Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 67
ÍÞRÓTTIR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Frístunda- og atvinnufatnaður frá REGATTA Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því ég höf störf sem íþróttafréttamaður. Ég hef upp- lifað margar ánægjulegar stundir í starfi mínu á þessum þremur áratugum og ein þeirra var á Laugardalsvelli fyrir 21 ári. Í september 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka í Laugardalinn. Tólf þús- und manns mættu á völlinn og þeir reiknuðu væntanlega ekki með neinu öðru en öruggum sigri heimsmeistaranna. En annað kom á daginn. Ís- lendingar komu Frökkum í opna skjöldu þegar Ríkharður Daða- son kom Íslendingum yfir en Frökkum tókst að jafna þremur mínútum síðar og úrslitin 1:1 sem vöktu heimsathygli. Stærsta stund í íslenskri knattspyrnusögu var fyrirsögnin á grein minni um leikinn þar sem Rúnar nokkur Kristinsson var besti maður vallarins ásamt Zinedine Zidane. Frakkar hafa ekki mætt Ís- lendingum hér á landi síðan þennan eftirminnilega sept- emberdag en annað kvöld etja þeir kappi við okkar menn í und- ankeppni EM. Aftur mæta Frakk- ar hingað til lands sem ríkjandi heimsmeistarar, 15 mánuðum eftir að hafa hampað HM- styttunni eftirsóttu í Moskvu. Það var engin virðing borin fyrir heimsmeisturunum inni á vellinum fyrir 21 ári og vonandi verður það sama upp á ten- ingnum á morgun. Tenórinn Jó- hann Friðgeir Valdimarsson náði að „stuða“ frönsku landsliðs- mennina þegar hann söng þjóð- söng Frakka, ,,La Marseillaise“, fyrir leikinn. Frönsku leikmenn- irnir flissuðu undir söng Jóhanns en þeim var ekki skemmt eftir leikinn. Hvernig væri að tefla tenórnum aftur fram á morgun! BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is hefur maður alltaf undirbúið sig eins fyrir þessa leiki, vitandi það að mað- ur sé að fara að byrja á bekknum. Ég er alltaf klár í að spila og klár þegar tækifærið kemur. Ég er búinn að spila mikið að undanförnu og er þess vegna í góðu líkamlega standi. Ég held mér vel við og er klár á föstu- daginn ef svo ber undir en það er al- veg á hreinu að það vilja allir spila gegn heimsmeisturunum á heima- velli.“ Rúnar gekk til liðs við Astana frá Kasakstan eftir þrjú ár í Sviss þar sem hann lék með Grasshopper og St. Gallen. „Ég vissi ekki alveg á hverju ég ætti von þegar ég kom fyrst til Kas- akstans. Þetta hefur hins vegar gengið framar vonum ef ég á að vera hreinskilinn. Það hefur verið staðið við öll loforð sem mér voru gefin áð- ur en ég skrifaði undir og ég hef ver- ið í lykilhlutverki hjá félaginu. Það er haldið vel utan um hlutina hjá klúbbnum og passað vel upp á leik- menn liðsins. Að fá tækifæri til þess að spila í Evrópudeildinni hefur svo verið stór bónus og frábær upplifun þótt við höfum vissulega tapað tveimur fyrstu leikjunum í riðla- keppninni.“ Líður vel utan vallar Rúnar hefur haldið með enska stórliðinu Manchester United frá því í æsku en hann var í byrjunarliði Astana sem mætti United á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar 19. september síðastliðinn þar sem United vann 1:0-sigur. „Það var fyrst og fremst stórkost- leg upplifun að spila á Old Trafford. Það var vissulega sérstakt en þetta er stórt félag með marga stuðnings- menn og ég er klárlega ekki fyrsti stuðningsmaður liðsins til þess að spila á móti þeim á Old Trafford. Þetta var ekki bara upplifun fyrir mig heldur líka fjölskyldu mína sem er vön því að mæta á Old Trafford en kannski ekki vön að sjá mig inni á vellinum.