Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 57

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 57
57www.virk.is ATVINNULÍF að vinna gegn neikvæðum afleiðingum veikinda eru notaðar aðferðir sem hafa verið þrautreyndar og mælt er með við áætlanir um endurkomu til vinnu. Endurkoma til vinnu krefst samhæfingar starfsmannsins, stjórnenda á vinnustað, ráðgjafa í starfsendurhæfingu, meðferð- araðila í heilbrigðiskerfinu, þeirra sem greiða framfærslu og annarra hags- munaaðila. Þættir á vinnustað sem hafa áhrif á endurkomu til vinnu Þegar horft er til hlutverks vinnustaðarins í endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys sýna margar rannsóknir hvað er sameiginlegt með vinnustöðum sem ná góðum árangri í starfsendurhæfingu og endurkomu til vinnu (Shrey, 2006). Þessir þættir eru meðal annarra: Samstarf milli atvinnurekenda og starfsmanna/stéttarfélaga. Snemmtæk íhlutun og áætlun um endurkomu til vinnu eins fljótt og auðið er. Fjölfagleg samvinna. Endurhæfingarráðgjafi sem stýrir ferlinu. Vinnuvernd og forvarnir á vinnustað. Fræðsla og þátttaka stjórnenda og starfsmanna. Notkun á gagnreyndum úrræðum og aðferðum bæði á vinnustað og í samfélaginu. Mannauðsstefna fyrirtækis og skilgreindar leiðir sem auðvelda aðlögun í starfi og vinnuaðstöðu. Kerfi sem tryggir að allir axli ábyrgð. Upplýsingakerfi til að hægt sé að meta árangur. Grundvallarmarkmiðið er að auðvelda fólki skjóta og örugga endurkomu til vinnu, enda er vinnan mikilvægur þáttur í því að ná aftur starfsþreki eftir veikindi. Menning fyrirtækisins, stuðningur stjórnenda og skýrir verkferlar varðandi endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys geta haft afgerandi áhrif á hversu auðvelt er að fara aftur til vinnu þrátt fyrir heilsufarsleg óþægindi eða einkenni (Reijenga 2006). Stjórnendur gegna lykilhlutverki í að auðvelda starfsfólki endurkomu til vinnu en aðrir aðilar, svo sem læknar, stéttarfélög og velferðarkerfið allt, þurfa að taka virkan þátt í ferlinu eftir því sem við á. Í rannsókn Tompa (2008) kom í ljós að leiðir, sem voru bæði árangursríkar og fjárhagslega hagkvæmar, fólu í sér að: Vinnustaður hafði fljótt samband við starfsmanninn. Starfsmaðurinn fékk boð um vinnuaðlögun. Vinnustaður og heilbrigðiskerfi (meðferðaraðili/læknir) höfðu með sér samvinnu. Vinnuvistfræðilegt mat fór fram á vinnustað starfsmannsins. Raunhæf áætlun var gerð um endurkomu til vinnu. Traust og velvilji eru grundvallarþættir í árangursríkri endurkomu til vinnu auk þess að vinna gegn félagslegum og samskiptalegum hindrunum. Íslensk fyrirtæki virðast almennt ekki hafa mótaða stefnu né skipulögð vinnuferli til að auðvelda starfsmönnum endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. Í raun ætti þetta að vera hluti af mannauðsstefnu hvers fyrirtækis. Vinnutengd starfsendurhæfing Á undanförnum árum hefur gagnrýni á stofnanatengda starfsendurhæfingu án tenginga við vinnumarkaðinn vaxið og æ fleiri rannsóknir sýna að því fyrr sem eintaklingur er tengdur við vinnu og vinnustað því meiri líkur eru á að hann snúi aftur til vinnu. Mat á starfshæfni, sem fer eingöngu fram á stofnun eða í hermiumhverfi, eykur ekki mikið líkurnar á að starfsmaðurinn komi aftur til vinnu (Gross og Battié, 2005). Starfsendurhæfing er ferli sem starfs- mönnum með skerta starfsgetu vegna veikinda eða slysa er boðið að taka þátt í svo að þeir geti komið aftur í vinnu eða verið áfram í vinnu. Vinnutengd starfsendurhæfing fer að mestu fram á vinnustaðnum. Hún felst í skipulagðri endurkomu til vinnu með stuðningi við einstaklinga og þeirri aðlögun sem þarf til að auðvelda einstaklingnum að yfirvinna hindranir gegn því að hann komist aftur til starfa. Hún getur falist í að starfsmaðurinn eigi kost á hlutastarfi, breyttum vinnutíma, breyttu vinnuumhverfi eða starfsskyld- um í ákveðinn tíma, auk annarra úrræða, sem sækja þarf út fyrir vinnustaðinn. Slíkar aðgerðir auka líkur starfsmannsins á að halda vinnu sinni og launum þrátt fyrir langtímaveikindi eða slys. Fjöldi rannsókna bendir til félagslegs og fjárhagslegs ávinnings slíkra aðgerða, jákvæðra áhrifa á starfsfólk og framleiðni og kostnað fyrirtækisins, af því að slíkar aðgerðir stytta þann tíma sem fólk er frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Vinnutengd úrræði Í starfsendurhæfingu á vinnustað er mikilvægt að samræma kröfur sem gerðar eru til einstaklingsins í vinnunni, við getu hans og finna leiðir til að aðlaga vinnuna þannig að hún henti honum. Aðferðir við að gera þetta geta meðal annars falist í vinnugreiningu (job analysis) og vinnumátun (job matching). Vinnugreining getur bæði falist í hlut- lægum mælingum og huglægum lýsingum á starfi og starfsgetu. Vinnugreining krefst þess að sá sem hana gerir greini og lýsi í smáatriðum þeim kröfum, skyldum og viðurkenningum sem krafist er í starfinu auk þess að áætla hlutfallslegt vægi hvers þáttar (Blackwell o.fl., 1992; Hursh, 1995). Í sambandi við endurkomu til vinnu er tilgangur vinnugreiningar sá að fá upplýsingar sem nýtast við að samræma getu starfsmannsins við kröfur starfsins til að tryggja að starfsmaðurinn geti leyst verkefni sín án þess að auka áhættu hans. Vinnuaðlögun felur meðal annars í sér, tímabundið eða til lengri tíma að: Aðlaga vinnutíma, álag eða áreiti hjá starfsmanni sem þjáist af streitu. Aðlaga umhverfi, svo sem rennu fyrir hjólastól svo að starfsmaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.