Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 46
Í tilefni af umræðu sem komið hefur upp um þóknun opinberra starfsmanna fyrir setu í stjórn félagsins Lindarhvols ehf. er rétt að rifja aðeins upp hvernig sölu þeirra eigna sem ríkið fékk í fangið í kjölfar banka- hrunsins var háttað. En í kjölfar banka- hrunsins fékk ríkið í fangið fjölda eigna og krafna. Umsýsla þess og úr- vinnsla var sérstakt viðfangsefni en utanumhaldið var ógagnsætt. Stofn- að var sérstakt eignarhaldsfélag, Eignasafn Seðlabanka Íslands, utan um kröfur, veð og fullnustueignir Seðlabanka Íslands. Annað félag, Sölvhóll ehf., átti að hafa það hlut- verk að vinna úr eignunum til að há- marka virði þeirra og koma þeim í verð þegar markaðsaðstæður leyfðu, með samþykki stjórnar ESÍ. Þessu til viðbótar hafa fleiri félög verið not- uð utan um eignir. Hildu ehf. fékk Seðlabankinn í fangið árið 2011 og síðan var félagið Lindarhvoll ehf. stofn- að árið 2016. Þar sem haldið var utan um þessar eigur ríkisins í mismunandi einkahlutafélögum er á huldu hve miklum eða verðmætum eign- um þeim einstak- lingum, sem sátu í stjórnum þessara fé- laga, var treyst fyrir. Af lestri ársreikninga þeirra er ljóst að þar í gegn runnu fleiri hundruð milljarðar króna. Hafa ber í huga að eignir ESÍ árið 2009 námu tæplega 500 millj- örðum króna. Þá eru ótaldar eignir hinna félaganna. Til samanburðar voru allar tekjur ríkissjóðs árið 2009 um 440 milljarðar króna. Í lok októ- ber 2017 var samþykkt að slíta ESÍ og skipa félaginu slitastjórn en þar sátu sömu aðilar og stýrt höfðu fé- laginu. Þá voru eignir félagsins rétt um 8 milljarðar króna. Ógagnsæ sala ríkiseigna Undanfarin ár hafa einkum tvö fé- lög, ESÍ og Lindarhvoll ehf., séð um umfangsmikla sölu á ríkiseignum. Báðir aðilar eiga sammerkt að þess var vandlega gætt að ógagnsæi ríkti um starfsemi þeirra, þvert á stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og raunar allra flokka á Alþingi. Stað- reyndin er sú að örfáum einstak- lingum, embættismönnum og vildar- vinum, var falið að selja ríkiseigur fyrir hundruð milljarða króna án nokkurs eftirlits svo vitað sé. Sömu einstaklingar komu jafnvel við sögu í báðum þessum félögum. Ættu skattgreiðendur að óttast eitthvað, er það ógagnsæ meðferð á eignum ríkisins. „Bankaleynd“ Nú tveimur árum eftir slit ESÍ hafa nær engar upplýsingar verið gefnar um starfsemi félagsins, hvort tekist hafi að hámarka virði eign- anna, af hvaða eignum var tap, hver kostnaður var við utanumhaldið, hverjir keyptu og svo framvegis. Seðlabankinn, undir forystu Más Guðmundssonar, lofaði skýrslu um starfsemina og átti hún að koma út á síðasta ári. Ekkert bólar á henni en líklega munu fyrrverandi stjórn- endur ESÍ, sem jafnframt sáu um að slíta félaginu, skrifa hana sjálfir og svara fáu. Vitað er að stjórnendur ESÍ óskuðu eftir því að vera tryggt skaðleysi vegna starfa sinna. Því var synjað af ráðherra, eftir að á það var bent, en óljóst er hvort Seðlabank- inn hafi sjálfur ábyrgst starfsmenn- ina umfram hefðbundna vinnuveit- endaábyrgð. Hvað sem því líður vekur óskin áleitnar spurningar. Þegar þingmenn hafa leitað eftir upplýsingum um starfsemi ESÍ hef- ur öllum spurningum verið svarað með útúrsnúningum og vísunum í að bankaleynd ríki um hana þó að um hefðbundin