Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 38
38 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð í starfsendurhæfingunni hjá SN er nám. Þrátt fyrir að ætla megi að meirihluti þátttakenda eigi að baki erfiða/brotna skólagöngu meta þeir aðlögun í námi betri eftir starfsendurhæfingartímabilið en fyrir. Það kann að auðvelda þeim að stunda nám í framtíðinni sem er mikilvægt í ljósi þess að margir þátttakenda hyggja á nám í kjölfar starfsendurhæfingar. Vart var óvissu og kvíða þátttak- enda í tengslum við lok starfsendur- hæfingartímabilsins og er það tengt væntanlegu rofi á tengslum við starfsendurhæfinguna, ráðgjafa hennar og félagahópinn. Þessi ótti er þekktur meðal starfsmanna SN og hefur einnig komið fram í öðrum rannsóknum eins og rakið er í rannsóknaryfirliti V. Helgu Valgeirsdóttir (2010). Þetta gefur tilefni til að velta upp spurningum um tímalengd starfsendurhæfingar og mikilvægi eftirfylgdar. Ljóst er að notendahópurinn er í veikri stöðu í upphafi og býr við verulegan vanda sem skerðir innri og ytri styrkleika, sem svo eflast í starfsendurhæfingunni. Óvíst er hvort sá tími sem starfsendurhæfingin varir, tryggi í öllum tilvikum varanleika á breytingunni. Einnig kann hér að vera á ferð óvissa eða ógn sem tengist brottfalli tekna (endurhæfingarlífeyris) og aukinni ábyrgð á eigin tekjuöflun. Mikilvægur þáttur í markmiðum og árangri SN er valdeflingin sem felst í að notendur taka allir þátt í undirbúningi og ákvörðun um að sækja starfsendurhæfinguna. Þeir hafa tekið þátt í gerð endurhæfingaráætlunar sinnar og þeir lýsa góðri samvinnu við ráðgjafana. Samvinnan bendir til að væntingar og vitneskja þátttakenda um ferlið í heild sé meðvirkandi þáttur í áhrifum starfsendurhæfingar SN (V. Helga Valgeirsdóttir, 2010). Í þessu sambandi vakna líka spurningar um mikilvægi fyrirmynda, tengslamyndunar og heildrænnar þjónustu í nærsam- félaginu, þegar unnið er með viðkvæma einstaklinga og hópa. Í þessari rannsókn var ekki unnin sérstök athugun á samfélagslegum ávinningi af starfsendurhæfingu. Erlendar rannsóknir og tillögur hér á landi, benda allar til einstaklingsbundins og samfélagslegs ávinnings af starfsendurhæfingu, hvort sem reiknað er út frá kostnaðarhlið eða ábata (Guðrún Hannesdóttir, 2010; V. Helga Valgeirsdóttir, 2010; Heilbrigðisráðuneytið, 2005; Waddell, Burton og Kendall, 2008). Núverandi atvinnuleysi á Íslandi og aukið langtímaatvinnuleysi vekur upp spurningar um hvort samsetning skjólstæðingahóps SN og annarra starfsendurhæfinga á landinu muni breytast í náinni framtíð. Líkindi eru til að svo verði og að körlum muni fjölga. Þá þurfa starfsendurhæfingar líklega að takast á við meiri hegðunarerfiðleika einstaklinga, en verið hefur í hópi þátttakenda til þessa. Fari svo mun þurfa að huga sérstaklega að brottfalli og leiðum til að sporna gegn því. Starfsendurhæfingar kunna að verða það úrræði sem getur markvisst unnið gegn nýrri „bylgju“ nýskráningar örorku í kjölfar langtímaatvinnuleysis. Í þessu samhengi má einnig velta því upp hvort aukning starfsendurhæfingarúrræða á síðasta áratug, hafi nú þegar náð að verða einskonar „öldubrjótur“ í nýskráningu örorku í kjölfar atvinnuleysis. Líklegt er að niðurstöður þessarar rann- sóknar eigi við um aðra þátttakendur í starfsendurhæfingu sem byggja á sama grunni og SN. Rannsóknin hefur vakið upp spurningar um þátt fyrirmynda, tengslamyndunar og hlutverks ráðgjafa í árangri SN. Jafnframt hafa vaknað upp spurningar um hvað það er í starfsemi SN, einstök námskeið eða hópa- eða einstaklingsstarf, sem skilar meiri eða minni árangri. Það vekur athygli að úrræði sem hefur í boði almennt tilboð um einstaklingsmiðaða endurhæfingu nái svo almennum árangri þátttakenda sem eiga við ólíka erfiðleika að etja og hafa ólíkar þarfir. Hér er tilefni til frekari rannsókna á áhrifum einstakra þátta innan starfsendurhæfingar sem og langtímaáhrifum. Þakkir Starfsfólki og stjórn Starfsendurhæfingar Norðurlands er þökkuð veitt aðstoð við framkvæmd rannsóknarinnar. Velferðar- ráðuneytinu f.h. Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun og VIRK, Starfsendurhæfingarsjóði er þakkaður fjárhagslegur stuðningur. Þátttakendum í rannsókninni er þakkað sérstaklega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.