Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 75
MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Allir kepptust við að skreytasig með því að hafa réttarog góðar skoðanir, vera írétta liðinu, en þegar á reyndi stóð enginn fyrir neitt.“ Svo hljóðar greining aðalpersónu bókarinnar Við erum ekki morðingjar á samtímanum. Greiningin er nei- kvæð, örlítið myrk en full af einhvers konar sannleika. Hún kjarnar á vissan hátt efni bókar- innar og tilfinn- inguna í henni. Af- stæðan sannleika. Höfundur bókarinnar, Dagur Hjartarson, tekst listilega á við erfiðar áskoranir, samtímann og það að skrifa sig inn í hugarheim ungrar konu sem samfélagið, og hún sjálf, dæmir harkalega. Bókin fjallar um óöruggan ungan rithöfund sem hefur skrifað sig frá samfélaginu. Skrif hennar vöktu mikil viðbrögð, aðallega neikvæð, þó hún teldi sig skrifa um sannleikann. Eitthvað sem henni fannst fallegt fannst öðrum ljótt. Í bókinni eyðir aðalpersónan nóttinni með Tómasi, meðleigjanda sínum sem hún þekkir lítið sem ekkert, og segir honum alla sólarsöguna. Tómas stendur í raun fyrir lesendur og er honum, og þar með lesendum, gert að dæma rithöf- undinn unga. Tómas, og þar með les- endur, er breyskur. Íslenskur samtími er áþreifanlegur í bókinni. Vísanir í hann finnast á víð og dreif og þó sagan setji unga konu í forgrunn fjallar bókin í raun um karl- mennsku. Karlmennskan stendur höllum fæti í íslensku samfélagi og hún verður sífellt óskýrari. Karl- mennirnir í bókinni eiga erfitt með að átta sig á því hvort karlmennska sé að sætta sig við breyskleika sína eða bæla þá niður þar til þeir verða ban- vænir. Sagan byrjar sakleysislega og lýsir nokkuð hefðbundnum heimi þung- lyndrar ungrar manneskju. Samt sem áður byggist spennan upp frá fyrstu blaðsíðu og fljótlega verður erfitt að leggja bókina frá sér. Sakleysið minnkar smám saman og er sagan þannig eins konar þroskaferli. Dimmt þroskaferli þó því gróteskan magnast með hverju orðinu og verður yfir- þyrmandi undir lokin. Undirrituð er ung kona og bjóst ekki við miklu af Degi, rómuðum rit- höfundi sem ætlaði að setja sig í spor ungrar konu. Því var sérstaklega ánægjulegt og í raun óhugnanlegt að sjá hvernig honum fórst verkefnið úr hendi. Aðalpersónan er virkilega sannfærandi sem og aðrar persónur bókarinnar. Að því sögðu hefði bókin mátt vera lengri. Í henni er urmull ónýttra tæki- færa. Lesendur hefðu mátt kynnast móður aðalpersónunnar betur og sömuleiðis föður Tómasar. Lesturinn tók enga stund og allt í einu var löngu ferðalagi lokið. Sagan er gríðarstór og hún hefði haft gott af meira andrými, á tíðum var eins og sagan væri að kafna á síðunum 173. Lesturinn var einfaldlega svo ánægjulegur að það hefði mátt vera meira af honum, eins og í dýrindis belgískri súkkulaðiöskju. Yfirþyrmandi samtími Morgunblaðið/Hari Greining At mati gagnrýnanda tekst rithöfundurinn Dagur Hjartarson listilega á við erfiðar áskoranir, samtímann og það að skrifa sig inn í hugarheim ungrar konu sem samfélagið, og hún sjálf, dæmir harkalega. Skáldsaga Við erum ekki morðingjar bbbbm Eftir Dag Hjartarson. JPV útgáfa, 2019. 173 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Múttan eftir franska höf-undinn HanneloreCayre er samtímisóvægin og hugljúf saga dóttur innflytjenda í Frakklandi. Faðir hennar, glæpon frá Afríku, og dugleysinginn og gyðingurinn móð- ir hennar gifta sig og setjast að við háværa hraðbraut þar sem íbúarnir sameinast um að brjóta lög og hóp- ast saman við hraðbrautina til að fylgjast með þegar umferðarslys hafa orðið. Vegna fransks nafns síns kemst Patience Portefeux lengra en margir nágrannar hennar úr litla samfélaginu við hraðbraut- ina. Við kynnumst henni þegar hún er orðin miðaldra ekkja og á tvær uppkomnar dætur og hún hefur lifi- brauð sitt af því að túlka úr arab- ísku á frönsku fyrir dómsmálaráðu- neytið. Hún hefur þannig atvinnu af því að koma upp um fólk eins og föður sinn og fyrrverandi nágranna sína og hefur mismikla samúð með glæpamönnunum og lögreglunni