Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 64
64 www.virk.is U P P LÝ S IN G A R UPPLÝSINGAR Hér verður fjallað um bókina: The Handbook of Work Disability: Prevention and Management sem er ritstýrt af Patrick Loisel og Johannes R. Anema og var gefin út af Springer, N.Y. árið 2013. The Handbook of Work Disability: Pre- vention and Management er ætluð fag- fólki í starfsendurhæfingu og öðrum hags- munaaðilum. Um er að ræða samantekt á niðurstöðum helstu rannsókna síðustu þrjá- tíu árin á áhrifa- og orsakaþáttum skertrar starfsgetu, aðdraganda, forvörnum, inngripi og árangri auk aðferða við að meta kostnað og árangur. Í bókinni er ennfremur fjallað um sögulega og faraldsfræðilega þætti skertrar starfsgetu og aðkomu ólíkra hagsmunaaðila að starfsendurhæfingu. Niðurstöður rannsókna sýna að starfsgeta einstaklinga ræðst ekki eingöngu af heilsu- bresti eða aðgerðum heilbrigðiskerfisins til að laga hann. Félagslegir og umhverfislegir þættir vega oft þyngra. Skert starfsgeta er í vaxandi mæli viðurkennd sem einn alvarlegasti lýðheilsuvandi fólks á vinnualdri vegna þess hversu íþyngjandi hún er fyrir einstaklinga, kostnaðarsöm fyrir velferðarkerfi samfélagsins og vegna kostnaðar og framleiðslutaps atvinnurekenda. Forvarnir gegn skertri starfs- getu fá því æ meiri athygli þegar fjallað er um velferð og heilsuvernd starfsmanna, stefnumótun fyrirtækja og stefnumótun í samfélagsþjónustu. Mikill fjöldi rannsókna á afmörkuðum þáttum starfsendurhæfingar og nokkur fjöldi bóka um starfsendurhæfingu hafa litið dagsins ljós á síðustu áratugum. Enginn þessara bóka nær að gefa eins góða yfirsýn yfir rannsóknir á sviði starfsendurhæfingar og þessi bók. Hún er ein fyrsta bók sinnar tegundar sem tekur saman á kerfisbundinn og gagnrýninn hátt niðurstöður rannsókna síðustu áratuga. Henni er ætlað að kynna nýja þekkingu á sviði starfsendurhæf- ingar fyrir ólíkum hagsmunaaðilum og auðvelda þeim að finna leiðir til að fyrirbyggja og leysa vaxandi vanda í samfélaginu sem tengist atvinnuleysi af heilsufarslegum og/eða félagslegum ástæðum. Bókin sem er rúmlega 500 blaðsíður, skiptist í sex hluta og 28 kafla ásamt atriðaorðaskrá og viðauka þar sem flokkun á tilgátum um skerta Bókarýni Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur í starfsendurhæfingu

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.