einkahlutafélög sé að ræða. Þess var að auki gætt að reikningar ESÍ birtust ekki á vefsíð- unni „Opnir reikningar“, sem birtir greidda reikninga ráðuneyta og nánast allra ríkisstofnana, þrátt fyr- ir að félagið hafi líklega keypt sérfræðiráðgjöf fyrir hundruð millj- óna króna á hverju ári. Þess má geta að ESÍ og eitt dótturfélag þess, Hilda, fengu undanþágu frá upplýsingalögum með bréfi frá forsætisráðuneytinu í lok árs 2015. Undir Hildu voru færð- ar margar eignir eignaumsýslu- félagsins Dróma, þar með taldar um 700 fasteignir sem sömu einstak- lingar og stjórnuðu ESÍ sáu um að selja. Þagnarskyldunni hefur óspart verið beitt þegar óskað hefur verið sjálfsagðra svara um ráðstöfun ríkiseigna. Lindarhvoll Lindarhvoll er einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs og var meðal annars falið að selja þær eignir sem lagðar voru til ríkissjóðs sem hluti af svo- kölluðu stöðugleikaframlagi fjár- málafyrirtækja í tengslum við nauðasamningana. Samið var við sálfstætt starfandi lögfræðing um að sjá um reksturinn. Í stjórn félagsins sátu þrír ríkisstarfsmenn og fékk stjórnarformaðurinn, starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, um 450.000 kr. á mánuði en meðstjórnendurnir, kennari í Háskóla Íslands og fram- kvæmdastjóri ESÍ, um 300.000 kr. Fjármálaráðherra ákvað stjórnar- launin (embættismenn í mörgum launuðum störfum hjá ríkinu væri efni í aðra grein!). Með því að stofna sérstakt einkahlutafélag til þess að annast þessi verkefni, í stað þess að sinna þeim í ráðuneytinu, var hægt að komast hjá lögum og reglum um upplýsingagjöf en Lindarhvoll heyrði ekki undir „Opna reikninga“ frekar en ESÍ. Gríðarlegar upphæðir fóru um hendur stjórnenda Lindarhvols þau tvö ár sem félagið starfaði. Enn eru deilur um sölur á eignum félagsins og ýmislegt sem bendir til að fag- mennska og heilindi hafi ekki alltaf verið höfð að leiðarljósi. Öllum til- raunum til að fá upplýsingar frá fé- laginu hefur verið mætt með út- úrsnúningum og oft skætingi. Sjálfsögðum upplýsingum, eins og um aðgang að tilboðum eftir að til- boðsferli lauk, nöfnum tilboðsgjafa og upplýsingum um fjölda stjórnar- funda á ári er synjað og þarf að slíta út úr félaginu með aðstoð úrskurð- arnefndar um upplýsingamál. Sett- ur ríkisendurskoðandi tók út rekst- ur Lindarhvols fyrir tveimur árum og skrifaði um hann greinargerð sem var afhent sumarið 2018. Ein- hverra hluta hefur hún enn ekki ver- ið gerð opinber. Hvað er þar sem þolir ekki dagsljósið? Spilling? Fátt er vandasamara en sala ríkiseigna. Til að vel eigi að fara þarf að gæta þess sérstaklega að sölu- ferlið sé gagnsætt og hafið yfir allan vafa. Í grein sem birtist í Morgun- blaðinu í mars 2009 bentu hagfræð- ingarnir Jón Steinsson og Gauti Eggertsson á hættuna við sölu ríkis- eigna í tengslum við eignasölufyrir- tæki á vegum ríkisins. Þar sagði: „Stærsti ókosturinn er hætta á spill- ingu. Reynslan hefur kennt Íslend- ingum – og raunar öðrum þjóðum – að þegar ríkið selur eignir er mikil hætta á því að umsjónarmenn sölu- ferlisins selji vinum, ættingjum eða jafnvel sjálfum sér verðmætar eign- ir á undirverði. Hugmyndum um eignasölufyrirtæki verða því að fylgja raunhæfar leiðir til þess að takmarka spillingu.