Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 5
5www.virk.is STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR Vilhjálmur Egilsson formaður stjórnar VIRK Uppbygging og þróun VIRK Næsta haust eru liðin 2 ár frá því að ráðgjafar VIRK hófu markvisst að veita einstaklingum þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Þetta annað starfs- ár hjá VIRK hefur einkennst af mjög hröðum vexti og mikilli uppbyggingu bæði í þjónustu og þróun. Stöðug aukning hefur verið í aðsókn í þjónustu til ráðgjafa VIRK og sífellt bætast við nýir samstarfsaðilar á hinum ýmsu sviðum sem eykur möguleika og fjölbreytni í þjónustu. Á sama tíma fer fram mikið þróunar- og uppbyggingarstarf hjá starfsmönnum VIRK við að móta og breyta vinnuferlum í takt við aukna þekkingu og reynslu og þróa starfsemina áfram í samstarfi við atvinnurekendur, stéttarfélög og fagaðila á ýmsum sviðum – bæði hérlendis og erlendis. Starfsmenn VIRK eru nú 10 talsins í 9 stöðugildum og 27 ráðgjafar á vegum VIRK starfa hjá stéttarfélögum um allt land. Ráðgjafar VIRK Ráðgjöf á vegum VIRK fer fram í samvinnu við stéttarfélög um allt land og eru Hraður vöxtur og uppbygging á öðru starfsári VIRK Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK Bestur árangur næst hjá þeim einstaklingum sem enn hafa vinnusamband við komu til ráðgjafa.” kvæmum uppsagnarfresti. Samstarf VIRK og stéttarfélaga hefur gengið mjög vel og hafa stéttarfélög um allt land lagt sig fram um að styðja við starfið og skapa ráðgjöfum góðar vinnuaðstæður. Ráðgjöfum hefur fjölgað á undanförnum mánuðum og einnig er fyrirséð að þeim muni fjölga eitthvað á ákveðnum stöðum þar sem mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni og ráðgjafar ekki náð að anna henni. Ráðgjafar hafa mismunandi menntun og bakgrunn en flestir hafa háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda og margir eru með meistaragráðu í sínu fagi. Ráðgjafar fá auk þessa markvissa þjálfun og símenntun á sviði starfsendurhæfingar hjá VIRK. Nánari upplýsingar um ráðgjafa er að finna á síðum 12-13 og á heima- síðu sjóðsins er að finna upplýsingar um staðsetningu þeirra, félög, símanúmer og tölvupóstfang. Fræðsla fyrir ráðgjafa Ráðgjafar sækja fræðslu til VIRK einu sinni í mánuði í 1-2 daga í senn. Einnig taka þeir þátt í ýmsum ráðstefnum og ráðgjafar VIRK staðsettir hjá félögun- um þar sem þeir vinna í nánu samstarfi við sjúkrasjóði stéttarfélaganna og atvinnurekendur á sínu svæði. Í gildi eru samningar um starf/störf ráðgjafa við stéttarfélög eða samtök stéttarfélaga um allt land. Um er að ræða nokkuð ítarlega samninga þar sem ábyrgð og skyldur samningsaðila eru skilgreindar og kveðið er á um eðli þjónustunnar og greiðslur. Stéttarfélögin eða sjúkra-/styrktarsjóðir stéttarfélaganna bera ábyrgð á ráðn- ingu ráðgjafanna sem þurfa að uppfylla kröfur VIRK hvað varðar þekkingu og hæfni til að veita þá þjónustu sem skilgreind er í samningnum. VIRK sér síðan um að móta vinnureglur og verkfæri ráðgjafanna og VIRK ber ennfremur ábyrgð á fræðslu og símenntun þeirra. Öll skráning og gagnavinnsla ráðgjafanna fer fram í upplýsingakerfi VIRK og tryggt er að enginn hefur aðgang að þessum gögnum nema viðkomandi ráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK. Samningar voru upphaflega tímabundnir en hafa á þessu starfsári verið endurnýjaðir og eru nú ótímabundnir með gagn-

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.