Litli Bergþór - dec 2017, Qupperneq 16

Litli Bergþór - dec 2017, Qupperneq 16
16 Litli-Bergþór Íbúðin Höfundur: Unnur Kjartansdóttir „Þá er það klárt, hér eru lyklarnir.“ Ég þakkaði fyrir og skutlaði lyklunum í vasann og hljóp út í bíl, kveikti á útvarpinu og dreif mig af stað því að ég vissi að Lára beið eftir mér. „Loksins“ sagði Lára þegar ég opnaði hurðina. „af hverju varstu svona lengi ?“ „Æææ, ég náði í lyklana að íbúðinni í leiðinni.“ Sagði ég og settist á eldgamlan kollinn sem var alveg að detta í sundur. „Var ég ekki búin að segja þér að það væri ekki góð hugmynd að kaupa hana“, sagði Lára með pirrandi röddu. „Lára þú veist að ég trúi ekki á allt þetta bull sem að allir eru að segja um þessa íbúð. Finnst þér líklegt að þessi stelpa þarna hafi horfið vegna þess að hún átti heima í þessari íbúð“ sagði ég ákveðin. „Ókei“ sagði Lára, „en það þýðir ekki að koma grenjandi til mín ef það gerist eitthvað.“ „Það er ekkert að fara að gerast Lára, þetta verður allt í lagi.“ Það var gott að vera komin heim í nýju íbúðina mína. Ég settist í sófann og kveikti á sjónvarpinu. Ég sofnaði í smá stund, en heyrði svo útidyrahurðina skellast. Mér brá og stóð snöggt upp úr gráum sófanum sem ég keypti í nytjamarkaðinum, því hann var ódýr og sá varla á honum. Ég hljóp inn í herbergið mitt. Peran virtist vera sprungin því það var allt dimmt og rofinn virkaði ekki. „Æj, þetta er örugglega bara vindurinn“ sagði ég við sjálfa mig og kíkti út um gluggann, en trén voru alveg grafkyrr, það var blankalogn. „Vá, hvað er ég að hugsa, það er ekki eins og það sé einhver hérna inni“, hugsaði ég og rölti aftur inn í stofu, settist í sófann og hélt áfram að horfa á glænýja flatskjáinn minn, en allt í einu slokknaði á sjónvarpinu. Ég sá andlit speglast á skjánum. Ég sneri mér við en allt í einu varð allt svart. Ég vaknaði með mikinn höfuðverk. Ég leit í kringum mig, ég vissi ekkert hvar ég var, ég reyndi að standa upp en ég gat það ekki. Ég heyrði raddir koma nær og nær og allt í einu stóð maður fyrir framan mig. Hann tók í ermina á peysunni minni. Ég kippti hendinni að mér og peysan rifnaði. Svo tók hann í höndina á mér og reif mig upp. Hann babblaði eitthvað á frönsku sem ég skildi ekkert í þótt ég væri búin að búa hér í hálft ár, en auðvitað svaraði ég ekki, svo hann henti mér inn í litla kompu sem ég gat varla hreyft mig í. Ég var að fara á taugum. Hvar var ég? Hvernig gerðist þetta? Ætlaði þessi maður að gera eitthvað við mig? Ég reyndi að róa mig niður, en á meðan var ég að reyna að muna hvar ég hefði séð þennan mann áður, því að ég kannaðist svo við hann. Hann var Smásögur frá nemendum Bláskógaskóla í Reykholti Nemendur í 9. og 10. bekk Bláskógaskóla í Reykholti fengu það verkefni að skrifa smásögu í íslensku fyrr í haust. Þau unnu þessar sögur eftir leið sem kölluð er: Skrifað í skrefum og nýtist hún mjög vel og ekki síst fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref fram á ritvöllinn. Fyrst er unnið með hugmynd eða atburð sem getur átt sér stað, næst er spáð í hvernig persóna getur lent í slíkum aðstæðum. Þá er unnið með hvaða sjónarhorn höfundurinn hefur og hvort lýsingar eiga að vera beinar eða óbeinar og svo má lengi telja. Það er skemmst frá því að segja að allir nemendur skrifuðu læsilegar og skemmtilegar sögur og komu sjálfum sér og kennaranum á óvart með miklum framförum í ferlinu. Aðalheiður Helgadóttir, grunnskólakennari Bláskógaskóla

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.