Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 49
49www.virk.is
ATVINNULÍF
þann kostnað sem af því hlýst með
bættu vinnuumhverfi. Mörg dönsk
fyrirtæki grípa til ýmissa fyrirbyggjandi
aðgerða vegna fjarvista á vinnustað.
Fyrirbyggjandi aðgerðir eru venjulega
hluti af almennri starfsmannastefnu
og eru ekki skilgreindar sérstaklega
sem stefna varðandi veikindafjarvistir.
Algengast er að gripið sé til aðgerða
vegna fjarvistavandamála til að fyrir-
byggja áframhaldandi vanda. Liður í
fjarvistastjórnun getur verið stuðningur
við einstakan starfsmann og hefur yfir-
leitt þann tilgang að draga úr fjarvistum
hans svo hann geti haldið áfram starfi
hjá fyrirtækinu.
Á síðu Starfsendurhæfingarsjóðs, www.
virk.is, eru fróðlegar greinar og góðar
leiðbeiningar um stefnumótun og leiðir
í fjarvistastjórnun og endurkomu til
vinnu eftir veikindi og slys. Þar er áhersla
lögð á að fyrirtæki móti sér fjarvistastefnu
þar sem viðmið og vinnuferlar eru skil-
greindir og tekið er á því hver á að
gera hvað, hvenær, í hvaða tilgangi og
hvernig.
Markmið með fjarvistastefnu geta verið
margþætt og má þar nefna eftirfarandi:
Að standa vörð um heilsu •
starfsmanna og tryggja það að
aðstæður í vinnu og vinnuumhverfi
séu heilsusamlegar
Að stuðla að farsælli endurkomu til •
vinnu eftir veikindi eða slys
Að mótuð séu skýr og þekkt •
ferli um viðbrögð við fjarvistum
starfsmanna til að tryggja
samræmingu og viðeigandi viðbrögð
Að vera leiðbeinandi og móta •
lausnarmiðuð viðhorf starfsmanna
og stjórnenda til viðbragða vegna
fjarvista og endurkomu til vinnu eftir
veikindi og slys
Að tryggja það að vinnustaðurinn •
komi til móts við einstaklinga
með skerta starfsgetu þrátt fyrir
minniháttar veikindi, algengan
heilsuvanda og/eða langvarandi
einkenni
Stjórnendur gegna lykilhlutverki varð-
andi stjórnun og meðferð fjarvista, en
mikilvægt er að starfsmenn þekki stefnu
vinnustaðarins og þau viðmið sem unnið
er eftir. Til að ná sem bestum árangri í
fjarvistastjórnun er mikilvægt að hafa
gott samtarf og skilning milli stjórnenda
og starfsmanna á vinnustaðnum, auk
þess er mjög mikilvægt að stéttarfélög,
læknar og aðrir fagaðilar taki virkan þátt í
ferli fjarvistastjórnunar og endurkomu til
vinnu eftir veikindi og slys.
Fjarvistastjórnun – felur meðal annars í sér:
Viðhorf og viðbrögð við •
veikindafjarvistum
Tilkynningu og skráningu fjarvista•
Fræðslu og upplýsingagjöf til •
starfsmanna og stjórnenda
Fjarvistasamtal•
Umbætur á vinnuumhverfi og •
vinnufyrirkomulagi
Áætlun um endurkomu til vinnu •
eftir veikindi og slys
Þar sem fjarvistastjórnun er sjálfsagður
þáttur í mannauðstjórnun fyrirtækis ætti
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Að
þu
rfa
að
ly
fta
þu
ng
u
Þa
ð a
ð k
rjú
pa
eð
a b
og
ra
Vi
nn
a m
eð
ha
nd
leg
gin
a b
ein
t f
ra
m
eð
a u
pp
Ge
ra
ná
kv
æm
ar
hr
ey
fin
ga
r m
eð
hö
nd
un
um
La
ng
va
ra
nd
i s
töð
ur
Fa
nn
st
þa
ð l
íka
ml
eg
a e
rfi
tt
Mi
kla
r s
töð
ur
Ge
ra
sö
mu
hr
ey
fin
ga
r o
ft
á m
ínú
tu
Ve
ra
le
ng
i í
sö
mu
vi
nn
us
tel
lin
gu
nn
i
Mynd 2
Hvað var/er líkamlega erfitt við starf þitt?
21%
15%
12% 12% 11% 11%
9%
8%
1%