Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Blaðsíða 122
Elín Sigurlaug Sigurðardóttir. Sat SVS
1962—64• F. 19. 5. 1944 á Isafirði og upp-
alin þar. For.: Sigurður Hjálmar Sigurðs-
son, f. 13. 4. 1911 að Garði í Stöðvarfirði,
nú húsvörður við Menntaskólann á Isafirði,
og Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir, f. 5. 3.
1906 að Sléttu í Sléttuhreppi, N.-ls., hús-
móðir. Maki 15. 7. 1967: Jóhannes Torfa-
son, f. 11. 4. 1945 að Torfalæk í A.-Hún.,
bóndi þar. Börn: Sigurður, f. 14. 1. 1967,
Torfi, f. 11. 9. 1969, Ástríður, f. 20. 6. 1971,
Gunnar Þór, f. 3. 4. 1976. — Tók landspróf
1960, við nám í menntadeild á Isafirði,
Kvennaskólinn á Blönduósi 1962. Vann á
sumrin 1960—64 hjá útibúi Landsbanka Is-
lands á Isafirði og síðan fullt starf þar til
1968, hefur síðan verið húsmóðir á Torfa-
læk II. Starfaði i kvenskátafélaginu Val-
kyrjan á Isafirði frá barnæsku til 1968, síð-
an starfað í Kvenfélaginu Vonin í Torfa-
lækjarhreppi, A.-Hún.
Eyjólfur Friðgeirsson. Sat SVS 1962—64■
F. 19. 11. 1944 í Reykjavík en uppalinn í
Glerárþorpi og á Akureyri. For.: Friðgeir
Hólm Eyjólfsson, f. 11. 10. 1918 í Rvík,
skipstjóri í Rvík, og Elín Auðunsdóttir, f.
2. 4. 1914 á Vatnsleysuströnd, húsmóðir.
Maki 30. 11. 1967: Bergþóra Einarsdóttir,
f. 21. 3.1944 í Þistilfirði. Börn: Þórey Elísa-
bet, f. 7. 12. 1964, Páll, f. 5. 10. 1967, Frið-
geir, f. 3. 10. 1969, Ragnheiður, f. 24. 5.
1973, Bergþóra, f. 19. 8. 1976. - Tók lands-
próf miðskóla og 1. bekk menntaskóla fyrir
SVS, stýrimannaskólapróf fiskimanna 1965,
stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akur-
118