Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 82

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 82
82 www.virk.is U P P LÝ S IN G A R UPPLÝSINGAR Áhugavert efni á vef VIRK Managing Long-term Sickness Absence and Incapacity for Work Leiðbeiningar um meðferð einstaklinga sem eiga í langtíma veikindum og búa við skerta starfsgetu. Leiðbeiningarnar eru hugsaðar fyrir atvinnurekendur, heilbrigðisstarfsfólk, einkum í heilsugæslu, aðra sérfræðinga og stjórnendur sem bera beina eða óbeina ábyrgð á stjórnun veikindafjarvista. Leiðbeiningarnar eru líka áhugaverðar fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum og stéttarfélög. (National Institute of Clinical Excellence in Health (NICE) Mars 2009) Recovery, Rehabilitation and Retention, Maintaining a Productive Workforce Hlutverk þessara leiðbeininga er að aðstoða starfsmannastjóra og aðra sem hafa með mannaforráð að gera við að: Styðja starfsmenn sem eiga við að • stíða sálræn eða félagsleg vandamál sem hindra þá í vinnunni Endurhæfa starfsmenn sem hafa • verið í veikindafjarvist um tíma vegna streitu eða geðrænna vandamála Viðhalda ráðningarsambandi við • einstaklinga sem búa við fötlun eða skerðingu sem krefst aðlögunar á vinnuumhverfi og starfi viðkomandi, þannig að starfsmaðurinn geti lagt sitt af mörkum og unnið eftir getu (Chartered Institute of Personnel and Development (CIPD) 2004) Transforming Disability into Ability, Policies to Promote Work and Income Security for Disabled People Skýrsla sem greinir frá hvernig þjóðir OECD hafa náð markmiðum um að gera fötluðu fólki og fólki með skerta starfsgetu kleift að taka þátt í samfélaginu og ná mannsæmandi fjárhagslegu sjálfstæði. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hugmyndafræði sem byggir á virkni, snemmbæru inngripi, færri hindrunum gegn því að vinna, gagnkvæmri ábyrgð og þátttöku atvinnurekenda sé vænleg til framtíðar. (OECD 2003) Red Flags/Green Lights: A Guide to Identifying and Solving Return-to-Work Problems Leiðbeiningar um hvernig á að auka líkur á árangursríkri endurkomu fólks til vinnu. Í rannsóknunum sem leiðbeiningarnar byggja á var kannað hvers vegna sumir starfsmenn sem lenda í slysi og fá bætur til langs tíma koma aftur til vinnu eins og vænta má en aðrir ekki. (Workplace Safety & Insurance Board Research Advisory Council. 2009) Sygefravær – en fælles udfordring. Regeringens handlingsplan for at nedbringe sygefraværet Dönsk skýrsla um forvarnir og viðbrögð við veikindafjarvistum. Í inngangi ritar Claus Hjort Frederiksen Beskæftigels- esminister. „ Ég tel að mörg okkar haldi að ef við erum veik, sé það besta sem við getum gert, að vera ekki í vinnunni og vera heima í friði og ró til að ná heilsu á ný. En það er alls ekki alltaf svo. Það getur í mörgum tilfellum verið heppilegra fyrir þann veika að vera virkur til dæmis með því að vinna nokkra tíma á viku eða vinna að öðrum verkefnum í vinnunni en vanalega“ (Regeringen 2008) What Works at Work? Skýrsla byggð á rannsóknum um hvaða inngrip á vinnustöðum skila árangri til að koma í veg fyrir algenga heilsuvanda hjá starfsmönnum. Helstu niðurstöður: Inngrip þar sem starfsmaður og • atvinnurekandi unnu saman að lausnum voru árangursríkari en ef samvinna var ekki til staðar Vinnustaðir geta byggt upp • árangursríkar forvarnir gegn algengum heilsuvanda Viðhorf starfsmanna skipta máli • ekki síður en heilsa þeirra. Hugræn atferlismeðferð getur skilað árangri Inngrip þurfa að vera heildræn og • taka til bæði einstaklingsbundinna þátta og þátta á vinnustað Samskipti og samvinna eru mikilvæg• Núverandi aðferðir í fjarvistastjórnun • byggja ekki alltaf á gagnreyndri þekkingu Rannsaka þarf betur áhrif • vinnutengdra úrræða til að skilja flókið samspil vinnu og heilsu (Corporate Document Services) Working for a Healthier Tomorrow Skýrsla um leiðir til að endurbæta kerfi velferðar og heilsu í Bretlandi með hliðsjón af fólki á vinnualdri. Mikið hefur verið vísað í þessa skýrslu og hefur mörgum úrbótaverkefnum verið hrundið af stað í kjölfar hennar. (TSO 2008) Vocational Rehabitiliation, What Works for Whom and When Skýrsla sem tekur saman niðurstöður 450 rannsókna og skýrslna um árangur og kostnað í starfsendurhæfingu og er gagnreyndur grunnur fyrir stefnumótun í starfsendurhæfingu. Gefnar eru leiðbeiningar um hvaða úrræði eru líkleg til árangurs, fyrir hvern og hvenær. Niðurstaðan er meðal annars að vinnutengd starfsendurhæfing sé mikilvæg, en hún miðar að því að hjálpa fólki að vera áfram í vinnu eða fara aftur í vinnu, í samstarfi við atvinnurekendur og heilbrigðiskerfi. (TSO 2008)

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.