“ Rúnar á tæplega ellefu mánaða gamla dóttur ásamt unnustu sinni, Anítu Sif Elídóttur, en þær mæðgur hafa eytt síðustu vikum á Íslandi vegna langra ferðalaga Rúnars í Kasakstan. „Það hefur reynst erfitt fyrir fjöl- skylduna að festa rætur í Kasakstan þar sem að ég ferðast gríðarlega mikið. Frá því um miðjan september er ég búinn að spila sjö leiki í öllum keppnum, þar af nokkra útileiki, þannig að ég var lítið heima. Ferða- lögin eru mjög löng og það er mikið flakk. Að sama skapi höfum við reynt að láta þetta ganga upp og það hefur gengið vel. Þegar manni líður vel utan vallar eru meiri líkur á að maður spili vel innan vallar og ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Rúnar Már í samtali við Morgun- blaðið. Tilbúinn að leysa lands- liðsfyrirliðann af hólmi  Lífið í Kasakstan kom á óvart  Öðruvísi upplifun fyrir fjölskylduna á Old Trafford Morgunblaðið/Hari Eitilharður Rúnar Már Sigurjónsson hefur áður látið finna afar vel fyrir sér gegn heimsmeisturum Frakka. FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er líklegur kandídat til þess að leysa landsliðs- fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson af hólmi inni á miðsvæðinu á föstu- daginn kemur þegar Ísland mætir heimsmeisturum Frakka í H-riðli undankeppni EM 2020. Aron Einar þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla á ökkla en Rúnar Már hefur spilað mjög vel með félagsliði sínu Astana í Kasakstan á þessari leiktíð og verið í lykilhlutverki. „Það er geggjað að fá heimsmeist- arana á Laugardalsvöll og leikurinn gegn þeim leggst afar vel í mig. Það eru einhver forföll í herbúðum Frakka, alveg eins og hjá okkur, og það hefði verið gaman að fá tækifæri til þess að kljást við Kylian Mbappé á nýjan leik enda einn besti leik- maður í heimi. Að sama skapi eiga þeir nokkra aðra leikmenn sem geta komið inn í hans stað sem eru bæði fljótir og góðir á boltann. Það breytir þess vegna ekki miklu í skipulagi okkar að hann sé ekki með. Allir leikmenn íslenska liðsins eru hins vegar klárir og ég held að þessi leik- ur verði frábær skemmtun.“ Rúnar viðurkennir að það sé erfitt að finna veikan blett á franska liðinu og að íslenska liðið þurfti að eiga toppleik ef liðið ætlar sér að ná í góð úrslit. „Frakkar eru besta lið í heimi og það segir sig sjálft að það eru ekki margir veikleikar í liðinu. Við höfum vissulega mætt þeim nokkrum sinn- um á undanförnum árum en aldrei á heimavelli og þar erum við alltaf sterkir. Við ætlum okkur að spila þennan leik líkt og við spilum þegar aðrar stórar þjóðir mæta hingað. Við þurfum að gefa fá færi á okkur, vera sterkir í föstum leikatriðum og vona að þeir komi með smá vanmat inn í leikinn. Eins þurfum við að mæta þeim af fullum krafti, vera fastir fyr- ir, harðir og brjóta aðeins á þeim. Þá vonandi detta þeir aðeins úr sínum leik og sínu skipulagi en við þurfum samt að hafa það í huga að þetta er besta lið í heimi. Það þarf þess vegna allt að ganga upp ef við ætlum okkur að ná í einhver úrslit gegn þeim.“ Leikur sem allir vilja spila Í síðustu tveimur leikjum Íslands gegn Frakklandi hefur Rúnar byrjað báða leikina, hinn 11. október 2018 í vináttuleik í Guingamp og í mars 2019 í undankeppni EM í París. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég byrja eða ekki. Í gegnum tíðina Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson léku vel á fyrsta degi loka- móts Nordic Tour-atvinnumótarað- arinnar í golfi í gær. Leikið er í Eistlandi. Haraldur er í 6. sæti eftir að hafa spilað á -6 höggum, en hann fékk sex fugla og engan skolla á hringn- um í gær. Efstu menn eru á -10 höggum. Axel er í 8. sæti á -5 högg- um en hann fékk skolla á fyrstu þremur holum vallarins og átta fugla. Á mótinu ræðst endanlega hvaða kylfingar tryggja sér sæti á Áskor- endamótaröð Evrópu á næsta keppnistímabili, en fimm efstu kylf- ingarnir á stigalista Nordic Tour fá slíkt sæti. Haraldur er í 4. sæti listans og hefur þegar tryggt sér sæti á Áskorendamótaröðinni, og það hefur Guðmundur Ágúst Krist- jánsson reyndar líka gert þó að hann sé í 6. sæti listans, með því að vinna þrjú mót á þessu tímabili. Ax- el var í 19. sæti listans fyrir loka- mótið. sindris@mbl.is Byrjuðu vel á lokamótinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góður Haraldur Franklín Magnús er nálægt toppnum á Nordic Tour.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.