Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 62

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 62
62 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF við það sem lokið er. Einnig að nota dagbók eða rafrænt dagatal til að skrá fundi og mikilvæga skiladaga. Gott getur verið að skipta stærri verkefnum niður í smærri verkefni og markmið og minna starfsmenn á mikilvægar dagsetningar. Ef starfsmaður á erfitt með að halda athygli er gott að lágmarka truflun í vinnurými, hafa skilrúm á milli skrifborða eða sér skrifstofu, sjá til þess að birta sé nægileg, skipuleggja vinnutíma þannig að viðkomandi geti unnið án truflunar, gefa kost á fleiri hléum á vinnutíma og endurskipuleggja vinnuna þannig að í henni felist bara nauðsynleg verkefni (Job Accomodation Network, 2009). Þetta eru aðeins örfá dæmi um hvernig laga má vinnuna að þörfum starfsmannsins og gera honum þannig kleift að sinna henni þrátt fyrir einhverjar tímabundnar skerðingar. Í stað þess að byrja á því að endurhæfa fólk svo það komist aftur í vinnu fer endurhæfingin fram á vinnustaðnum og vinnan er hluti hennar. Margir sem glíma við andleg veikindi vilja og geta unnið við störf sem hæfa þeim og mikilvægt er að koma til móts við þær óskir og styrkja um leið atvinnulíf og samfélag. Valdefling og bati Á undanförnum árum hefur umræðan um valdeflingu orðið fyrirferðarmeiri í umræðunni um geðraskanir. Valdefling er vítt hugtak sem getur verið erfitt að skilgreina en í því felst meðal annars að fólk hafi vald, nái tökum og stjórn á eigin lífi, eflist og finni að það geti haft áhrif á líðan sína og þá þjónustu sem það fær (Walker, 2007). Hugtakið vísar til þeirrar hugmyndar að færa vald yfir til fólks sem á undir högg að sækja á einhvern hátt. Áður þótti fagfólk oft best til þess fallið að taka ákvarðanir um líf fólks sem átti við andleg veikindi að stríða. Áherslan í þessari umræðu var áður fyrr öll á læknisfræðilega nálgun þar sem litið var á röskunina sem sjúkdóm sem bæri að meðhöndla með lyfjum undir eftirliti fagfólks og að einstaklingurinn gæti ekki orðið virkur á vinnumarkaði nema að verða einkennalaus. Mikilvægi valdeflingar hefur verið undirstrikað í batarannsóknum. Það að fólk hafi stjórn á eigin lífi og taki ákvarðanir um mikilvæga þætti þess hefur mjög góð áhrif. Atvinnuþátttaka er einnig mikilvægur hluti af bataferli og eykur mjög líkur á að fólk nái betri geðheilsu (Bacon and Grove, 2010). Í stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar og Evrópusambandsins um málefni fólks með geðraskanir er lögð áhersla á atvinnuþátttöku og hlutverk, virkni og þátttöku í samfélaginu, á færni í stað sjúkdómseinkenna, mikilvægi sjálfs- trausts og sjálfstæðis og síðast en ekki síst valdeflingu. Starfsendurhæfing eftir langvarandi andleg veikindi Víða er atvinnuþátttaka fólks sem glímir við geðraskanir mjög lág, t.d. er um 61-73% fólks sem hefur verið greint með geðröskun í Bretlandi óvirkt á vinnumarkaði. Í Bandaríkjunum og Ástralíu eru þessar tölur enn hærri. Þrátt fyrir þetta hafa rannsóknir sýnt að meirihluti þessa hóps hefur áhuga á því að vinna og áhuginn er meiri hjá fólki með geðröskun en hjá öðrum hópum öryrkja (Lloyd, 2010). Hvað veldur því að sá hópur sem helst vill vinna er ólíklegastur til þess að vera í launaðri vinnu? Eðlilega veltir fólk fyrir sér hvort ástæðan fyrir lítilli atvinnuþátttöku sé sú að getan sé ekki til staðar. Svo er ekki. Rannsóknir á atvinnu með stuðningi fyrir fólk með geðraskanir hafa sýnt góðan árangur. Um 40-60% fólks með geðraskanir sem tók þátt í samanburðarrannsókn endaði í launaðri vinnu á almennum markaði. Þessi rannsókn náði til allra hópa fólks með geðraskanir og eina skilyrðið var áhugi á að vinna. Nokkuð stór hluti hópsins sem fór í vinnu hafði glímt við geðklofa sem er ein alvarlegasta geðröskunin (Bond, 2004). Þátttakendur sem voru í launuðu starfi í a.m.k. nokkra mánuði höfðu betra sjálfstraust, voru ánægðari með tómstundir og fjármál auk þess sem einkenni röskunarinnar voru minni. Vandinn felst í því að aðeins lítill hluti þeirra sem vill hjálp við að fá vinnu fær þá aðstoð (Bacon and Grove, 2010). Þegar fólk hefur verið lengi frá vinnu vegna geðraskana er áhrifaríkasta leiðin í starfsendurhæfingu einstaklingsmiðuð og mikill stuðningur við að komast í launaða vinnu. Í kjölfarið þarf að fylgja tímabundin stuðningur á vinnustaðnum fyrir starfsmanninn og vinnuveitandann (IPS- individual placement and support). Launuð störf á vinnumarkaði hafa oft verið álitin of streituvaldandi fyrir þá sem glíma við geðraskanir og áherslan hefur verið á verndaða vinnustaði. Á vernduðum vinnustöðum fer fram mat og þjálfun á starfsgetu fólks. Tímabil mats og þjálfunar verður oft of langt áður en fólk fær að reyna sig á vinnumarkaði. Það leiðir til þess að fólk fer að missa sjálfstraust og áhugahvötin minnkar því undirbúningstímabilið verður of langt. Þegar starfsendurhæfing er tengd beint við vinnu á vinnumarkaði, í stað þess að vinna með starfshæfni í tilbúnum aðstæðum, næst mun betri árangur (Bacon and Grove, 2010). Það hljómar kannski einfalt að tengja fólk beint við vinnustaði og nýta þá sem hluta af endurhæfingarferlinu. Á þessari leið geta hins vegar komið upp margar hindranir. Rannsókn Guðrúnar Hannesdóttur (2009) á starfsendurhæfingu sýndi að valdefling er kjarninn í starfsendurhæfingunni, mikilvægt er að einstaklingurinn taki sjálfur mikilvægar ákvarðanir í ferlinu. Ytri aðstæður, atvinnulífið og kerfið geta hins vegar verið hindrun á leið fólks að virkri atvinnuþátttöku. Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um hindranir sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.