Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég lít á þessa bók sem fjölskyldu- bók, enda er hún aðgengileg fyrir alla, gefur gott yfirlit yfir ævi Kjar- vals og list auk þess sem myndirnar leika stórt hlutverk. Við höfum hér- lendis lítið séð af þessu bókmennta- formi, þ.e. ævisögur fyrir krakka, en þetta er hratt vaxandi form erlend- is,“ segir Margrét Tryggvadóttir, höfundur bókarinnar Kjarval: Mál- arinn sem fór sínar eigin leiðir. Eins og segir á bókarkápu er hún skrifuð fyrir börn og unglinga, en hentar ekki síður eldri lesendum sem vilja vita meira um Jóhannes S. Kjarval og íslenska myndlist. Verkin fá að njóta sín Talandi um myndefnið þá vekur það strax athygli þegar bókin er handfjötluð hversu hátt myndunum er gert undir höfði og hönnun bókarinnar falleg. Sástu strax fyrir þegar þú hófst handa við að skrifa bókina hvernig þú vildir hafa hana sjónrænt? „Já, ég gerði það. Þetta er sama snið og Íslandsbók barnanna eftir okkur Lindu Ólafsdóttur sem kom út fyrir þremur árum. Mér fannst mikilvægt að hafa bókina í stóru broti til þess að myndefnið nyti sín sem best. Ég óskaði sérstaklega eft- ir því að vinna með Alexöndru Buhl sem hannaði bókina. Ég kom með ákveðnar hugmyndir sem hún kjarnaði ótrúlega vel. Mig langaði að bókin væri lífleg og langaði til að nota þessa persónulegu muni sem ég vissi að væru til og birtast á myndum víðs vegar um bókina,“ segir Margrét og vísar þar til muna sem Kolbrún Kjarval, barnabarn listamannsins, hélt til haga og kom á Minjasafn Austurlands þar sem er Kjarvalsstofa. „Mig langaði líka að verkin fengju að njóta sín, enda eru þau aðalatriðið, og þess vegna eru þau alltaf afmörkuð eða á sér síðum.“ Hvar leitaðir þú fanga í nálgun þinni á efnið og skrifin? „Ég fór ekki í neinar frumheim- ildir eða lagðist í frumrannsóknir á honum, enda búið að vinna þá vinnu. Það hafa verið skrifaðar margar frá- bærar bækur um Kjarval í gegnum tíðina og ég las þær og einnig viðtöl sem við hann hafa birst. Bókin mín byggist því á öðrum ritum.“ Hvað fannst þér mikilvægt að draga fram um ævi og list Kjarvals og kynna þínum lesendum? „Mitt meginhlutverk er að mat- reiða efniviðinn ofan í börn og ungt fólk þannig að þetta verði spenn- andi, aðgengilegt og skemmtilegt. Það hefði verið mjög auðvelt að búa til bók um Kjarval um goðsöguna um þennan sprellikarl og leikrit sem hann setti sjálfur svolítið á svið. Mig langaði ekki að gera það. Mig lang- aði að setja fókusinn á það hvernig fátækur drengur sem býr eiginlega í myndlausum heimi fær þá flugu í höfuðið að verða listamaður og nær að uppfylla sköpunarþrá sína sam- tímis því sem hann stuðlar að því að landið verði menningarland. Í gegn- um það sem ég hef lesið upplifi ég hann sem mann sem var ekki alltaf mjög hamingjusamur og þess vegna fannst mér mikilvægt að birta ekki af honum einhverja trúðsmynd,“ segir Margrét. Frumkvöðull í náttúruvernd Hvað er það við Kjarval og list hans sem gerir það að verkum að hann lifir svona sterkt með þjóðinni? „Það er ansi margt. Sem málari og listamaður var hann algjörlega magnaður. Samtímis því var hann svo mikill frumkvöðull sem birti okkur landið okkar með alveg nýjum hætti og breytti sýn okkar á íslenska náttúru. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að hann var frumkvöðull í náttúru- vernd og mikill náttúruverndar- sinni.“ Það vakti athygli mína að þú til- einkar foreldrum þínum, Elínbjörtu Jónsdóttur og Tryggva Páli Frið- rikssyni, bókina með þeim orðum að þau hafi farið með þig á mun fleiri myndlistarsýningar en þér sjálfri þótti hæfilegt þegar þú varst lítil stelpa. Hversu mikilvægt finnst þér að kynna listir fyrir börn? „Foreldrar mínir eru forfallið myndlistaráhugafólk. Þau hafa rekið listagallerí í yfir 20 ár, en löngu fyrir þann tíma fóru þau á allar mynd- listarsýningar og drógu okkur börn- in með. Okkur fannst þetta mis- skemmtilegt. Söfn eru orðin miklu barnvænlegri í dag en þau voru fyrir 40 árum,“ segir Margrét og bendir sem dæmi á að yfirstandandi sýn- ingar Listasafns Reykjavíkur séu allar mjög áhugaverðar fyrir börn. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að halda menningu, hvort heldur það er myndlist, bókmenntir, tónlist, leiklist eða annað, að börnum. Það er stór og mikilvæg jöfnunaraðgerð að tryggja öllum börnum aðgengi að menningu, helst í gegnum skóla- kerfið, því þar getum við náð til allra barna.“ Ekki minni vinna Ertu farin að leggja drög að næstu bók? „Já, við Linda Ólafsdóttir sem skrifuðum Íslandsbók barnanna er- um núna að skrifa bók sem heitir Reykjavík barnanna og er væntan- leg á næsta ári. Þetta er mjög spennandi verkefni sem unnið er í sama anda og Íslandsbók barnanna, þar sem við fléttum saman ýmsum sögulegum staðreyndum.“ Er ekki ákveðin áskorun að tak- marka textann í skrifum sínum fyrir börn samtímis því sem lesefnið þarf að vera upplýsandi? „Við vinnslu bókanna skrifa ég alltaf alltof mikið, því mér finnst ég ekki ná utan um efnið nema skrifa mig í gegnum það. Svo taka við skærin og ruslatunnan þegar ég byrja að skera niður. Það hljómar mjög einfalt að skrifa fræðilegt efni fyrir krakka, en maður þarf ekki að vita minna heldur aðeins taka allan fróðleikinn og þjappa honum á sama tíma og dýptin þarf að vera til staðar. Þó textinn verði styttri er þetta ekki endilega minni vinna.“ Prófar þú texta þína á vinnslustigi á börnum sem þú þekkir til að sjá hvort og hvernig hann virki? „Já, ég bæði les upphátt fyrir þau og sýni þeim textann. Stundum þeg- ar ég er að vinna efnið segi ég krökkum frá og þá finn ég oft tóninn sem ég þarf að nota í skrifunum.“ Áttu von á því að nýja bókin um Kjarval verði þýdd, t.d. á ensku? „Það hefur verið spurt um það síðustu daga, en það er ekki á mínu valdi. Íslandsbók barnanna var gefin út á ensku og hefur gengið mjög vel. Það væri mjög gaman ef bókin um Kjarval kæmi út á öðrum málum.“ Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Algjörlega magnaður listamaður  Margrét Tryggvadóttir er höfundur bókarinnar Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir  Hún segir það meginhlutverk sitt að gera efniviðinn spennandi, aðgengilegan og skemmtilegan Listamaðurinn Jóhannes S. Kjarval í vinnustofu sinni við Sigtún 7. Fluga„Mig langaði að setja fókusinn á það hvernig fátækur drengur sem býr eiginlega í mynd- lausum heimi fær þá flugu í höfuðið að verða listamaður,“ segir Margrét Tryggvadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.