Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Blaðsíða 60
þegar heilsan leyfði, en hún veiktist af
berklum 1954. Hafði mikið yndi af tónlist
og var í söngfélaginu Hörpu í nokkur ár.
Ólafur Jón Ólafsson. Sat SVS, óreglul. nem-
andi, 1933—3^. F. 16. 4. 1913 á Suðureyri
við Súgandafjörð og uppalinn þar. For.:
Ólafur Þórarinn Jónsson, f. 10. 2. 1880 i
Reykjarfirði í Suðurfjarðahreppi, V.-Barð.,
sjómaður, bóndi og verkamaður á Isafirði
og í Súgandafirði frá 1906, d. 3. 11. 1960,
og Jóna Margrét Guðnadóttir, f. 24. 6. 1888
að Kvíanesi í Súgandafirði, húsmóðir, d.
19. 11. 1965. Börn: Kjartan, f. 2. 6. 1933,
alþm., móðir: Sigríður Pétursdóttir, Ást-
þór Pétur, f. 15. 3. 1938, mjólkurfræðingur,
d. 23. 8. 1978, móðir: Ásta Pétursdóttir,
Sigurjón Norberg, f. 17. 4. 1943, efnafræð-
ingur, mcðir: Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Sigmar, f. 15. 7. 1949, vélstjóri, móðir:
Rannveig Árnadóttir. — Stundaði nám í
Héraðsskólanum á Laugarvatni 1931—32
og Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði
1932—33. Settist í þriðja bekk Kennara-
skólans 1947 og lauk bekkjarprófi 1948,
hætti námi í fjórða bekk Kennaraskólans
snemma vetrar 1948—49. Vann við land-
búnaðarstörf, vegavinnu o. fl. á unglings-
árum. Stundaði ýmis verkamannastörf í
Rvík 1934—44, m. a. í vélsmiðjunni Héðni.
Var á þeim árum einnig um tíma á Akur-
eyri. Kennari að Látrum í Aðalvík i Sléttu-
hreppi, N.-ls. 1944—46, kennari á Suður-
eyri við Súgandafjörð 1946—47, stundaði
einkakennslu í Rvík 1948—49, öryrki frá
1950, búsettur í Hveragerði.
56