og túlkar gjarnan eftir eigin hentisemi. Þrátt fyrir að hún þýði endur- tekningarsöm samtöl smá- og stór- glæpona myrkranna á milli nær hún endum varla saman, hvað þá eftir að ónytjungurinn móðir henn- ar er lögð inn á hjúkrunarheimili. Þegar Patience kemst að því við túlkun símtals að eiturlyfjasending hefur farið úrskeiðis sér hún sér leik á borði, lætur til skarar skríða og tekur framtíð sína sem ellilíf- eyrisþegi í eigin hendur. Múttan er ekki hin dæmigerða glæpasaga, enda sýnir höfundurinn fram á það að glæpamenn eru bara fólk eins og aðrir sem þarf að lifa af með einum hætti eða öðrum. Þar er Patience engin undantekning og hver sem les um æviskeið hennar og ævintýri fer að dást að útsjónarsemi hennar og hörku. Söguþráðurinn heldur lesandanum heilluðum frá fyrstu síðum með sínum svarta húmor, heillandi aðalpersónu og spennandi viðfangsefni. Bara fólk Hannelore Cayre sýnir fram á í bók sinni Múttan að glæpamenn eru bara fólk eins og aðrir sem þarf að lifa af með einum hætti eða öðrum. Ekki hin dæmigerða glæpasaga Reyfari Múttan bbbnn Eftir Hannelore Cayre. Hrafnhildur Guðmundsdóttir þýddi. Mál og menning gefur út. 164 bls. kilja, ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Reykjavíkur- Akademían stendur fyrir fyrirlestri Írisar Ellenberger sagnfræðings um franska sjómenn í endurminningum Reykvíkinga á 20. öld, í fund- arsalnum á 4. hæð í Þórunnar- túni í dag kl. 12. „Við aldamótin 1900 var Reykjavík hafnarborg í vexti sem tók árlega á móti ólíkum hópum fólks sem komu til bæjarins, ýmist til að setjast þar að eða staldra við tímabundið. Einn þessara hópa voru franskir sjómenn sem dvöldu í bænum, flestir aðeins í nokkra sólar- hringa á fardögum á sumrin,“ segir í tilkynningu og að franskir sjómenn hafi því óneitanlega sett svip sinn á bæinn. Íris var sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademí- unni þar til hún í lok sumars hóf störf sem lektor í deild faggreina- kennslu við menntavísindasvið Há- skóla Íslands. Franskir sjómenn í endurminningum Íris Ellenberger Efnt hefur við til ljóðasamkeppni á Ljóðadögum Óperudaga sem haldnir verða 30. október til 3. nóvember. Samkeppnin er fyrir alla grunnskólanema á landinu og þema hátíðarinnar er „Ljóð fyrir loftslagið“. Eru öll börn á grunn- skólaaldri hvött til að senda inn ljóð um náttúruna, loftslagið, framtíðarsýn sína og drauma eða annað sem passar við þemað, að því er fram kemur í tilkynningu. Veittar verða viðurkenningar í tveimur flokkum, 1.-5. bekk og 6.- 10. bekk, en valnefndina skipa ís- lenskir rithöfundar, fulltrúi For- lagsins, fulltrúi Norræna hússins, fulltrúi Borgarbókasafnins og fulltrúar hátíðarinnar. Ljóð sem berast á öðrum tungumálum en íslensku fá sér- staka viðurkenningu og verða ljóðin birt á ýmsum stöðum um bæinn og á samfélagsmiðlum meðan á hátíðinni stendur. Á næstu árum verða þau svo mögu- lega notuð í fleiri verkefni á veg- um hátíðarinnar í samráði við ungu skáldin. Ljóðakeppnin stendur til 20. október og skal senda ljóðin með fullu nafni höf- undar, heimilisfangi og símanúm- eri forráðamanns á Ljóðadaga Óperudaga, pósthólf 8783, 108 Reykjavík eða með tölvupósti á operudagar@operudagar.is. Hátíðin Ljóðadagar Óperudaga – Ljóð fyrir loftslagið sækir inn- blástur í baráttukonuna Gretu Thunberg, æskuna, náttúruna, mæður og feður heimsins og eist- nesku söngbyltinguna á 9. áratug síðustu aldar, eins og segir í til- kynningu og er markmið hátíð- arinnar að búa til jákvæðan og valdeflandi vettvang til að huga að loftslagsmálunum. Boðið verður upp á viðburði víða um bæinn í samstarfi við listamenn, umhverfissamtök, menningar- og menntastofnanir og fyrirtæki. Hátíðin mun einnig teygja anga sína út á land, norður í Eyjafjörð. Ljóð samin fyrir loftslagið AFP Innblástur Sænska baráttu- og fyrirmyndarkonan Greta Thunberg. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Starfsmannamyndir fyrir fyrirtæki og stofnanirSkjó t og hröð þjónust a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.