Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 9

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 9
9www.virk.is STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR vegna þess. Í flestum tilfellum er einnig fyrirséð að fjarvistir geta orðið langar vegna heilsubrests og afleiðinga hans. Eins og áður hefur komið fram eru lang- flestir þeirra einstaklinga sem fara á örorkulífeyri við lok þjónustu hjá VIRK alvarlega veikir við komu til ráðgjafa og stór hópur þeirra sér ekki fram á að eiga afturkvæmt á vinnumarkað, en fær ýmsa aðstoð við að fóta sig í kerfinu. Gæði þjónustunnar Þjónusta ráðgjafa VIRK er dreifð um allt land og veitt í samstarfi við marga ólíka aðila. Vinnuferlum, verkfærum, fræðslu og reglum um skráningu og skráningarkerfi er þó stýrt af VIRK og hafa sérfræðingar VIRK reglulegt eftirlit með störfum ráðgjafa og annarra sérfræðinga sem starfa fyrir VIRK um allt land. Eftirlitið felst í reglulegum fundum, yfirferð mála, samþykktum á kaupum á úrræðum, yfirferð vinnuferla, úrvinnslu tölfræði og mati á árangri. Árangursmælikvarðar eru í þróun hjá VIRK og smám saman er verið að virkja fleiri og fleiri þætti sem nýtast til að fylgjast með og mæla og meta árangur þjónustunnar. Framfærsla einstaklinga er skráð bæði við upphaf og lok þjónustu og tilteknir mælikvarðar á lífsgæði og starfsgetu eru einnig skráðir við upphaf og lok. Í byrjun árs 2011 var farið af stað með þjónustukönnun sem öllum einstaklingum sem ljúka þjónustu hjá VIRK er boðið að svara. Tilgangur með henni er að fylgjast með hvernig fólk upplifir þjónustu á vegum VIRK svo að hægt sé að grípa inn í strax ef eitthvað má betur fara. Þessi þjónustukönnun er yfirleitt lögð fyrir á netinu og tryggt er að ekki sé hægt að rekja svörin til þeirra sem svara henni. Fyrstu svör úr þessari könnun eru farin að berast og er ljóst að mikil ánægja er með þjónustuna hjá þátttakendum. Þeir telja ennfremur að þjónusta VIRK aðstoði þá sérstaklega í að auka vinnugetu sína og styrkja áætlun þeirra um að komast aftur í vinnu. Nánari grein verður gerð fyrir niðurstöðum þjónustukönnunar í næsta tímariti VIRK þegar stærri hópur hefur svarað könnuninni. Þróun á starfshæfnismati Mikið var unnið í ýmsum þróunar- verkefnum á vegum VIRK á síðasta ári. Stærsta verkefnið er þróun og uppbygging á starfshæfnismati en sérfræðingar og ráðgjafar VIRK hafa í samvinnu við utanaðkomandi sérfræðinga bæði hérlendis og erlendis haldið áfram að þróa matið og aðlaga það í ljósi aukinnar þekkingar og reynslu. Starfshæfnismatið er notað hjá VIRK til að meta starfshæfni og möguleika einstaklings til starfsendurhæfingar. Starfshæfnismatið er ferli sem er skipt upp í grunnmat annars vegar, sem fer fram í samvinnu ráðgjafa og einstaklinga og sérhæft mat hins vegar, en þá eru kallaðir til fleiri sérfræðingar. Rýnihópar ráðgjafa, sérfræðinga VIRK og utanaðkomandi sérfræðinga hafa endurskoðað aðferðafræðina í grunnmati og búið er að skilgreina betur verkferla og verkfæri í sérhæfðu mati. Sérfræðingum í sérhæfðu matsteymi hefur fjölgað og nú eru starfandi slík teymi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og stefnt er að því að byggja upp slík teymi á fleiri stöðum s.s. á Austurlandi. Sérfræðingar í sérhæfðum matsteymum hafa komið að þróun matsins á sérstökum fræðslu og þróunarfundum. Ýmsar rannsóknir og prófanir hafa nú þegar verið gerðar á matinu og stefnt er að því að halda þeim áfram í samstarfi við innlenda og erlenda sérfræðinga. Sérfræðingar og ráðgjafar VIRK hafa átt mjög gott samstarf við fjölbreyttan og færan hóp sérfræðinga í þessari þróunarvinnu og það er ljóst að þessi hópur er mikilvægur fyrir þróunarstarf næstu ára. Aukið samstarf við atvinnulíf Það er mjög mikilvægt að auka samstarf við atvinnulífið um starfsendurhæfingu. Hér á landi hafa um árabil verið í boði mörg starfsendurhæfingarúrræði sem byggja fyrst og fremst á aukinni menntun og sérstökum menntunarúrræðum. Þessi úrræði geta verið mjög góður kostur fyrir ákveðna hópa en þau duga ekki til ef ætlunin er að ná betri árangri til framtíðar fyrir alla þá sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda. Mun færri starfsendurhæfingarúrræði hér á landi eru í nánum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknir og reynsla erlendis sýna það hins vegar að úrræði sem hafa beina tengingu við atvinnu á vinnumarkaði eru þau úrræði sem skila bestum árangri til framtíðar og því fyrr sem einstaklingur er í sambandi og samskiptum við vinnumarkaðinn því meiri árangur næst. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á mikilvægi þess að á vinnustöðum sé til staðar skilgreind stefna um fjarvistastjórnun og ferli um endurkomu til vinnu sem stjórnendur taka þátt í. Það er því mikil þörf fyrir fjölgun á vinnutengdum úrræðum hér á landi og aukinni samvinnu við atvinnurekendur til að efla forvarnir og auka möguleika á starfsendurhæfingu í atvinnulífinu. Þessi mál voru m.a. rædd á 50 manna vinnufundi á vegum VIRK og aðila vinnumarkaðarins í febrúar 2011 og nú er unnið að skipulagningu þróunarverkefna með fyrirtækjum og stofnunum í atvinnulífinu á þessu sviði (nánari umfjöllun um starfsendurhæfingu í atvinnulífinu og vinnustofuna má finna aftar í þessu riti). Hjá VIRK hafa einnig verið skoðaðir ýmsir kostir vegna aukinnar atvinnutengingar Laun á vinnumarkaði 90% Sjúkrasjóður stéttarfélags 71% Endurhæfingarlífeyrir 50% Örorkulífeyrir 17% Staða við komu til ráðgjafa Stöðugildi með vinnugetu við lok ráðgjafar Tafla 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.