Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 42
42 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Þeim finnst það einnig mikill léttir að í ferlinu sé hugað markvisst að tengslum við vinnustað og endurkomu til vinnu. Það er nefnilega staðreynd að í langri fjarveru missir einstaklingurinn oft öll tengsl við vinnustaðinn og hefur síðan miklar áhyggjur af óvissu er skapast í tengslum við möguleika hans á endur- komu til vinnu. Það er líka staðreynd að því lengur sem fólk er frá vinnu þeim mun meiri líkur eru á að það verði ekki þátttakandur á vinnumarkaði til framtíðar. Samvinna og ábyrgð Hér þarf því að tengja saman ábyrgð þeirra sem sjá um framfærslugreiðslur til einstaklinga, einstaklinganna sjálfra, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem sjá um þjónustu á sviði starfsendurhæf- ingar. Að bata- og uppbyggingarferli einstaklings koma fjölmargir aðilar og allir þurfa þeir að vinna saman og hafa það að meginmarkmiði að auka getu fólks til sjálfstæðis og virkrar þátttöku á vinnumarkaði. Það nægir ekki að einblína á orsakir og afleiðingar sjúkdóma eða slysa eins og áherslan er oft innan heilbrigðiskerfisins heldur þarf líka að finna leiðir til aukinnar vinnugetu þrátt fyrir tilvist sjúkdóma eða afleiðingar slysa. Ábyrgð og framfærslugreiðslur Þeir sem bera ábyrgð á fram- færslugreiðslum til einstaklinga í langri fjarveru vegna veikinda eða slysa eru oft einu aðilarnir utan heilbrigðiskerfis, vina og ættingja sem hafa vitneskju um heilsubrest og stöðu einstaklingsins. Þessir framfærsluaðilar hafa auk þess sömu hagsmuni og einstaklingurinn varðandi aukna vinnugetu hans til framtíðar. Þeirra viðbrögð geta því skipt öllu máli varðandi möguleika á að koma snemma að málum og ná þannig góðum árangri í starfsendurhæfingu. Það er því engin tilviljun að í flestum vestrænum ríkjum eru það framfærsluaðilar sem bera ábyrgð á að einstaklingur fái viðunandi starfsendurhæfingu. Hverjir þessir framfærsluaðilar eru er hins vegar mismunandi eftir löndum. Á Norður- löndunum eru þetta oft opinberir aðilar, því hið opinbera byrjar oft að greiða bætur í veikindum eftir aðeins nokkurra daga eða vikna fjarveru starfsmanna vegna veikinda. Í Þýskalandi, í Banda- ríkjunum og víðar eru þetta trygginga- félög þar sem atvinnurekendur í þessum löndum kaupa tryggingar vegna veikindagreiðslna til starfsmanna sinna og því hafa tryggingafélög mikla hags- muni af því að tryggja einstaklingum skjóta starfsendurhæfingu við hæfi. Hér á landi eru það hins vegar atvinnu- rekendur og sjúkrasjóðir stéttarfélaga sem bera ábyrgð á launa- og bóta- greiðslum til starfsmanna fyrstu mánuðina í veikindum og í allt að tveimur árum. Hlutur aðila vinnumarkaðarins í launa- og bótagreiðslum til þeirra sem veikjast eða slasast er þannig um 80% á meðan hlutur Tryggingastofnunar ríkisins er um 20% ef miðað er við fyrstu fimm árin*. Veikindaréttur hjá atvinnurekenda er langur hér á landi samanborið við mörg önnur lönd eða í allt að 6 mánuði á almennum vinnumarkaði og í allt að 12 mánuði hjá opinberum starfsmönnum og síðan taka við *Skýrsla Talnakönnunar fyrir aðila vinnumarkaðarins frá júlí 2007.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.