Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Blaðsíða 24
sú, er kennd var, varð fljótlega mestmegnis verslunarreikn-
ingur og smátt og smátt fléttaðist inn í hann kennsla í
meðferð og útfyllingu ýmis konar viðskiptaskjala og ann-
arra pappíra, allt frá ávísun til skattframtals.
f því, sem hér fer á undan, hefur verið farið mjög laus-
lega yfir nokkra þætti námsefnis Samvinnuskólans að Bif-
röst á fyrstu árum hans og einkum reynt að draga fram
þá, sem sérstæðir voru og sættu nýlundu á þeim tíma, ef
borið var saman við aðra skóla. Þessi greinargerð er ekki
unnin á fræðilegan hátt, heldur að mestu stuðst við minni
og fáorðar frásagnir skólaskýrslna. Samt vona ég, að af
henni megi fá nokkra hugmynd um þróunarferil skólans á
þessu tímabili, þó að nokkuð renni saman í frásögninni,
hvenær einstakar breytingar eða þáttaskil áttu sér stað.
Satt að segja verð ég að viðurkenna, að við þessa upp-
rifjun og yfirsýn af nýjum sjónarhóli nú nærri aldarfjórð-
ungi síðar, kemur mér á óvart, hversu margar nýjungar
skólinn bauð upp á í „útlegð“ sinni í Grábrókarhrauni,
hversu mikill tilraunaskóli hann í raun og veru var. Það
gegnir næstum furðu, hvílíkur stórhugur kemur fram í
mörgu, sem fitjað var upp á og fengist við, þó að ekki
væri alltaf hægt að fylgja því fram á þann hátt, sem ætlað
var í upphafi. En þá voru aðrir tímar og það var ekki helsta
markmið og höfuðforsenda fræðslustarfs, að kostnaður
vegna þess fengist að fullu greiddur úr ríkissjóði. Islenskt
þjóðfélag var í örri breytingu, sem að sjálfsögðu sneiddi
ekki hjá garði Samvinnuskólans. Skólinn hlaut að laga sig
eftir þeim breytingum og mæta kröfum nútímans. Nýir
straumar hrífa það, sem eldra er, með sér og sjaldnast er
á stundinni hægt að gera sér grein fyrir því, hvort verið
er að hrökkva eða stökkva, hvort á er sótt eða undan slegið.
Gróðrarreitur skólanna er lengi að ná þroska, jafnvel enn
lengur en skógræktarmannanna, sem ekki sjá fyrr en að
mörgum árum liðnum, hvort það tré, sem þeir gróðursetja
og hlúa að, verður krækla eða meiður. Sama má segja um
skólann. Ef meta á starf hans á sögulegum forsendum,
kemur í ljós, að hin raunverulega saga hans er ekki saga
20