Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Opið: Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18 Föstudaga kl. 9 - 17 Laugardagar kl. 11-15 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is GASELDAVÉLAR HÁGÆðA Við höfummörg járn í eldinum þegar það kemur að úrvali á gaseldavélum því við vitum að ekki elda allir kokkar eins. Hvort sem þú ert ástríðukokkur eða ekki, þá höfum við réttu græjurnar fyrir þig. Ofnarnir okkar eru með fjölda stillinga sem henta ástríðukokkum sem og áhugafólki ummatargerð. ELBA - 106 PX ELBA - 126 EX 3ja ára ábyrgð ELBA Í YFiR 60 ÁR Styrmir Gunnarsson bendir ádapurlegar staðreyndir:    Einn af þing-mönnum brezka Íhalds- flokksins, Owen Paterson, lýsir af- leiðingum sameig- inlegrar fiskveiði- stefnu ESB fyrir brezkan sjávar- útveg í grein í Daily Telegraph á þessa leið:    Árið 1995 lönduðu 9.200brezk fiskiskip 912 þúsund tonnum af fiski í brezkum höfn- um. Árið 2016 hafði þeim fækkað í 6.191, sem lönduðu 701 þúsund tonnum.    Áður voru Bretar útflytjendurá fiski. Nú flytja þeir inn 730 þúsund tonn, segir Owen.    Hann segir jafnframt að hinsameiginlega fiskveiði- stefna hafi leitt til ófarnaðar fyrir fiskistofna, umhverfi, efna- hag Breta og haft neikvæðar fé- lagslegar afleiðingar.    Og enn vilja Samfylking ogViðreisn ganga í ESB!“    En það vilja fleiri og þar ámeðal þeir sem síst skyldu. Þeir gáfu frá sér hagsmuni landbúnaðarins þvert á gefin loforð. Þá gáfu þeir frá sér úr- slitaráð yfir orkumálunum þvert á gefin loforð og gegn stjórnar- skrá.    Næst munu þeir gefa frá sérsjávarútveginn. Annað væri ekki rökrétt. Styrmir Gunnarsson Lagðir í hann niður rennibrautina STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsta íslenska málið fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg var flutt í gær. Er um að ræða mál lögmannanna Gests Jóns- sonar og Ragnars Halldórs Hall gegn íslenska ríkinu. Geir Gestsson, lögmaður þeirra, segir það vera heið- ur fyrir sig að koma fyrir yfirdeild- ina með mál, fyrstur Íslendinga. Niðurstöðu í málinu er að vænta eftir um 6-12 mánuði. „Það er heiður að fá að flytja mál fyrir yfirdeild Mannréttindadóm- stólsins, fyrstur Íslendinga,“ segir Geir og bætir við að málflutningur- inn hafi gengið vel og að báðir lög- menn hafi komist vel frá sínu, hann sjálfur og Fanney Rós Þorsteins- dóttir frá ríkislögmanni sem heldur uppi vörnum fyrir íslenska ríkið. Málið tengist hinu svokallaða Al- Thani-máli Kaupþingsmanna, en þeir Gestur og Ragnar voru sektaðir af ríkinu fyrir að segja sig frá málinu á sínum tíma. Þeir voru skipaðir verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, en áður en málið var tekið til aðalmeðferðar rituðu þeir bréf til héraðsdómara þar sem þeir lýstu því yfir að þeir myndu ekki sinna frekari verjendastörfum í mál- inu. Þeirri beiðni var hafnað. Heiður að flytja málið fyrir MDE  Mál Gests og Ragnars fyrsta íslenska málið fyrir yfirdeild MDE í Strassborg Morgunblaðið/Ómar Dómur MDE er nú með mál Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Sjúkratryggingar Íslands áttuðu sig á að það var ekki vinnandi vegur að gera þetta á þeim stutta tíma sem gefinn var. Þetta er gríðarlega um- fangsmikið verkefni og algjör um- skipti á öllu starfsumhverfi heillar stéttar. Þannig breytingum verður ekki komið á með skömmum fyrir- vara,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara (FS), í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að framlengja útboðsfrest vegna sjúkraþjálfunar til 15. janúar næstkomandi. Var útboðsfresturinn til 17. október. Unnur segir sjúkraþjálfara hafa verulegar áhyggjur af nokkrum þáttum er snúa að útboðinu. Eru þetta atriði á borð við nýliðun í stétt- inni, aðgengi að sjúkraþjálfun og gæði þjónustunnar. „Í útboðsgögnum er ekki tekið til- lit til gæða umfram lágmarkskröfur. Við höfum áhyggjur af því að slíkt muni minnka hvata til að sækja sér endurmenntun og þá sérstaklega framhaldsmenntun. Til þessa hafa íslenskir sjúkraþjálfarar verið mjög duglegir að sækja þessa menntun en hún kostar milljónir. Ef hvati fyrir slíku er enginn, þá erum við ansi hrædd um að það muni koma niður á faglegri þróun,“ segir hún. Nokkur titringur hefur verið inn- an stéttar sjúkraþjálfara og skjól- stæðinga þeirra vegna útboðs á þjónustu sjúkraþjálfara. „Óvissan hefur einnig verið mikil enda mjög mörgum spurningum enn ósvarað,“ segir Unnur að lokum. Ekki komið á með skömmum fyrirvara  Framlengja frest vegna útboðs á sjúkraþjálfun Morgunblaðið/Árni Sæberg Bakverkur Titringur hefur verið vegna útboðs á sjúkraþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.