Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 37

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 37
37www.virk.is PALLBORÐSUMRÆÐUR Starfsendurhæfingarferli hjá VIRK hefst á því að einstaklingur hittir ráðgjafa sem kortleggur styrkleika hans og hindranir fyrir atvinnuþátttöku í svokölluðu grunnmati. Í grunnmati vinnur ráðgjafi með teymi sérfræðinga sem skoða mál einstaklinga og meta þörf fyrir inngrip og úrræði. Þegar mál eru flókin, vandi fjölþættur og/eða langt um liðið síðan einstaklingur var á vinnumarkaði er honum beint í sérhæft mat. Það er þverfaglegt mat þar sem fram fer nánari greining á stöðu einstaklings varðandi starfsendurhæfingu, en rannsóknir hafa sýnt að þverfagleg nálgun er mikilvæg til að ná árangri. Að matinu koma utanaðkomandi sérfræðingar sem eru læknar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar. Það fer eftir þeim hindrunum sem einstakling- ur glímir við hvaða fagaðilar koma að matinu. Matsteymið setur upp mark- vissa starfsendurhæfingaráætlun sem miðuð er við þarfir hvers og eins og er niðurstaðan kynnt einstaklingi á skilafundi áður en áætlunin er sett í gang. Gunnar K. Guðmundsson, yfirlæknir starfsendurhæfingarteymis á Reykjalundi, Ragnhildur Jónsdóttir, sjúkraþjálfari við endurhæfingardeild Sjúkrahúss Akureyrar á Kristnesi, Rúnar H. Andrason, yfirsálfræðingur í verkjateymi á Reykjalundi og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi á Reykjalundi, eru öll sér- fræðingar í þverfaglegum matsteymum VIRK. Hér ræða þau mikilvægi þver- faglegrar nálgunar, teymisvinnu og aðra mikilvæga þætti við mat og fram- kvæmd starfsendurhæfingar á vegum VIRK. Þórunn: Með þverfaglegri vinnu getum við í sameiningu fundið besta úrræðið fyrir einstaklinginn og klæðskerasniðið það eftir veikleikum hans og styrkleikum. Þverfagleg nálgun gefur meiri dýpt og vinnan í kringum einstaklinginn verður betri. Það getur orðið dýrkeypt að missa af einhverjum möguleika í endurhæfingu einstaklings; taka til dæmis ákvarðanir sem bera síðan ekki árangur því mönnum hefur yfirsést mikilvægur þáttur í ferlinu á Endurkoma til vinnu er oft besta meðferðin Pallborðsumræður um þverfaglegt mat Þátttakendur í umræðunni eru sammála um mikilvægi þess að málefni hvers einstaklings séu tekin fyrir af þverfaglegu teymi, enda sé það nauðsyn- legt til að öðlast heildstæða sýn og þekkingu sem nýtist í matsferlinu.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.