Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 46

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 46
46 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Eitt af hlutverkum Starfsendurhæfingar- sjóðs er að hafa áhrif á viðhorf og athafnir í samfélaginu og stuðla að aukinni virkni starfsmanna. Skilgreind framtíðarsýn og stefna Starfsendurhæfingarsjóðs vegna starfsendurhæfingar á vinnustöðum markar leið að þeirri viðhorfsbreytingu sem þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi, til varnar því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna örorku. VIRK hefur mótað eftirfarandi framtíðarsýn vegna starfsendurhæfingar á vinnustöðum. Hún felst í að: Vinnustaðir á Íslandi hafi sem • hluta af sinni starfsmannastefnu áherslu á forvarnir, fjarvistastjórnun og viðbrögð við skammtíma- og langtímafjarvistum vegna veikinda og slysa. Stefna, athafnir og viðhorf á • vinnustöðum stuðli að eflingu starfsendurhæfingar og aukinni virkni einstaklinga með skerta starfsgetu. Viðhorf á vinnustöðum séu þannig að • gert sé ráð fyrir að allir hafi hlutverk í atvinnulífinu þrátt fyrir skerta starfsgetu af ólíkum ástæðum. Tilgangur með starfsendurhæfingu á vinnustöðum er að einstaklingar hafi möguleika á að meta starfsgetu sína miðað við starfslýsingu og þær kröfur sem gerðar eru til starfsins. Markmið einstaklingsins getur einnig verið að þjálfa sig í þeirri starfsgrein sem fyrirtækið starfar innan og er það þá liður í starfsendurhæfingarferlinu til að auka möguleika hans á farsælli atvinnuþátttöku. Stjórnun starfsmannamála Starfsmannastefna eða mannauðsstefna er lifandi leiðarvísir um hvernig stjórnun starfsmannamála og starfsumhverfis skuli háttað. Hún lýsir viðhorfum vinnustaðarins og áherslum varðandi starfsmannamálin, meðal annars ráðningarferli, starfsþróun, gildum og samskiptaferlum, vinnuaðstæðum og heildarmenningu vinnustaðarins. Heilsu – og vinnuverndarstefna getur verið liður í mannauðsstefnu fyrirtækja. Þá er lögð áhersla á heilsu og velferð starfsmanna og kröfur um öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í slíkum stefnum sem Mannauðsstjórnun og forvarnir á vinnustað Svava Jónsdóttir sérfræðingur hjá VIRK hafa forvarnargildi er oftast lögð áhersla á heilsueflingu starfsmanna og hvatningu og aðgerðir sem atvinnurekendur bjóða upp á til að viðhalda og efla heilsu starfsmanna sinna. Stefna fyrirtækja í vinnuumhverfismálum eða vinnuverndarstefna er oftast liður í að mæta lagalegum kröfum og viðmiðum. Vinnuverndarlögin gera kröfur um öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi þar sem áhættuþættir starfa eru metnir og innleiddar eru aðgerðir eða ferlar á vinnustöðum til að fyrirbyggja hættur og afleiðingar þeirra. Markmið vinnuverndarlaganna (lög 46/1980) er að: „tryggja öruggt og heilsusamlegt • starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu.“ „tryggja skilyrði fyrir því, að innan • vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvanda- mál, í samræmi við gildandi lög og reglur, í samræmi við ráðleggingar aðila vinnumarkaðarins og í sam- ræmi við ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins.“ Mannauðsstefna og forvarnir á vinnustað stuðla að góðu vinnuumhverfi og velferð starfsmanna.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.