náði útidyrunum: „Ég skil ekki hvernig kvenfólk getur bæði farið fram á virðingu og verið um leið veinandi eftir öllu sem gengur í buxum.“ Þetta er vinátta og samstaða kvenna eins og karlmenn sjá hana og eins og þeir vilja sjá hana. Þeim verður ansi oft kápan.úr því klæðinu. Það er næstum því sama hvaða konu þú spyrð um viðhorf hennar og sambönd við aðrar konur, það eru svo að segja ósjálfráð viðbrögð að byrja jafnskjótt að belgja sig út um karlmenn og konur, muninn á þessu tvennu og ljúka ruglingslegri málsgreininni með því að klykkja út með: „Karlmenn, þeir eru svona og svona.“ Þrælsóttinn við að skil- greina sig út frá öðrum konum eingöngu loðir við konur líkt og ló við skyrtu. En þegar konum tekst að Iosna undan hugarfari þrælsins verður samanburðurinn körlum í óhag, flestar konur kjósa félagsskap annarra kvenna framyfir félagsskap karl- manna. RVENNABÚR SOLDÁNSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.