Litli Bergþór - dec 2017, Qupperneq 40

Litli Bergþór - dec 2017, Qupperneq 40
40 Litli-Bergþór á alla bæi. Hringingin hjá Grími var þrjár stuttar. Fyrsta veturinn fór ég með mjólkina frá Grími á hestvagni annan hvorn dag niður að Grímsby, en mjólkurbíllinn ók þá upp miðsveitina að Múla. Enginn vegur var kominn með Hlíðum eða milli Geysis og Gullfoss. Ég tók meiraprófið í Reykjavík árið 1946, þá 21 árs, sama ár og Grímur keypti Austin vörubílinn. Þann bíl keypti ég svo af honum 1. apríl 1948 á 8000 krónur. Meðfram því sem ég vann hjá Grími, vann ég á eigin vegum á bílnum. Fyrsta áburðarhlassið flutti ég að Efri-Reykjum, eftir moldargötum, 8. apríl það vor. Flutti þá líka í sömu ferð líkkistu Ögmundar heitins að sunnan, en hann dó þá um vorið eftir slys á hestbaki. - Síðan var kistan keyrð á bílnum að Torfastöðum. Ég fékk „boddýið“ á bílinn um 1950 og fór þá að keyra á sveitaböllin á Vatnsleysu og Borg í Grímsnesi, sem nú er kölluð Gamla-Borg. Boddýið var sett á pallinn um helgar og var bundið niður. Ég keyrði líka oft stelpurnar, sem unnu á barnaheimili Rauða kross Íslands í Laugarási, á sveitaböllin. Einu sinni fór ég áleiðis á Hveravelli á bílnum með fólk úr Nýborg, Grétar og Georg fóru einnig með í þá ferð. Boddýið var einungis notað á Austin bílinn, þ.e. til 1955, en var síðar sett upp á Brún, og kallað Litla-Brún. Síðar var sett nýtt og hærra þak á það og gler í gluggana og byggður sandkassi fyrir framan. Börnin léku sér mikið þar og eitthvað var nú stundum geymt í því. En seinna, um 1970, var svo byggt nýtt hús á sama stað sem stendur enn. Það þjónaði um tíma sem fjárhús og þá var byggð lítil hlaða vestur af því. Ég seldi Austin bílinn árið 1955 þegar ég keypti fyrsta Volvoinn, 5 tonna bíl. Eftir það keypti ég bara Volvoa og átti fimm slíka bíla. Næsti bíll var 7 tonn og þeir þrír síðustu 12 tonn. Ég tók að mér alls konar flutninga, lenti m.a. í því að sækja líflömb norður í land seinni partinn í september 1952 eftir mæðiveikiniðurskurðinn. Fór þrjár ferðir norður og sótti lömb að Lundarbrekku í Bárðardal, að Máná á Tjörnesi og að Staðarhólma við Akureyri. Þessi lömb fóru í Bræðratungu og að Efri-Brúnavöllum á Skeiðum, en lömbum úr síðustu ferðinni var dreift á nokkra bæi. Voru sett af við gömlu réttirnar austan við Tungufljótsbrúna gömlu. Ég á reikninga fyrir þessum flutningum og veit því að það voru samtals 186 lömb sem voru sótt norður. Svo sótti ég 70 lömb í Hafnarfjörð, sem komu sjóleiðina að vestan og fóru að Syðri- Reykjum. Sú ferð var farin 3. október. Austin bíllinn sem Róbert keypti af Grími 1948 með boddýið á pallinum. Hann var breskur og því með stýrið hægra megin. Það sést í þakið á gamla fjósinu á Syðri-Reykjum fremst á myndinni og Nýborg er til hægri. Myndin er tekin milli 1950 og 1955. Boddýið í nýju hlutverki sem Litla-Brún 1967. Bryndís 8 ára og Nonni, Jón Sigurðsson, nú forstjóri Össurar og eigandi Múla, um 11 ára. En hann var þá á Brún sumarpart. Heyflutningar Róberts og Bjössa á Reykjavöllum 1955. Heyið var sótt í Fnjóskadalinn, var bundið í vel stóra bagga og hlaðið svo hátt að þeir þurftu að fara yfir neðri brúna á Héraðsvötnum, því sú efri var yfirbyggð. Þetta var sportferð á nýjum bílum haustið 1955, Róbert rétt búinn að fá fyrsta Volvo bílinn sinn, nýjan 5 tonna díselbíll, og Bjössi á ársgömlum Chevrolet, 5 tonna bensínbíll. Frá vinstri: Húnbogi Hafliðason frá Hjálmsstöðum í Laugardal (1891-1977), sem var lengi vinnumaður á S-Reykjum 64 ára og Bjössi á Reykjavöllum 30 ára. Í bakgrunni er Almannagjá á Þingvöllum.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.