“ Það er auðvelt að opna heimasíðu og segja að „sala og ráðstöfun mun[i] eiga sér stað að undan- gengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóð- enda“. Raunin er hins vegar, þegar kemur að þessum félögum, að það var eingöngu í orði en ekki á borði. Viðvörunarorð hagfræðinganna voru virt að vettugi. Alþingismenn og ráðherra virðast ennfremur hafa verið sofandi á verðinum. Ríkisend- urskoðun hefur einnig horft í aðra átt og Umboðsmaður Alþingis hvergi sjáanlegur. Eftir á að hyggja er með ólík- indum að enginn hafi spurt sig hvort eðlilegt væri að setja eignir sem nema hærri fjárhæð en árstekjum ríkissjóðs í hendur nokkurra ein- staklinga, án nokkurs virks aðhalds og eftirlits. Eftir Skafta Harðarson »Eftir á að hyggja er með ólíkindum að enginn hafi spurt sig hvort eðlilegt væri að setja eignir sem nema hærri fjárhæð en árs- tekjum ríkissjóðs í hendur nokkurra ein- staklinga, án nokkurs virks aðhalds og eftir- lits. Skafti Harðarson Höfundur er formaður Samtaka skattgreiðenda. Mestu eignaflutningar sögunnar – í skjóli nætur og þagnarskyldu 46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Loksins hafa vinstri- flokkarnir í Reykjavík, sem hafa verið við völd í borginni nær óslitið í 20 ár, gert hverjum manni ljóst hver meginstefna þeirra í umferðarmálum er: Að skapa grundvöll fyrir dýrari almennings- samgöngur en nú eru í boði. Á tíunda áratug síð- ustu aldar var fjárhagsleg aðkoma ríkisins á vegakerfinu í höfuðborginni í sögulegu hámarki. Var það undir for- ystu sjálfstæðismanna. Síðan vinstri- menn tóku við völdum hafa þeir hins vegar ítrekað hafnað fjármagni frá ríkinu fyrir framkvæmdum á höfuð- borgarsvæðinu sem myndu ýmist greiða fyrir umferð eða stuðla að auknu umferðaröryggi. Má þar nefna ýmis mislæg gatnamót og byggingu göngubrúa yfir helstu stofnbrautir. En hvers vegna að neita framkvæmdum? Kærkomið framkvæmdastopp Eftir hrun samdi Reykjavíkurborg, með vinstriflokka í meirihluta, við ríkið um framkvæmdastopp á höfuðborgar- svæðinu. Sá kreppusamningur fól í sér að falla frá fram- kvæmdum sem taldar voru brýnar á þeim tíma og í staðinn var lagður milljarður á ári í Strætó í þeim tilgangi að efla al- menningssamgöngur og auka hlutdeild þeirra í umferðinni. Nú, nærri áratug síðar, hefur kom- ið á daginn að hlutdeild almenningssamgangna hefur ekki aukist, heldur staðið í stað og er um 4% af allri umferð. Verk- efnið misheppnaðist al- gjörlega þar sem fjöldi bíla á vegum borgarinnar hefur aldrei verið meiri og tafir í umferðinni hafa aukist með tilheyrandi óánægju borgarbúa. Um miðjan septembermánuð var tillaga flutt í borgarstjórn Reykja- víkur um að slíta samningnum og þar með stöðva þetta framkvæmdastopp þar sem markmiðið með því hefði ber- sýnilega mistekist. Að sjálfsögðu var borgarstjóri ekki sammála því að markmiðið hefði mistekist, því í hans huga fól samningurinn í sér kærkomið framkvæmdastopp sem olli töfum og almennri biturð út í fjölda bíla á göt- unum. Hans verkefni er nefnilega að selja hugmyndina um að „borgarlína – hágæða almenningssamgöngur“ sé nauðsynleg framkvæmd til að hægt sé að greiða fyrir umferð í borginni. Án hennar mun ástandið einungis geta versnað. Tilgangurinn helgar meðalið. Markviss biturð út í einkabílinn Í COWI-skýrslunni um borgarlínu kemur skýrt fram að hlutdeild