Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 63
63www.virk.is ATVINNULÍF geta komið upp í tengslum við atvinnulífið annars vegar og fordóma og mismunun hins vegar. Í atvinnulífinu: Sumar atvinnugreinar og fyrirtæki bjóða aðeins upp á fullt starf, krefjast vaktavinnu, yfirvinnu eða hafa ekki sveigjanlegan vinnutíma. Sumir einstaklingar þurfa viðvarandi stuðning á vinnustað sem er oft ekki í boði. Eins og áður hefur komið fram hafa álag og streita á vinnumarkaði aukist undanfarin ár og getur það haft áhrif á geðheilsu starfsmanna. Samhliða því hafa kröfur um innsæi og félagsfærni aukist og getur það haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni starfsmanna sem glíma við andleg veikindi. Félagsfærni einstaklinga með geðraskanir getur verið skert og þá er mikilvægt að yfirmenn og starfsmenn fái stuðning og fræðslu um viðbrögð og hvernig þeir geti stuðlað að góðum samskiptum. Fordómar og mismunun: Sumir atvinnurekendur vilja ekki ráða fólk með geðræna kvilla. Oft er það vegna vanþekkingar á kvillunum eða því hvernig aðlaga megi vinnuumhverfið að þörfum starfsmannsins og því getur verið nauðsynlegt fyrir yfirmenn að fá stuðning með þessa þætti. Sumir heilbrigðisstarfsmenn hafa ekki trú á getu sinna skjólstæðinga og draga úr þeim varðandi atvinnuþátttöku. Fyrri reynsla einstaklings með geðröskun af fordómum í samfélaginu eða neikvæð fyrri reynsla á vinnumarkaði getur einnig hindrað atvinnuþátttöku (Lloyd, 2010). Margir öryrkjar sem glíma við geðröskun segja ástæðu þess að þeir séu óvirkir á vinnumarkaði vera hræðslu við að missa bætur ef þeir fari aftur á vinnumarkað og að það komi fjárhagslega verr út fyrir þá (Loveland o.fl., 2007). Þetta undirstrikar nauðsyn þess að bjóða uppá fræðslu um þætti tengda framfærslu, s.s. um áhrif launa á bætur. Slík fræðsla er nauðsynleg samhliða starfsendurhæfingu hjá þeim sem lengi hafa verið frá vinnumarkaði. Samantekt Eins og fram hefur komið vill meirihluti fólks sem glímir við geðraskanir eða and- lega vanlíðan vera virkt á vinnumarkaði og hefur til þess getu. Mikilvægt er að starfsendurhæfing fari fram í tengslum við raunverulega vinnustaði. Oft þarf einhver aðlögun að eiga sér stað á vinnustaðnum og vinnutími að vera sveigjanlegri svo að starfið henti starfsmanninum og hans heilsufari. Undanfarin ár hefur skilningur atvinnurekenda aukist á mikilvægi þess að starfsmenn í skrifstofustörfum hafi góðan stillanlegan stól og gott borð. Skilningur á mikilvægi sálfélagslegra þátta í vinnu er ekki kominn eins langt en mikil vitundarvakning hefur orðið á síðustu árum. Atvinnuþátttaka Íslendinga er með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum en samt er atvinnuþátttaka öryrkja hér minni en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við (Stefán Ólafsson, 2005). Getur verið að vinnuveitendur á Íslandi séu síður tilbúnir til þess að koma til móts við starfsmenn með skerta starfgetu eða erum við komin styttra á veg í starfsendurhæfingu inni á vinnustöðum? Markmiðið ætti allavega að vera skýrt. Við viljum koma sem flestum út á almennan vinnumarkað og færa þeim um leið aukin lífsgæði. Mikilvægt er að eiga gott samstarf við atvinnulífið um starfsendurhæfingu þeirra sem hafa skerta starfsorku og byggja í sameiningu upp fleiri og varanlegri atvinnuúrræði. Aðeins þannig náum við auknum árangri í starfsendurhæfingu fólks sem glímir við andlega kvilla. Um höfundinn: Sveina Berglind er sálfræðingur, með MSc.-gráðu frá University of Westminster í London og framhaldsnám í klínískri sálarfræði frá HÍ. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og sá þar um fræðslu starfsmanna, gæðamál, rannsóknir og þróunarverkefni, auk ráðgjafar við stjórnendur og klínískrar vinnu. Heimildir: Bacon, J og Grove, B (2010). Employability interventions for people with mental health problems. WHO Regional Office for Europe. Bond, G.R. (2004). Supported employment: Evidence for an evidence- based practice. Psychiatric Rehabilitation Journal. 27 (4): 345-359. Cox T , Griffiths A, R ial-Gonzales E. (2000). Research on workrelated stress. Luxembourg: European agency for safety and health at work. Drake, R.E., McHugo, G.J., Bebout, R.R., Becker, D.R., Harris, M., Bond, G.R., og Quimby, E. (1999). A randomised clinical trial of supported employment for inner-city patients with severe mental disorders. Arch Gen Psychiatry; 56(7):627-633. Guðrún Hannesdóttir (2009). Til mikils er að vinna: Starfsendurhæfing, stefna og leiðir til virkni og þátttöku í samfélaginu. Óbirt MA-ritgerð: Háskóli Íslands, Félags- og mannvísindadeild. Job Accommodation Network. Accommodation ideas for mental health impairments. Sótt 7. janúar 2011 af http://askjan.org/media/psyc.htm. Jón G. Stefánsson og Eiríkur Líndal (2009). Algengi geðraskana á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Læknablaðið; 95 :559-564. Lloyd, C (2010) Evidence-based supported employment. Í Lloyd, C (Ritstj.) (2010). Vocational rehabilitation and mental health. Oxford: Blackwell Publishing Loveland, D., Driscoll, H. og Boyle, M. (2007). Enhancing supported employment servisces for individuals with a serious mental illness: a review of the literature. Journal of Vocational Rehabilitation, 27, 177-189. Stefán Ólafsson (2005). Örorka og velferð á Íslandi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. Tompa, E. (2008). Systematic review of disability management interventions with economic evaluations. Journal of Occupational Rehabilitation, 18, 16-26. Tómas Zoëga (2007). Af hverju fjölgar öryrkjum með geðraskanir? Læknablaðið; 93: bls 7. Walker-Hirsch, L. (2007). The facts of life and more. Baltimore: Paul H. Brookes. Publishing Co.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.