Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 58

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 58
58 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF komist á vinnustöð sína. Útvega starfsmanni hækkanlegt skrifborð eða stól. Stytta vinnutíma eða breyta verkefnum. Fá aðstoð hjá öðrum við að lyfta eða ýta ef slíkt veldur erfiðleikum. Auka vinnuálag smám saman eftir því sem heilsa og þrek starfsmannsins leyfir. Önnur vinnutengd úrræði geta meðal annars verið fólgin í vinnuþjálfun, vinnuprófun, tengilið á vinnustað og atvinnu með stuðningi. Það er mikilvægt að inn í endurkomuferlið sé byggt stöðugt endurmat til að fyrirbyggja vandamál og tryggja eðlilega framför (NIDMAR, 2009). Almennt má segja að skortur sé á vinnutengdum úrræðum hér á landi og einnig á atvinnurekendum sem eru tilbúnir að taka einstaklinga með skerta starfsgetu í vinnu annaðhvort tímabundið eða til langframa. Lokamarkmiðið með vinnutengdri starfsendurhæfingu er alltaf að gera starfsmanninum kleift að vera virkur á vinnumarkaði, sinna sínu starfi og vera sjálfbjarga um eigin framfærslu. Hvað hefur forspárgildi um endurkomu til vinnu? Du Bois og Donceel (2008) rannsökuðu hvaða þættir hefðu forspárgildi um endurkomu til vinnu hjá fólki sem var frá vinnu vegna bakverkja. Niðurstaðan var sú að líkur á að einstaklingurinn kæmi ekki aftur til vinnu innan þriggja mánaða frá upphafi veikindafjarvistar tengdust spá hans sjálfs um endurkomu til vinnu, verkjum hans og áhrifum þeirra á daglega virkni. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að þróun langvinnra verkja og örorku tengist meira einstaklingnum sjálfum og sálrænum þáttum vinnunnar en líkamlegum eða klínískum þáttum (Boersma, 2005). Trú einstaklinga á að vinnan orsaki t.d. verki í mjóbaki og mat þeirra á að þeir geti ekki farið aftur í vinnu hafa mikilvægt forspárgildi um endurkomu þeirra til vinnu (Waddell, 2001; Esbjornsson, 1986). Í rannsókn Anema o.fl. (2009) var talið að vinnutengd úrræði og eðli starfsins hefðu marktækt meiri áhrif á líkur á endurkomu til vinnu en heilsa einstaklingsins, læknismeðferð og persónulegir eiginleikar. Brouwer og félagar (2009) rannsökuðu hvaða þættir hefðu forspárgildi um endurkomu til vinnu eftir langvarandi veikindafjarvist og var niðurstaðan sú að viðhorf til vinnunnar, félagslegur stuðningur í veikindafjarvist og mikill þátttökuvilji höfðu marktæk áhrif á styttri tíma til endurkomu í vinnu. Höfundar benda á að þó að fyrirætlan einstaklingsins hafi áhrif á hegðun hans í sambandi við endurkomu til vinnu þá sé ekki hægt að horfa fram hjá því að hindranir í umhverfi hans og þættir í umhverfinu, sem auðvelda endurkomu, hafi líka áhrif. Hjá fólki með geðræn vandamál var kannað hvaða þættir hefðu forspárgildi um endurkomu til vinnu. Helstu þættir voru alvarleiki sjúkdómseinkenna, tímalengd einkenna áður en einstakl- ingurinn fór í veikindafjarvist og tímalengd frá því að einstaklingurinn fór í veikindafjarvist þar til hann leitaði sér hjálpar. Því lengri sem þessi tími var, því minni líkur voru á að viðkomandi færi aftur í vinnu innan þriggja til sex mánaða (Brouwers o.fl, 2009). Fáir hafa kannað hvaða þættir í starfsendurhæfingunni sjálfri hafa áhrif á endurkomu til vinnu. Í samanburðarrannsókn (Tschernetzki- Neilson, 2007) á gögnum 13.428 einstaklinga í Kanada bentu niðurstöður til þess að árangursríkara væri að gera áætlun þar sem lögð er áhersla á árangur frekar en ferli. Skoðað var hvaða áhrif styttri tími, frá því að einstaklingur kom fyrst í starfsendurhæfingu þar til hann fór fyrst í heimsókn á vinnustaðinn, hafði. Þegar tíminn var styttur úr 10 dögum í 5 til 7 daga skilaði það marktækt betri árangri. Sama átti við um markvissari notkun á ýmsum úrræðum, svo sem þjónustu sálfræðinga þar sem tímum í hópmeðferð var fjölgað á kostnað tíma í einstaklingsmeðferð. Árangurstenging greiðslna til úrræðaaðila skilaði einnig marktækt betri árangri. Ef áhersla var lögð á árangur frekar en ferli og ef leitast var við að tengja einstaklinga sem voru án ráðningarsambands strax við þjónustu sem aðstoðaði þá við að finna vinnu skilaði það marktækt betri niðurstöðum. Hlutfall endurkomu til vinnu fyrir og eftir breytingar fór úr 57,2% í 80,6% hjá þeim sem voru með ráðningarsamband við upphaf ferlisins. Þættir sem virtust hafa mikið forspárgildi um endurkomu til vinnu voru; tími frá fyrstu komu til ráðgjafa þar til einstaklingur fór í fyrstu heimsókn á vinnustað, boð um vinnuaðlögun af hálfu atvinnurekanda og virk þátttaka einstaklingsins í áætlun um endurkomu til vinnu. Aðrir þættir eins og mat einstaklingsins á eigin skerðingu og hindrunum gegn vinnu, mat á eigin heilsu og verkjum höfðu einnig forspárgildi. Lokaorð Þrátt fyrir að flestir vilji frekar vinna en að vera langtímum saman heima vegna veikinda verður ýmislegt til þess að líkur á endurkomu til vinnu eftir langvinn veikindi eða slys minnka eftir því sem frá líður. Ef atvinnurekendur nýta tækifærið til að ná utan um fjarvistir vegna veikinda og auðvelda starfsmönnum sínum endurkomu til vinnu, þá er það fyrsta skrefið til að breyta fjarvistaháttum og viðhorfum. Veikindafjarvist þarf þá ekki alltaf að vera fylgifiskur skertrar starfsgetu. Fjöldi einstaklinga á íslenskum vinnu- markaði var um 185 þúsund manns árið 2010 (Hagstofa Íslands, 2010). Stofnun Starfsendurhæfingarsjóðs er líklega eitt stærsta framfaraskref í lýðheilsu á Íslandi á síðustu áratugum, bæði vegna gríðarmikils lýðheilsuvanda og samfélagslegs kostnaðar sem fylgir skertri vinnugetu og örorku og vegna þess hve stór áhættuhópurinn er. Á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs starfa tugir ráðgjafa í starfsendurhæfingu í samstarfi við stéttarfélög um allt land. Þessir ráðgjafar hafa meðal annars það hlutverk að aðstoða einstaklinga við að komast aftur til vinnu í kjölfar veikinda og slysa í samstarfi við atvinnurekendur, heimilislækna, ýmsa úrræðaaðila og annað heilbrigðisstarfsfólk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.