Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 64
64 www.virk.is U P P LÝ S IN G A R UPPLÝSINGAR Hér verður fjallað um bókina: The Handbook of Work Disability: Prevention and Management sem er ritstýrt af Patrick Loisel og Johannes R. Anema og var gefin út af Springer, N.Y. árið 2013. The Handbook of Work Disability: Pre- vention and Management er ætluð fag- fólki í starfsendurhæfingu og öðrum hags- munaaðilum. Um er að ræða samantekt á niðurstöðum helstu rannsókna síðustu þrjá- tíu árin á áhrifa- og orsakaþáttum skertrar starfsgetu, aðdraganda, forvörnum, inngripi og árangri auk aðferða við að meta kostnað og árangur. Í bókinni er ennfremur fjallað um sögulega og faraldsfræðilega þætti skertrar starfsgetu og aðkomu ólíkra hagsmunaaðila að starfsendurhæfingu. Niðurstöður rannsókna sýna að starfsgeta einstaklinga ræðst ekki eingöngu af heilsu- bresti eða aðgerðum heilbrigðiskerfisins til að laga hann. Félagslegir og umhverfislegir þættir vega oft þyngra. Skert starfsgeta er í vaxandi mæli viðurkennd sem einn alvarlegasti lýðheilsuvandi fólks á vinnualdri vegna þess hversu íþyngjandi hún er fyrir einstaklinga, kostnaðarsöm fyrir velferðarkerfi samfélagsins og vegna kostnaðar og framleiðslutaps atvinnurekenda. Forvarnir gegn skertri starfs- getu fá því æ meiri athygli þegar fjallað er um velferð og heilsuvernd starfsmanna, stefnumótun fyrirtækja og stefnumótun í samfélagsþjónustu. Mikill fjöldi rannsókna á afmörkuðum þáttum starfsendurhæfingar og nokkur fjöldi bóka um starfsendurhæfingu hafa litið dagsins ljós á síðustu áratugum. Enginn þessara bóka nær að gefa eins góða yfirsýn yfir rannsóknir á sviði starfsendurhæfingar og þessi bók. Hún er ein fyrsta bók sinnar tegundar sem tekur saman á kerfisbundinn og gagnrýninn hátt niðurstöður rannsókna síðustu áratuga. Henni er ætlað að kynna nýja þekkingu á sviði starfsendurhæf- ingar fyrir ólíkum hagsmunaaðilum og auðvelda þeim að finna leiðir til að fyrirbyggja og leysa vaxandi vanda í samfélaginu sem tengist atvinnuleysi af heilsufarslegum og/eða félagslegum ástæðum. Bókin sem er rúmlega 500 blaðsíður, skiptist í sex hluta og 28 kafla ásamt atriðaorðaskrá og viðauka þar sem flokkun á tilgátum um skerta Bókarýni Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur í starfsendurhæfingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.