Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 55

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 55
Þó að íslandssagan sé fyrst og fremst karlasaga og karlar hafi löngum haft alla þræði í sínum höndum og réttur kvenna oft á tíðum verið litlu meiri en búfénaðar eða ambátta fer þó á öllum tímum sögum af valdamiklum kvenskörungum. I Islendingasögum úir og grúir af þeim og síðar nægir að nefna nöfn eins og Ólafar ríku, Vatnsfjarðar-Kristínar og Grundar-Helgu. Með vaxandi einstakl- ingshyggju og frjálshyggju á 19. öld tóku konur á nýjan leik að rísa upp gegn kúgun í iðnvæddum löndum. Fram í dagsljósið komu stór- brotnar og skeleggar konur sem létu að sér kveða í stjórnmálum og gáfú í engu eítir hlut sinn við karla. Við arfinn af baráttu þeirra heyja konur nútímans stríð sitt fyrir mannsæmandi kjörum og jafnrétti. Einhver fyrsta íslenska konan, sem kallast getur kvenréttindakona, var Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir í Reykjavík, sem uppi var á síðustu öld. Hún var heit og örgeðja og lét sig ekki muna um að standa upp á karlafundum og halda þrumandi ræður. Slíkt var þá óþekkt meðal annarra íslenskra kvenna. Þorbjörg tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttunni við hlið bróður síns, Benedikts Sveinssonar, og gekk svo langt að klæðast karlmannabúningi, eggja til hermdarverka gegn Thomsen kaupmanni og læðast grímuklædd að næturþeli til að brjóta laxakistur hans í Elliðaám. Fyrir það var hún dæmd í fangelsi. En hún lagði líka líknarhönd sína á fátæklinga í Reykjavík og var dýrkuð og elskuð af þeim. Hún var meðal fyrstu lcvenna til að kjósa í bæjarstjórnarkosningum og árið 1894 stofnaði hún Hið íslenska kvenfélag sem barðist fyrir jafnrétti í öllum málum á við karla. Beitti félagið sér fyrir undirskriftum kvenna fyrir málinu og var það fyrsta kosningaréttarhreyfing íslenskra kvenna og félagið fyrst á Norðurlöndum og ef til vill í allri Evrópu til að beita sér fyrir undir- skriftum af því tagi. Af drykkjumannsheimili Þorbjörg Sveinsdóttir var fædd 1827 og ólst upp á Mýrum í Alftaveri. Faðir hennar var drykkfelldur og fátækur prestur í Þykkva- bæjarprestakalli og munu hún og systkini hennar hafa átt heldur ömurlega æsku. En hún lét það ekki beygja sig enda lundin heit og skapið stórt. Tveimur árum eldri í systkinaröðinni var Benedikt Sveinsson sem síðar varð leiðtogi í frelsisbaráttu íslands og talinn arf- taki Jóns Sigurðssonar. Þau Benedikt og Þorbjörg munu hafa verið ung að árum þegar þau urðu að annast búskapinn að mestu upp á eig- in spýtur vegna óreglu föður þeirra. Þorbjörg mótaðist þannig af erfiðum aðstæðum, þurfti strax sem unglingur að takast sjálfstætt á við lífsbaráttuna og leita allra tiltækra úrræða við að fleyta sér og fjöl- skyldu sinni áfram. Hún fékk orð fyrir að vera sérstaklega röggsöm, dugleg og myndarleg. Þorbjörg var hvorki tepra né kveif. Benedikt Sveinsson, bróðir hennar, þótti einnig stórefnilegur. Hann braust áfram til stúdentsprófs og var síðan kostaður af stór- bóndanum á Reynistað í Skagafirði, Einari Stefánssyni, til háskólanáms í Kaupmannahöfn. Samningur þeirra gekk út á það að 11 ára gömul dóttir Reynistaðarbóndans skyldi