Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 74

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 74
74 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Félagsvinir atvinnuleitenda aftur á vinnumarkaðinn Einstaklingurinn sjálfur verður sinn versti óvinur með stöðugri sjálfsgagnrýni og neikvæðar hugsanir ríkja yfir jákvæðum. Hversdagslegar athafnir geta orðið erfiðar og margir falla í þá gryfju að snúa sólahringnum við – sem fjarlægir þá enn frekar frá daglegu amstri annarra í samfélaginu. Til þess að sporna við þessum afleiðingum atvinnuleysisins var verkefnið Félagsvinir atvinnuleitenda sett á laggirnar í lok árs 2009 sem úrræði til styrkingar atvinnuleitendum. Rauði kross Íslands vinnur verkefnið í samstarfi við Eflingu, Iðuna fræðslusetur, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Fræðsluskrifstofu rafiðnar, Mími símenntun og þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið er persónulegt, unnið er á einstaklings- grunni þar sem „maður á mann“ aðferðin er notuð. Markmiðin fyrir þátttakendur eru hjálp til sjálfshjálpar, að vinna gegn niðurbroti, stækka tengslanet og auka möguleika til starfa. Lögð er áhersla á að auka bæði félagslega virkni þátt- takenda og aðgengi þeirra að upplýsingum um þau úrræði sem eru í boði fyrir atvinnuleitendur. Virkni meðan á atvinnuleit stendur eykur sjálfs- traust og vellíðan sem gerir það að verkum að viðkomandi er tilbúinn að mæta til starfa þegar kallið kemur. Nánar um verkefnið Félagsvinir atvinnuleitenda byggir á þriggja mánaða sambandi tveggja einstaklinga þar sem annar leiðir sambandið (sjálfboðaliði) en hinn þiggur leiðsögn (atvinnuleitandi). Sá sem leiðir sambandið hefur hlotið til þess þjálfun hjá samstarfsaðilum verkefnisins og hefur einnig sjálfur reynslu af atvinnuleit. Sambandið tekur mið af óskum og þörfum atvinnuleitandans með það að markmiði að það opni dyr að helstu úrræðum sem geta gagnast honum í atvinnuleitinni. Atvinnuleitendur Fjóla Einarsdóttir verkefnastjóri Þeir sem eru án vinnu þurfa markvisst að vinna í því að vera félagslega virkir, hafa eitthvað fyrir stafni. Þekkt er að framtaksleysi eykst frá degi til dags hjá þeim sem loka sig af og sjálfsöryggið getur hrunið í kjölfarið.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.