Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 32
32 www.virk.is
VE
LF
E
R
Ð
A
R
K
E
R
FI
Ð
Mikill meirihluti þátttakenda í SN eru örorku-/
endurhæfingarlífeyrisþegar. Hjá SN hefur
frá upphafi verið lögð sérstök áhersla á
starfsendurhæfingu öryrkja og þverfaglega
samvinnu, samstarf aðila í nærsamfélaginu
og virka þátttöku einstaklinganna sem sækja
starfsendurhæfinguna. Þessar áherslur, vinnu-
aðferðir og skuldbinding stofnaðila koma fram í
skipulagsskrá SN og endurspeglast í frásögnum
stofnenda SN (Halldór S. Guðmundsson o.fl.,
2011; Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 2006).
Á síðasta áratug var töluverð umræða um
áherslur í stefnumótun um starfsendurhæfingu
hér á landi. Málþing, ráðstefnur, starfshópar og
nefndir unnu með málefnið, skiluðu skýrslum og
tillögum um að auka samhæfingu og heildaryfir-
sýn, fjölbreytni úrræða og aukið fjármagn.
Á tímabilinu frá 2005-2009 voru stofnsettar
allnokkrar svæðisbundnar starfsendurhæfingar.
Úrræðum í starfsendurhæfingu hefur fjölgað á
Áhrif starfsendurhæfingar
á fátækt, félagslega einangrun og virkni
Rannsókn
Rannsóknin byggist á greiningu á niðurstöðum
skimunarlista sem þátttakendur fylltu út
í upphafi og við lok starfsendurhæfingar
6-18 mánuðum síðar. Einnig var lagður fyrir
sérstakur spurningalisti um stöðu þátttakenda,
tíma í endurhæfingu, tekjur, einangrun
og virkni. Jafnframt voru tekin viðtöl við
þátttakendur, starfsmenn og stjórn SN (Halldór
S. Guðmundsson, Atli Hafþórsson, Bryndís Elfa
Valdemarsdóttir, Kristján M. Magnússon og
Guðný Björk Eydal, 2011).
Starfsendurhæfing Norðurlands hóf starfsemi
á Húsavík árið 2003 og hóf síðan starfsemi á
Akureyri 2006. Starfsaðferðir SN hafa orðið
öðrum starfsendurhæfingarmiðstöðvum hér
á landi fyrirmynd á síðustu 2-3 árum (t.d.
í Hafnarfirði, Egilsstöðum, Reykjanesbæ
og Ísafirði) og SN hefur einnig tekið þátt í
þróunarverkefninu „Social Return ToI“ á vegum
Leonardo-áætlunar Evrópusambandsins.
Höfundar:
Halldór S. Guðmundsson lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Atli Hafþórsson þjóðfélagsfræðingur
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir stjórnsýslufræðingur
Kristján Már Magnússon sálfræðingur hjá Reyni ráðgjafastofu á Akureyri
Guðný Björk Eydal prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Í greininni er lýst helstu niðurstöðum rannsóknar frá árinu 2010 á áhrifum
starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og
virkni þátttakenda hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands (SN).