Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 RANGE ROVER EVOQUE MILD HYBRID NÝR EVOQUE MEÐ RAFTÆKNI landrover.is LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 RANGE ROVER Evoque S 150D Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. Verð frá: 7.890.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 9 5 8 7 4 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar Seðlabankans telja að vegna hægrar sölu og offramboðs kunni verð á íbúðarhúsnæði í mið- borginni að lækka á næstunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Fjármálastöðugleika en einnig er fjallað um ritið á við- skiptasíðu Morgunblaðsins í dag. Bent er á að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað í júní og í júlí í fyrsta sinn frá 2012. Þá hafi velta fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 17% að raunvirði á tímabilinu frá apríl til ágúst borið saman við sömu mánuði í fyrra að raunvirði. Samhliða hafi íbúðum á sölu í ágúst fjölgað um 38% milli ára. Íbúðaverð hafi hækkað umfram laun og leiguverð en nú sé þessi þró- un að snúast við. Eitt línuritið hér á næstu síðu sýnir þessa þróun. Samdráttur í skammtímaleigu Þá benda sérfræðingar Seðla- bankans á að framboð nýrra íbúða sé að aukast, samhliða því að dregið hafi úr skammtímaleigu til ferða- manna á höfuðborgarsvæðinu. Þær íbúðir geti farið í sölu á næstunni. „Um 70-90% af nýjum íbúðum sem komið hafa inn á markaðinn á matsvæðum utan miðbæjarins sl. þrjú ár eru seld en einungis um fjórðungur nýbygginga í miðbæ Reykjavíkur. Dræm sala á nýjum íbúðum í miðbæ Reykjavíkur bendir til þess að verðlækkun gæti verið fram undan á því svæði,“ segir orð- rétt um stöðuna á markaði. Vísað er til matsvæðis 20 hjá Þjóðskrá Íslands, sem markast af Lækjargötu, Sæbraut, Snorrabraut og Hringbraut. Vekur athygli að bankinn skuli flokka reitina undir sama hatti enda eru þeir ólíkir og ætlaðir mismunandi hópum. Bent er á að lækkandi vextir hafi ýtt undir endurfjármögnun íbúða- lána. Síðustu mánuði hafi hins vegar verið þrengt að lánaskilyrðum á íbúðalánamarkaði. „Enn sem komið er hefur þessi þróun þó haft lítil áhrif á hrein ný húsnæðislán. Fjár- hæð nýrra húsnæðislána á fyrstu sjö mánuðum ársins var einungis lítil- lega lægri en á sama tíma í fyrra,“ segir í ritinu um útlánaþróunina. Harpa Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri LSR, segir mikla ásókn í íbúðalán hjá sjóðnum. „Það er rúllandi gangur og eftir- spurnin hefur verið nokkuð stöðug. Það er ekkert sem bendir til að eftirspurnin sé að dragast saman. Stóra myndin er að vextir á markaði eru að lækka. Það er góður gangur í útlánum hjá lífeyrissjóðum. Flestir sjóðir eru búnir að auka hlut sinn í íbúðalánum og bjóða hagstæð lán til almennings,“ segir Harpa. Arnaldur Loftsson, framkvæmda- stjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, segir augljóst að sumir lífeyrissjóðir hafi sett „bremsur á lánin“. Aðgerðir Lífeyrissjóðs verslunarmanna séu dæmi um það. Hann hafi lokað á eitt lánsform gagnvart nýjum lánum. „Íbúðalán hafa verið að aukast sem hlutfall af heildareignum lífeyrissjóða undanfarin ár. Lífeyris- sjóðir setja sér markmið um hvað þeir vilji eiga mikið í þessum lánum. Sumir sjóðir gætu verið komnir ná- lægt þessum markmiðum úr því þeir setja þessar bremsur á. Einnig gæti vöxtur lánanna verið hraðari en sjóðirnir vilja. Við hjá Frjálsa höf- um sett ákveðin markmið og erum nálægt þeim núna. Árið 2017 fórum við í aðgerðir til að draga úr mikilli aukningu lánanna. Þá takmörkuðum við ný lán við íbúðarkaup, þ.e. hætt var að lána til að endurfjármagna lán hjá öðrum lánveitendum. Þá vegna þess að lán til endurfjár- mögnunar voru stærstur hluti af nýjum lánum,“ segir Arnaldur. Festa lífeyrissjóður hefur starfs- stöðvar í Reykjanesbæ, á Selfossi og á Akranesi. Baldur Snorrason, sjóðstjóri hjá Festu lífeyrissjóði, segir eftir- spurnina eftir íbúðalánum hjá sjóðn- um hafa aukist. Það eigi þátt í þeirri þróun að verðmat fasteigna á starfs- svæðum sjóðsins hafi aukist. Með því hafi lántakar aukið veðrými. „Ég geri ráð fyrir að það eigi þátt í eftirspurninni að kjörin eru afar góð,“ segir Baldur. Eftirspurnin þarf að aukast Áætlað er í Fjármálastöðugleika að um 1.400 ný hótelherbergi bætist við á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjú ár, sem sé um fjórðungs- fjölgun. „Telst það mikil aukning, sérstak- lega þegar haft er í huga að gisti- rými á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar aukist um 81% í fermetrum talið á síðustu níu árum … Til lengri tíma litið verður eftirspurn eftir ferðaþjónustu að aukast töluvert eigi ekki að verða offramboð á gisti- rými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir þar orðrétt um stöðuna. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir aðspurður að þrátt fyrir fjölgun hótelherbergja og fækkun ferðamanna geti hótelin fengið „mjúka lendingu“ ef tekið verði á leyfislausri gistingu. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að um 7.800 gistirými séu skráð á Airbnb á mælaborði ferða- þjónustunnar á heimasíðu Ferða- málastofu og af þeim séu 2⁄3 í Reykjavík. Fækkun þeirra um til dæmis 20%, vegna aukins eftirlits og annarra þátta, geti því orðið til jafns við fjölgun hótelherbergja. „Það komu um 20% færri erlendir ferðamenn til landsins í september en í sama mánuði í fyrra. Núna för- um við inn í október og nóvember en á því tímabili vó WOW air þyngra en yfir háönnina. Það gæti þýtt meiri samdrátt í fjölda gesta en í september. Auðvitað hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta muni koma illa niður á greininni.“ Kristófer telur að samdráttur í skammtímaleigu íbúða til ferða- manna kunni að vera ofmetinn. Þá meðal annars vegna annarra mæli- aðferða t.d. við gistináttatalningu en notaðar voru í fyrra. „Ég held að samdrátturinn sé ekki eins mikill í íbúðagistingu og talað er um,“ segir Kristófer. Blikur á lofti á íbúðamarkaði  Seðlabankinn bendir á lækkun raunverðs  Íbúðaverð í miðborginni kunni að lækka á næstunni  Fjölgun hótelherbergja kalli á fjölgun ferðamanna  FHG telur hótel geta fengið mjúka lendingu Morgunblaðið/Eggert Nýtt og gamalt Nýir íbúðarreitir hafa komið á markað í miðborginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.