Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 30
30 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð Lítill sveigjanleiki Algengt er að einstaklingar með slit- eða vefjagigt komi til mín en það getur verið fólk á ýmsum aldri, allt frá 25 ára og upp í fimmtugt. Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með gigtargreiningu og þetta er stór vandi í þjóðfélaginu. Auk þess sem gigt er lífsgæðaskerðing fyrir viðkomandi einstakling. Það er hins vegar auðvelt að grípa mjög snemma inn í ferlið hjá þessu fólki og aðlaga starf þess að sjúkdómsgreiningu. Meðal annars er hægt að breyta vinnutímanum þannig að fólk þurfi ekki að detta út af vinnumarkaði. Að halda fólki í tengslum við vinnustað sinn skiptir miklu máli.“ - Hafa vinnuveitendur tekið því vel ef breyta þarf vinnuaðstöðu eða vinnutíma? „Það er kannski það erfiðasta í ferlinu. Þegar vinnuveitandi þekkir starfsmann sinn vel getur verið auðvelt að finna heppilegar leiðir fyrir hann. Ef viðkomandi einstaklingur er dottinn úr vinnu „Við gerum stöðumat á þeim einstaklingum sem vísað er til okkur frá VIRK og reynum að finna út hvernig sjúkdómurinn truflar fólk í lífi og daglegu starfi. Það eru helst gigtarsjúklingar sem koma til mín. Til dæmis fólk sem þarf aðstoð með vinnuaðstöðuna, hvernig það á að bera sig að við vinnu sína. Í mörgum tilfellum er fólk enn á launaskrá en hefur verið í veikindaleyfi. Sumir eru dottnir úr vinnu en vilja komast aftur inn á vinnumarkaðinn,“ segir Sigríður Sveinsdóttir þegar hún er spurð um helstu ástæðu þess að sjúklingar komi til hennar. „Aðstoð okkar felst oft í að aðlaga vinnuaðstöðu fyrir viðkomandi til að létta honum vinnuna, stilla stóla, borð eða tölvuskjái. Eins getur þurft að skoða aðstöðu heima hjá fólki. Aðstoðin felst einnig í því að skoða með viðkomandi heppilegar spelkur eða önnur hjálpartæki sem auðvelda honum að sinna daglegum verkum. Stundum þarf hitameðferð eða æfingar og ráðgjöf. Meðferðin er því einstaklingsmiðuð því misjafnt er hvað amar að fólki. Tengsl við vinnustað skipta máli Sigurborg Sveinsdóttir iðjuþjálfi Sigurborg Sveinsdóttir er iðjuþjálfi hjá Gigtarfélagi Íslands. Margir Íslendingar þjást af margvíslegum gigtarsjúkdómum sem hafa áhrif á starfshæfni þeirra. Sem betur fer er ýmislegt hægt að gera til að hjálpa þessum einstaklingum.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.