Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Blaðsíða 80
Helgi Ingvar Elíasson. Sat SVS 19Jf2—Jf4- F.
5. 6.1921 í Reykjavík og uppalinn þar. For.:
Elías Jóhannsson, f. 3.10. 1884 í Reykjavik,
verkamaður, d. 9. 6. 1968, og Jóhanna
Kristjana Bjarnadóttir, f. 13. 11. 1887 í
Rvík, húsmóðir, d. 13. 9. 1946. Maki 1. 5.
1948: Guðrún Finnbogadóttir, f. 26. 1. 1924
í Rvík, húsmóðir. Börn: Finnbogi, f. 8. 4.
1952, tannsmiður, Guðbjörg, f. 18. 5. 1960,
nemi. — Stundaði nám í kvöldskóla KFUM
og í Iðnskóla, lauk sveinsprófi í húsgagna-
bólstrun og varð síðar meistari í þeirri iðn.
Rak húsgagnaverkstæði frá 1953—64, hef-
ur frá 15. 10. 1966 verið útibússtjóri í
Grensásútibúi Iðnaðarbanka Islands hf.
Formaður Kirkjugarðsstjórnar Reykjavík-
urprófastsdæmis. Forseti Landssambands
Gideonfélaga á Islandi.
Ingólfur Arason. Sat SVS 191f2—lflf. F. 6. 12.
1921 á Patreksfirði og uppalinn þar. For.:
Ari Jónsson, f. 9. 11. 1883 á Vattarnesi í
A.-Barð., skósmíðameistari og sjómaður,
lengst af á Patreksfirði, d. 24. 8. 1964, og
Helga Jónsdóttir, f. 10. 3. 1893 í Djúpadal
í A.-Barð., lærð saumakona og starfaði tals-
vert við það, d. 9. 5.1962. Maki 30.10.1954:
Sjöfn Ásgeirsdóttir, f. 31. 3. 1936 á Bíldu-
dal, húsmóðir. Börn: Fjóla, f. 31. 1. 1955,
við nám í félagsfræðum við Háskóla Is-
lands, Arnar, f. 14. 7. 1957, nemi og verka-
maður á Patreksfirði, Eygló, f. 11. 6. 1963,
Kristín, f. 2. 7. 1965. — Nám við Héraðs-
skólann að Núpi í Dýrafirði, Hefur stund-
að eigin verslunarrekstur á Patreksfirði
síðan 1945. Sat í yfirskattanefnd Barða-
76