Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 47
47www.virk.is
ATVINNULÍF
Því má segja að það skipulag og sú
menning sem skapast á vinnustöðum
segi til um viðhorf til heilsu og velferðar
og þar með viðhorf til fjarvista. Á sumum
vinnustöðum viðgengst mikil fjarvera
vegna veikinda og á öðrum, jafnvel
sambærilegum vinnustöðum, eru
fjarvistir starfsmanna litlar sem engar.
Stjórnun fjarvista fjallar því um viðhorf
og menningu á vinnustað, hvernig hægt
er að hafa áhrif á þessa þætti og stjórna
þeim.
Fjarvistastefna
Stefna vegna fjarvista starfsmanna og
endurkomu til vinnu eftir veikindi eða
slys er yfirleitt ekki tilgreind sérstaklega
hjá íslenskum fyrirtækjum, hvorki sem
liður í mannauðstefnu, né heilsu- og
vinnuverndarstefnu þeirra. Samt sem
áður geta verið til skilgreind ferli sem
ber að fylgja ef um miklar fjarvistir
er að ræða sérstaklega hjá stærri
fyrirtækjum. Algengast er að slík ferli
vísi starfsmanni til trúnaðarlæknis
fyrirtækisins, læknis viðkomandi eða
í ráðgjöf þar sem atvinnurekandi
kaupir þjónustu hjá sérfræðingum eða
þjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á
ráðgjöf og fjarvistaskráningu.
Í fyrirtækjum og stofnunum sem hafa
stefnu og skilgreinda ferla varðandi
fjarvistastjórnun og heilsuvernd er líklegra
að starfsmenn séu upplýstir um viðhorf
til veikindafjarvista og þau viðmið sem
fyrirtækið setur vegna þeirra. Líklegra
er að stjórnendur leggi aukna áherslu á
heilsu og velferð starfsmanna, veiti þeim
stuðning í veikindum og endurkomu til
vinnu eftir veikindi eða slys. Ef upp koma
vandamál sem tengjast fjarvistum eiga
stjórnendur auðveldara með að taka á
þeim ef skilgreindir ferlar og viðmið eru
til staðar sem allir þekkja.
Stefnumótum fyrirtækja og stofnana
er liður í góðum stjórnunarháttum og
skilar árangri bæði fyrir starfsemina
og starfsmennina. Danska atvinnu-
málaráðuneytið og Samtök atvinnu-
rekenda þar í landi hleyptu árið
2006 af stokkunum átaki til að fækka
veikindafjarvistum starfsmanna. Var
það liður í stefnumótun stjórnvalda til
að minnka kostnað í velferðarkerfinu og
minnka nýgengi örorku. Átakið beindist
að stjórnun á vinnustöðum þar sem
reynslan sýnir að þátttaka stjórnenda
í að fækka veikindafjarvistum skilar
árangri. Veikindafjarvistir eru ekki
einkamál starfsmanna heldur mál sem
varða allan vinnustaðinn. Með opinni
umræðu og sameiginlegu átaki er hægt
að hafa áhrif á veikindafjarvistir og þar
með vinnustaðamóralinn (Behandling av
sygefravær 2006).
Tíðni veikindafjarvista
á Íslandi
Samkvæmt gagnasafni þjónustufyrir-
tækja sem halda utan um skráningu
fjarvista hjá mörgum íslenskum
fyrirtækjum er meðaltal fjarvistadaga á ári
um 9 dagar eða um 3,8 – 4% vinnudaga
á ári síðastliðin ár. Hlutfall fjarvista hefur
reyndar lækkað aðeins á síðasta ári
eða farið niður í 3,7% á árinu 2010 á
sama tíma og atvinnuleysi hefur verið í
sögulegu hámarki. Margar rannsóknir
hafa sýnt fram á að samband sé á milli
atvinnuleysis og veikindafjarvista, þannig
að tíðni veikindafjarvista er oftast há
þegar lítið atvinnuleysi er og því er öfugt
farið þegar mikið atvinnuleysi er.
Vegna sjúkdóma 34%
Aðrar ástæður 66%
• Vegna fjölskyldumála 22%
• Vegna einkaerinda 18%
• Vegna streitu og álags 13%
• Talsmenn töldu sig eiga rétt á veikindaleyfi 13%
Tafla 1. Helstu ástæður veikindafjarvista, könnun í USA 2007
Helstu ástæður
veikindafjarvista
Ástæður veikindafjarvista geta verið
margvíslegar og ekki eingöngu tengdar
heilsufari og líðan. Starfsánægja, viðhorf
á vinnustað til veikinda og til stjórnunar
geta haft áhrif á það hvort starfsmenn
skrá sig veika eða komi til vinnu
þrátt fyrir slappleika. Réttindi fólks til
veikindafjarvista og greiðslna í veikindum,
félagsleg staða, hvort fólk vinnur hjá því
opinbera eða á almennum vinnumarkaði,
viðhorf og gildi samfélagsins hafa einnig
mikil áhrif á tíðni veikindafjarvista.
Í töflu 1 má finna upplýsingar um helstu
ástæður veikindafjarvista miðað við
könnun sem gerð var í Bandaríkjunum
árið 2007 (Sukanya Mitra, 2008), þar
kemur fram að fjarvistir vegna sjúkdóma
voru 34% en aðrar ástæður fyrir
fjarvistum voru vegna fjölskyldumála,
einkaerinda, streitu og álags og að
starfsmenn töldu sig hreinlega eiga rétt á
að taka út veikindaleyfi sitt. Á þessu má
sjá að starfsmenn eiga greinilega oft erfitt
með að samþætta vinnu og einkalíf.
Fjarvistir vegna geðrænna kvilla
og geðsjúkdóma hafa aukist og þá
sérstaklega skammtímafjarvistir en talið
er að um 25% starfsmanna í Evrópu
hafi veruleg óþægindi af vinnutengdum
geð- og streitueinkennum ár hvert.
Starfsmenn mæta oft til vinnu þrátt fyrir
veikindi eða vanlíðan og erfitt getur verið
að meta áhrif veikinda á framleiðni og þá
sérstaklega áhrif geðsjúkdóma þar sem
veikir starfsmenn mæta oft til vinnu en
afköst þeirra eru verulega skert (Kristinn
Tómasson, 2006).
Fram kemur á heimsíðu Vinnueftirlitsins
að 27% einstaklinga telja sig búa við of
mikla streitu tengda vinnunni á Íslandi
og allt að fjórðung veikindafjarvista sem
vara í tvær vikur eða meira má rekja til of
mikils álags.
Einstaklingar sem hafa komið í þjónustu
hjá ráðgjöfum í starfsendurhæfingu á
vegum VIRK telja í 42 % tilvika að starf sitt