Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 30
titrar
hjálpað eiginkonunni ungu til þess að stíga
fyrstu skrefin í sviðsljósinu var allt í einu
kominn í aukahlutverk. Það kunni hann
ekki. Þar af leiðandi eru vinsældir Díönu
hluti af vandamálinu, nokkuð sem Karl ræð-
ur ekki við. Sérfræðingar segja að þessi tog-
streita hafi leitt til samkeppni milli þeirra
hjóna eins og kom augljóslega fram í sjón-
varpsþætti frá breska sjónvarpinu um Karl.
Þau keppast um sviðsljósið og athyglina, á
sama tíma og hann heldur stórmerkilegan
fyrirlestur um verndun gamalla húsa í
London talar hún fyrir fullu húsi í söfnunar-
átaki fyrir eyðnisjúka. Ef til vill liggur hund-
urinn þar grafinn að þau þola ekki sam-
keppnina líkt og tvær stjörnur eiga oft erfitt
með að rata veginn saman.
Erfiðleikar hjóna eru engin nýlunda inn-
an bresku konungsfjölskyldunnar. I apríl á
þessu ári slitu Andrew, bróðir Karl, og Sarah
Ferguson, vinkona Díönu og betur þekkt
Talið erað Díana afberi ekki samband Karls við
Camillu Parker Bowles og að þunglyndi hennar
og sjálfsmorðstilraunirtengist sambandi þeirra
beint. Þau hafa þekkst lengi og hafa alla tíð
haldið nánu sambandi. Karl ber sterkar taugar
til Camillu. Eftir útkomu bókar Mortons talar
Daily Express um Parker Bowles sem ósköp
venjulega konu enda er hún lítið spennandi í
samanburði við hina stórglæsilegu Díönu.
sem Fergie, samvistir. Talið er að Fergie hafi
ekki þolað álagið og kröfurnar sem voru
gerðar til embættis hertogynju. Skilnaður
þeirra kom þjóðinni algjörlega í opna skjöldu
enda höfðu þau oft sýnt opinberlega að þau
væru mjög ástfangin og þess vegna hefur al-
menningur velt því mikið fyrir sér hvað hafi
komið fyrir. Andrew hafði oft lýst því yfir að
hann hafi orðið ástfanginn af rauða síða hár-
Margt í bók Mortons á sér hliðstæður í opin-
berri framkomu hennar. í meintu símtali við
James Gilbey í desember 1989 kvartar hún
undan miklu álagi á en þann mánuð var
dagskrá Díönu óvenju þétt setin.
inu hennar en hún var löngu búin að láta það
fjúka. Fergie þykir vel gefin og hafa margt til
brunns að bera en það sama má ekki segja
um Andrew. Þegar svo hann tók trúanlegar
slúðursögur úr slúðurblöðum um að hún
héldi við ríkan Texas-búa var það dropinn
sem fyllti mælinn. Kröfurnar og hugsunar-
Diana leggur mikið upp úr því að synir þeirra fái
eins eðlilegt uppeldi og frekast er unnt. Þeir
ganga í almenna skóla en ekki í stranga
einkaskóla eins og faðir þeirra og vill Díana vera
með í ráðum um allt sem tengist framtíð þeirra.
hátturinn í Buckinghamhöll gengu fram af
henni og hún fór.
Eftir að sambúð þeirra lauk hefur Fergie
gætt dætra þeirra, Beatrice fjögurra ára og
Eugenie tveggja ára, og notið lífsins. Nóg til
þess að nýverið settu myndir af henni topp-
lausri á frönsku rívíerunni nokkrum kílóum
þyngri en áður, með amerískum vini sínum,
John Bryan, allt á annan endann í Bucking-
ham og er nú talað um hvort nú sé mælirinn
fullur í málefnum konungsfjölskyldunnar.
Fergie þykir hafa beðið mikinn álitshnekki
með hegðun sinni sem kemur niður á allri
fjölskyldunni.
Þær raddir verða háværari sem segja að
drottningin eigi að víkja og The Independent
skrifar að ekki sé lengur þörf fyrir konungs-
fjölskylduna þar sem hún sé ekki lengur fyr-
irmynd þegnanna. Elísabet II drottning er
gagnrýnd sem móðir þar sem tvö barna
hennar hafa skilið, fátt um fína drætti hjá
Karli og Díönu og yngsti sonurinn Edward
ku víst alls ekki vera í giftingarhugleiðingum.
Ekki síst eru skattamál drottningar til um-
fjöllunar en drottningin er undanþegin skatti
(um það bil 750 milljónir íslenskra króna á
ári) og er það þegnum hennar skiljanlega
þyrnir í augum.
Nýjasta slúðrið úr Buckingham eru fréttir
af meintu símtali Díönu við áðurnefndan vin
sinn James Gilbey. Þar á prinsessan að hafa
talað í 23 mínútur á gamlárskvöld 1989 við
þennan mann. Það var sjötugur bankamaður
Cyril Reenan sem seldi slúðurblaðinu Sun
HEIMS
30
MYND