Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Blaðsíða 21
ekki lætur samúð eða andúð stýra pennanum, heldur reynir,
að svo miklu leyti sem slíkt er yfirleitt í mannlegu valdi,
að leita staðreynda og draga af þeim ályktanir. Flestallt,
sem ritað hefur verið um samvinnufélagsskap á Islandi,
sögu hans og þróun, allt fram á síðustu ár, hefur verið ritað
af baráttumönnum í þeim tilgangi að tendra hugsjónaeld
og hita hug samvinnumanna sjálfra og brýna þá til baráttu,
en ekki sem hlutlæg frásögn eða greinargerð, sem hægt er
að leggja til grundvallar við kennslu. Þá er þessi saga allt
of oft skráð sem saga foringjanna, afreksmanna, sem báru
á sínum breiðu herðum vanda og erfiði. Lýst er hæfileikum
þeirra, sem á stundum verða skoplegir vegna þess, að
gleymst hefur að draga fram hina mannlegu, breysku
þætti, sem gera lýsinguna sanna og lifandi. Þetta veldur því,
að ungt fólk, sem alið er upp við gagnrýnin og raunsæ við-
horf til manna og málefna, tekur ekki mark á slíkri sögu-
ritun — þykir hún hlægileg.
Þetta var sá myllusteinn, sem hékk um háls íslenskrar
samvinnusögu sem námsgreinar í Samvinnuskólanum og
olli því, að hún gekk illa upprétt, þrátt fyrir hraustlegar til-
raunir Guðmundar Sveinssonar að losa af henni helsið.
1 heild má segja að þessar þrjár kennslugreinar, sem hér
eru kallaðar almenns eðlis, íslenska, menningarsaga og
samvinnusaga, hafi beint áhuga og umhugsun nemenda að
þjóðfélagsmálum og opnað leið til víðari skilnings á and-
legum verðmætum.
Þriðji og stærsti þáttur námsefnis skólans voru viðskipta-
greinar. Vélritun og bókfærsla voru þar að sjálfsögðu í
fremstu röð. Flestir nemendur voru algerir byrjendur í
hvoru tveggja, er þeir komu í skólann, og þurfti því að
kenna og æfa frumatriði skilnings og leikni. Nýjung var
það í bókfærslukennslu, að kennt var lausblaðabókhald
eftir Taylorix-kerfi og var það hugsað sem heppilegur und-
irbúningur fyrir störf við vélabókhald, en slík vélræn bók-
færsla var þá sem óðast að ryðja sér til rúms. Hafði skól-
inn forystu á þessu sviði bókfærslukennslu. Mikilvægi vél-
ritunarkunnáttu var undirstrikað sérstaklega með þeim
2
17