Litli Bergþór - Dec 2017, Page 46

Litli Bergþór - Dec 2017, Page 46
46 Litli-Bergþór Í síðasta blaði var fjallað um helstu þætti í aðdragandanum að byggingu Hvítárbrúarinnar, eins og hann birtist í prentmiðlum á hverjum tíma. Þar sem fyrri hlutanum lauk var hafin undirbúningsvinna við brúarstæðið og varla um það að ræða úr því sem komið var, að hætta við. Það sem hér fer á eftir er samantekt á því sem lesa má um brúarmálið í dagblöðum þau 5 ár sem nú voru framundan þar til umferð var hleypt á brúna, í desember árið 1957, fyrir 60 árum. 1952 Þó svo skylmingarnar á síðum dagblaðanna hafi líklegast verið óheppilegar og mögulega til þess fallnar að fresta brúarsmíðinni, urðu þær þó ekki til að stöðva málið og í maí samþykkti sýslufundur eftirfarandi ályktun sem birtist í Alþýðublaðinu 10. maí, 1952: Einnig var samþykkt áskorun á Vega- málastjóra að fram verði haldið tafarlausri byggingu brúar á Hvítá við Iðu. Hvítárbrú hjá Iðu sextug Páll M. Skúlason: - síðari hluti - Myndin er frá ábúendum á Iðu og tekin 1957 þegar vinna er hafin við lokaáfangann: að koma strengjunum á sinn stað og brúargólfinu. Fyrri stöpullinn, sá vestari (Iðumegin) var steyptur upp 1953 en sá austari (Laugarásmegin) 1955. á myndinni má sjá búðir brúarvinnumanna ef grannt er skoðað, vinstra megin við vestari stöpulinn. Handan stöplanna blasir síðan við barnaheimili Rauða krossins. Strengirnir dregnir yfir, einn af öðrum. Mynd frá Vegagerðinni

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.