Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 58
Carolina Herrera býður upp á nýjan ilm, BAD BOY, fyrir herramenn sem þora að ilma þannig að eftir þeim er tekið. Ilmurinn er bæði hlýr og tælandi. Sambland af fersku grænu bergamot og hvítum og svörtum pipar sem vinnur vel á móti sætu nót- unum í tonkabauninni. Þeir karlmenn sem þora að sýna bæði karlmennsk- una og einnig sínar við- kvæmu hliðar mega ekki láta þennan ilm framhjá sér fara. Grunntónn ilmsins er amber í bland við sage og sítrusvið sem þykir ein- staklega töfrandi. „BAD BOY“ er nýr ilmur úr smiðju Carolina Herrera. Leikarinn Ed Skrein er andlit „BAD BOY“ ilmsins. Herralegur með aðstoð Herrera MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Marta María mm@mbl.is Hvers vegna ertu að halda námskeið fyrir stjúpmæður og pör í stjúpfjölskyldum? „Flestar stjúpfjölskyldur og margar stjúp- mæður upplifa svipaða hluti sem eru oft mjög fyrirsjáanlegir en fæstir þekkja. Með því að læra um stjúptengsl má koma í veg fyrir algeng- ar uppákomur og vanlíð- an sem getur fylgt þeim. Ég hef rekið mig á að þegar fólk þekkir ekki til þá er tilhneiging til að fólk „kenni hvað öðru um“ sem eykur enn frekar á vandræðin. Flestum finnst sjálfsagt að fara á foreldra- námskeið fyrir verðandi foreldra eða sækja nokkur hundaþjálf- unarnámskeið til að takast á við nýjar áskor- anir á uppbyggilegan hátt. Það sama á við um stjúptengsl,“ segir Valgerður. Hvað er það sem stjúpmæður eru oft að gera vitlaust? „Að setja ekki á sig súrefnisgrímuna og reyna of mikið að þóknast öðrum á sinn eigin kostnað. Konur eru oft hræddar við að „vera leiðinlegar“, reyna að þóknast öllum og rugla því saman við að setja heilbrigð mörk til dæm- is gagnvart maka sínum og taka of mikið að sér gagnvart börnunum í fyrstu. Jafnvel þótt enginn hafi beðið þær um það, sumar halda jafnvel að þær eigi að vera einskonar mæður á heimilinu án þess að hafa „umboð“ til þess frá stjúpbörnum sínum eða maka. Nú svo getur makinn og stjúpforeldrið verið sammála en stjúpbörnin láta óspart vita að „hún er ekki mamma mín“. Það eru til ýmsar útgáfur á þessu. Það er líka möguleiki á að öllum líki mjög vel við hana sem stjúpu og það sem hún stend- ur fyrir á heimilinu en hún sjálf er að koðna niður innan frá. Birtist það meðal annars í því að allir vinkonuhittingar, saumaklúbbar eða aukavinna er sett á þann tíma sem stjúpbörn- in eru á heimilinu,“ segir Valgerður. Valgerður bendir á að það fylgi þessu verk- efni mikil óvissa. „Sérstaklega þegar fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig dýnamík stjúpfjöl- skyldna er. Allt of margar konur spyrja hvort þær megi hafa svona og hinsegin tilfinningar gagnvart hlutverkinu í stað þess að virða sínar tilfinningar og skoða hvað megi gera til að þeim líði betur. Þessi óvissa og löngun til að öllum líki við hana veldur því m.a. að aðrir skilgreina hlutverk stjúpunnar en ekki hún sjálf. Við ræðum þessa hluti og fleira meðal annars á örnámskeiðinu þann 28. október. Þann 22. október verður í boði fyrir þær kon- ur 6 vikna námskeið sem kallast Stjúpuhitt- ingur.