ganga að eiga Bene- dikt í fyllingu tímans. Hún hét Katrín. Þetta hljómar undarlega í eyr- um nútímafólks en það var algengt á þessum tíma að foreldrar réðu ráðahag barna sinna þó að sjaldgæft væri að ráðstafa svo ungum börn- um. Minnti þessi forsjá helst á indverskt barnabrúðkaup. Það er af Þorbjörgu að segja að hún braust á eftir bróður sínum til Kaupmanna- hafnar en milli þeirra ríkti þá sem síðar náin og innileg systkinaást og trúnaður. Hún hóf nám í yfirsetukvennafræðum á Fæðingarstofn- uninni við ríkisspítalann þar og útskrifaðist sem ljósmóðir með fyrstu einkunn vorið 1856, þá tæplega þrítug að aldri. A Kaupmanna- hafnarárum munu þau Benedikt og Þorbjörg bæði hafa verið heima- gangar hjá Jóni Sigurðssyni forseta og þau kynni sett ævilangt mark á skoðanir þeirra og framgöngu. Fljúgandi mælska Þorbjörg settist að í Reykjavík haustið 1856 og gegndi þar síðan Ijósmóðurstörfum. Einnig hafði hún á hendi verklega kennslu ljós- móðurnema. Hún varð brátt svo fyrirferðarmikil í bæjarlífinu að menn kölluðu hana stórveldi. Þorbjörgu fórst nærkonustarfið ákaflega vel úr hendi þannig að konur kepptust við að ná þjónustu hennar, þær dáðust að læknisviti hennar og snarræði er vanda bar að höndum. Hún var talin hafa læknishendur og svo nærgætin var hún og raungóð að öllum þótti vænt um hana. Það átti ekki síst við um fátæka. En Þorbjörg Sveinsdóttir var ekki bara ljósmóðir með líknarhend- ur. Benedikt Sveinsson, bróðir hennar, stóð í pólitískum stórræðum eftir að hann kom heim. Hann var glæsilegur mælskumaður og eld- hugi og þar gaf Þorbjörg honum lítt eftir. Hún fylgdi bróður sínum fast eftir, stóð við hlið hans og tók frumkvæði í mörgum málum. Þorbjörg var eldheitur þjóðernissinni. Þó að hún hefði ekki kosn- ingarétt frekar en aðrar konur stóð hún upp á kjósendafundum og hélt þar ræður af svo fljúgandi mælsku að bróðir hennar mátti hafa sig all- an við að standa jafnfætis henni á því sviði. Þetta var alger nýlunda um konur á Islandi. Guðmundur Friðjónsson skáld heyrði hana brýna sig á fundi og lýsti því síðar hversu eldfim hún var í máli og hversu áherslur hennar voru miklar. Benedikt, bróðir hennar, var frægasti mælskugarpur landsins, en sú saga gekk að hann teldi sig ekki hrökkva við systur sína í orðum. Og Þorbjörg talaði ekki bara á fund- um. Þegar kosningar stóðu fyrir dyrum gekk hún hús úr húsi til að reka áróður fyrir þjóðfrelsismönnum og sagt var að hún réði mestu um kosningu alþingismanna í höfuðstaðnum. Hún var og tíður gestur á samkomustöðum karlmanna utan dyra í Reykjavík, svo sem Kjaftaklöpp við Skólavörðustíg, og geisaði þá mjög. Þórhallur Bjarn- arson, síðar biskup, sagði í kveðjuorðum við útför Þor- bjargar: „Áhugi hennar og mælskukraftur var stórveldi í þessum bæ. Það var sjálfgefið að Þorbjörg tæki til máls á fundum Einar Benediktsson skáld, bróöursonur Þorbjargar, dvaldi öll sín námsár í Reykjavík á heimili hennar og hefur vafa- laust mótast af Þorbjörgu. Tobbukot á Skólavörðustíg 11, heimili Þorbjargar Sveinsdóttur. Þó að bærinn væri lágreistur bar heimilið hátt að andlegri reisn og þaðan gætti víða áhrifa út um þjóðlifið. HEIMS 55 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.