al- menningssamgangna þurfi að vera 12% svo að forsendur séu fyrir hrað- vagnaútgáfu borgarlínu: „Þetta þýðir að styðja þarf við borgarlínu með þétt- ingu byggðar (samgöngumiðað skipu- lag) í kringum hágæða stoppistöðvar þar sem forgangur er fyrir almenn- ingssamgöngur á kostnað einkabí- laumferðar. Jafnframt þarf bílastæða- stefna að vera ströng með færri bílastæðum og aukinni gjaldheimtu, aðgengi gangandi og hjólandi þarf að vera mjög gott og strætókerfið þarf að styðja við borgarlínuna til að vel takist til og markmið um fjölgun farþega í al- menningssamgöngum náist.“ Með öðrum orðum er einungis grundvöllur fyrir borgarlínu á kostnað bílferða og því hefur ekkert verið gert til að auðvelda fólki að komast á milli staða með bíl í áratug. Þétta þarf byggð vegna þess að annars verður fjöldi íbúa í nálægð við borgarlínu ekki nægur og þá mun 12% markmiðið ekki nást. Því þarf einnig að byggja fjöl- mennar blokkaríbúðir meðfram þess- um samgönguási og takmarka bíla- stæði við þær. Þannig er gert ráð fyrir því að kaupendur framtíðarinnar vilji flestir búa í blokk ofan í umferðargötu með tilheyrandi áreiti og hávaðameng- un og vilji nýta sér almennings- samgöngur, annars standast for- sendur fyrir borgarlínu ekki. Uppsöfnuð þörf Nú eru menn loksins að vakna og þverpólitísk sátt ríkir um uppsafnaða þörf fyrir samgöngubætur á höf- uðborgarsvæðinu. Allir eru sammála um að efla þurfi almennings- samgöngur og byggja þurfi upp hjóla- og göngustíga samhliða því að ráðast í endurbætur á stofnbrautum. Efla þurfi alla þessa þætti til þess að fólk geti farið á milli staða með fjöl- breyttum hætti enda sýna skýrslur að breyttar ferðavenjur séu nauðsyn- legar samhliða löngu tímabærum um- ferðarframkvæmdum til að draga úr tafatíma allra í umferðinni. Lengi vel var bílnum gert hátt undir höfði. Það tók hægt og rólega breytingum en það þýðir ekki að nú sé ráð að fara út í öfg- ar í hina áttina. Víða er þörf á for- gangsreinum fyrir strætó. Þó ekki í þeim mæli sem nýjustu hugmyndir eru um vegna þess að því skal haldið til haga að umbætur á gatnakerfinu nýtast almenningsvögnum einnig, hvort sem um er að ræða hágæða hraðvagna eða Strætó bs. Breyttar ferðavenjur munu eiga sér stað yfir langt skeið, en ekki skjótt og ekki í eins ríkum mæli og áætlanir gera ráð fyrir. Fólk þarf að hafa val um hvaða ferðamáta það kýs. Sú stefna að gera einum samgöngumáta hátt undir höfði á kostnað annarra og þröngva þannig fólki til þess að breyta um ferðavenjur hefur ekki einungis mistekist, heldur ber vott um forræðishyggju og ólýð- ræðisleg vinnubrögð. Flokkur sem kennir sig við frelsi og val ætti undir engum kringumstæðum að steypa alla borgarbúa í sama mót, heldur að stuðla að fjölbreyttum samgöngu- mátum. Tilgangurinn og meðalið Eftir Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson » Sú stefna að gera einum samgöngu- máta hátt undir höfði á kostnað annarra og þröngva þannig fólki til þess að breyta um ferðavenjur ber vott um forræðishyggju og ólýð- ræðisleg vinnubrögð. Inga María Hlíðar Thorsteinson Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. inga.maria.hlidar.thorstein- son@reykjavik.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Kragelund stólar K 406
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.