“ Hvers vegna verða samskipti stjúpmæðra og stjúpbarna oft svona stirð? „Það vantar oftast upp á tengslamyndunina milli stjúpmæðra og barna í slíkum tilvikum. Við þurfum að einblína meira á maður á mann samskipti og kynnast hvert öðru áður en við förum að beita okkur. Oft og tíðum vantar líka upp á samvinnu parsins t.d. um reglur á heim- ilinu. Stjúpmæðrum/feðrum finnst foreldrið ekki vera að fylgja eftir reglum heimilisins og fer þá „beint í börnin“ sem taka því illa. En stundum samþykkir foreldrið einhverja reglu sem það er í raun ekki tilbúið að fylgja eftir, í stað þess að ræða það við stjúpforeldrið og móta reglur sem henta öllum. Skortur á sam- starfi bæði á milli stjúpforeldra og foreldra á heimili og á milli heimila bitnar því mjög oft á börnunum. Jafnvel finnst börnum að stjúpfor- eldrið stjórni foreldri þeirra og stjúpforeldr- inu að börnin stýri foreldrinu þegar þau eru á heimilinu.“ Ef þú ættir að gefa stjúpmóður eitt ráð, hvað væri það? „Lærðu um stjúptengsl og hlúðu vel að sjálfri þér.“ Svo ertu líka með paranámskeiðið. Hvað græða pör á því að fara á svona námskeið? „Það sem flestir segja að þeir hafi grætt mest á er að hitta önnur pör í svipuðum spor- um. Jafnframt með því að læra um helstu áskoranir stjúpfjölskyldna er eins og að fá gott landakort til að fara eftir. En skorti mörk, samstarf og skilning á stöðu bæði foreldra og stjúpforeldra sem og barna er hætta á að pirringur og árekstrar verði tíðir. Næsta paranámskeið byrjar 18. október og síðan annað þann 8. nóvember.“ Finnst þér stjúptengsl verða flóknari með tilkomu samfélagsmiðla? „Það er stundum viðkvæmt mál þegar stjúpforeldrar birta myndir af sér með stjúp- börnum sínum á Facebook eða öðrum miðlum en alls ekki í öllum tilvikum. Foreldrum barnanna á hinu heimilinu getur fundist að sér vegið sem foreldri en við þurfum sjaldnast að óttast að börn skipti foreldrum sínum út fyrir stjúpforeldra. Í öðrum tilvikum birtist mynd af foreldri með stjúpbörnum sínum, og fer það fyrir brjóstið á börnunum á hinu heimilinu sem ekki eru með. Stundum hafa ungmenni lokað á stjúpforeldra sína á samfélagsmiðlum án út- skýringa af þeirri einföldu ástæðu að slíkar myndir geta sært. Tilfinningin að vera „út- undan“ er sterk. Samfélagsmiðlar geta líka auðveldað fólki að fá yfirsýn yfir líf barna sinna og stjúp- barna, sem gjarna glatast við það að eiga börn sem tilheyra tveimur heimilum,“ segir Val- gerður. Hægt er að fá nánari upplýsingar á stjup- tengsl@stjuptengsl.is. Stjúpmæður reyna oft of mikið að þóknast öðrum AFP Hið heilaga hjónaband Valgerður segir að það sé jafnsjálfsagt að fara á námskeið í stjúp- tengslum eins og að fara á hundanámskeið þegar þú eignast hund í fyrsta skipti. Valgerður Halldórsdóttir Valgerður Halldórsdóttir, fé- lags- og fjölskylduráðgjafi, rek- ur fyrirtækið stjuptengsl.is. Nú er hún að fara að halda nám- skeið fyrir stjúpmæður og líka fyrir pör í stjúpfjölskyldum. Hún segir að samfélagsmiðlar hafi áhrif á samskipti stjúpfor- eldra við stjúpbörn og það geti verið auðvelt fyrir börn að upp- lifa að þau séu „útundan“ þeg- ar verið er að pósta látlaust þegar börnin eru ekki með í för. Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Ég vil... Þétta slappa húð á andliti og hálsi Grynka hrukkur og línur Auka kollagenframleiðslu LASERLYFTING Náttúruleg andlitslyfting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.