Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 6

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 6
6 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R námskeiðum sem eru í boði og tengjast þeirra fagsviði. Fræðslan á vegum VIRK hefur þann tilgang að samræma tiltekna fagþekkingu ráðgjafa og tryggja að þeir bæði þekki og geti nýtt sér þá vinnuferla og þau verkfæri sem hafa verið þróuð hjá VIRK. Markmiðið er einnig að ráðgjafarnir séu upplýstir um nýjustu þekkingu, stefnur og strauma í starfsendurhæfingu bæði hérlendis og erlendis. Víða erlendis er starfsendurhæfing sérstakt fagsvið og háskólar víða erlendis bjóða upp á framhaldsnám á þessu sviði – oft á meistarastigi. Samstarf við NIDMAR VIRK hefur gert samning við NIDMAR (National Institute of Disability Management and Research) um notkun á 25 námskeiðum sem hafa verið þróuð hjá þeim þar sem sérstök áhersla er lögð á starfsendurhæfingu á vinnumarkaði og stuðning við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Þessi 25 námskeið eru afrakstur áratuga þróunarvinnu hjá NIDMAR og eru þau nýtt um allan heim af fyrirtækjum og stofnunum til að undirbúa ráðgjafa undir vandasamt starf á sviði starfsendurhæfingar. NIDMAR er þekkt stofnun á alþjóðavettvangi sem vinnur að því að minnka mannlegan, félagslegan og efnahagslegan kostnað vegna skertrar starfsgetu. Þetta gerir NIDMAR með því að sérhæfa sig í menntun, rannsóknum, stefnumótun og framkvæmd áætlana vegna endurkomu fólks á vinnumarkað. Nánari umfjöllun um NIDMAR er að finna hér aftar í þessu ársriti. Í vetur hefur ráðgjöfum VIRK verið boðið upp á 5 NIDMAR-námskeið og ætlunin er að ljúka öllum 25 námskeiðunum á næstu 2-3 árum. Hálfum mánuði áður en námskeiðin hefjast fá ráðgjafar sent lesefni ásamt leiðbeiningum og verkefnavinnu og eftir hvert námskeið eru verkefnaskil með námsmati. Þjónustuþættir og samstarfsaðilar Mikilvægasti þjónustuþátturinn hjá VIRK er þjónusta ráðgjafanna. Þeir halda utan um mál einstaklinga, sjá um virkni- og endurhæfingaráætlanir og leggja sig fram um að auka virkni og getu þeirra í samstarfi við einstaklinginn sjálfan og fjölmarga aðila. Þeir eru yfirleitt í samstarfi við heimilislækni eða meðhöndlandi lækni, vinnustað viðkomandi einstaklings og ýmsa aðra sérfræðinga eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni. Ef einstaklingur þarf meiri aðstoð en ráðgjafi getur veitt við að komast aftur í vinnu, þá getur hann vísað einstaklingi í ýmiss konar úrræði sem geta verið fjármögnuð af VIRK. Dæmi um slík úrræði eru sálfræðiþjónusta, sérstök aðstoð við vinnuaðlögun, ýmis þjónusta á sviði heilsueflingar, námskeið og lengri starfsendurhæfingarúrræði. VIRK hefur gert samninga við fjölda sérfræðinga á mismunandi sviðum um þessa þjónustu og fer samningum fjölgandi. Þannig er VIRK með samninga við 56 sálfræðinga um allt land auk samninga við fjölda aðila sem starfa á sviði heilsueflingar og fræðslu. Einnig eru til samningar við tilteknar starfsendurhæfingarstöðvar og unnið er að gerð fleiri slíkra samninga. Áður en ákvörðun er tekin um kaup á úrræðum er metin staða og þörf einstaklings fyrir þjónustu. Þetta mat er unnið í samvinnu ráðgjafa og viðkomandi einstaklings. Með aðstoð ráðgjafa setur viðkomandi einstaklingur sér markmið, með þátttöku í þessum úrræðum, sem tengjast endurkomu til vinnu. Þegar úrræðinu er lokið er árangur þess metinn af ráðgjafa og einstaklingi með hliðsjón af settu markmiði og niðurstaða þess mats er skráð í upplýsingakerfi VIRK. Á þann hátt er hægt að greina árangur hvers og eins úrræðis og hvers og eins úrræðaaðila. Almennt séð hafa ráðgjafar VIRK og einstaklingar sem leita til VIRK verið mjög sáttir við þau úrræði sem þeir hafa fengið og talið þau skila tilætluðum árangri. Þannig mátu ráðgjafar og einstaklingar árangur úrræða vera mikinn eða talsverðan í um 74% úrræðakaupa – sjá nánari upplýsingar í mynd 1. Hvaðan koma einstaklingarnir? Í lok febrúar 2011 hafði 1761 ein- staklingur leitað til VIRK eftir að byrjað var að veita markvissa þjónustu hjá ráðgjöfum haustið 2009. 63% af þessum hópi eru konur og 37% karlar. Aldursskiptinguna má sjá á mynd 2. Í töflu 1 hér til hægri má finna nánari upplýsingar um fjölda einstaklinga sem leitað hafa til ráðgjafa VIRK frá upphafi. Þeir einstaklingar sem hætt hafa þjónustu hjá ráðgjöfum VIRK hafa annað hvort ekki átt erindi í þjónustuna t.d. vegna þess að vinnugeta þeirra er ekki skert vegna heilsubrests, þeir hafa látist, eru of veikir eða þeir hafa ekki verið tilbúnir til að taka þátt með það að markmiði að stefna aftur 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Mikill Mynd 1 Árangur úrræða að mati ráðgjafa og eintaklinga Talsverður Nokkur Lítill Enginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.