Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is formlegir þátttakendur í Nordia- sýningunum en efni frá þeim löndum hefur engu að síður ratað á sýn- ingar, enda á frímerkjasöfnun sér engin landamæri. Landssamband ís- lenskra frímerkjasafnara annaðist þátttöku Íslendinganna. Formaður þess er Gísli Geir Harðarson og var hann umboðsmaður Nordia í Nor- egi. samskipta sem eiga sér stað í gegn- um landssambönd en ekki einstaka klúbba. Íslenskir sýnendur hafa ver- ið á bilinu sjö til níu á hverri Nordia- sýningu í gegnum tíðina. Sérstakt kerfi er notað til þess að dæma eftir á þessum sýningum og er dómum skipt í fjóra flokka í samræmi við al- þjóðlegar reglur. Grænland og Færeyjar eru ekki Sjö Íslendingar tóku þátt í norrænu frímerkjasýningunni Nordia 2019 sem haldin var í Noregi nýverið. Sýningin er haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Á síðasta ári var Nordia haldin hér á landi en Íslend- ingar héldu fyrstu sýninguna í Laugardalshöll árið 1984. Þeir Íslendingar sem tóku þátt í Nordia að þessu sinni voru Sig- tryggur Rósmar Eyþórsson, sem sýndi safn íslenskra bréfspjalda frá 1879 til 1920 og var sýnt í meist- arahóp sýningarinnar, Árni Gúst- afsson sýndi íslenskan skipapóst fram til 1903, Hjalti Jóhannesson sýndi íslensk kórónumerki, Páll A. Pálsson sýndi merki er tengjast Kristjáni konungi IX., Vilhjálmur Sigurðsson sýndi íslenskar frí- merkjaútgáfur frá 1873 til 2019 og Hálfdán Helgason sýndi alþjóða svarmerki. Þá sýndi Helgi Gunn- arsson merki tengd íslenska refnum. Sigtryggur Rósmar hlaut stór gullverðlaun á sýningunni. Árni, Páll, Hjalti og Vilhjálmur hlutu stór silfurverðlaun og Helgi hlaut silfur- verðlaun. Landssamband frímerkjasafnara annast umsjón þessara norrænu Sjö Íslendingar sýndu frímerki á Nordia  Íslenskir frímerkjasafnarar gerðu það gott í Noregi Ljósmynd/Páll A. Pálsson Frímerkjasýning Hluti af hópi íslenskra frímerkjasafnara sem tóku þátt í Nordia-sýningunni sem fram fór í Noregi á dögunum. Sjálfstæðisflokk- urinn mælist með mest fylgi stjórn- málaflokka, sam- kvæmt könnun MMR. Fylgi hans er nú 19,8%, einu og hálfu prósentustigi meira en við mælingu MMR í september. Næstur kemur Miðflokkurinn. Fylgi hans mældist 14,8% og jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. Fylgi Sam- fylkingarinnar mældist nú 14,1% sem er heldur minna en síðast. Fylgi Viðreisnar mældist 11%, heldur meira en í síðustu könn- un. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,3% sem er 2,5% minna en síðast. Fylgi Framsóknarflokks- ins mældist 10,1% sem er tals- vert minna en í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 8,8% en hreyfingin mældist með 12,4% í síðustu könnun þannig að fallið er rúmlega þrjú og hálft pró- sentustig. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 42,0% en var 43,7% í síðustu könnun. Píratar missa tals- vert fylgi  Sjálfstæðisflokkur mælist með 19,8% Nú stendur yfir fundur Norður- skautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða en þetta er í fyrsta sinn sem ráðin koma saman. Að sögn utanríkisráðuneytisins er fundurinn liður í þeirri stefnu að auka samstarf milli ráðanna tveggja en hann er sóttur af fulltrúum aðildarríkja Norðurskautsráðsins, vinnuhópa ráðsins, fastafulltrúum frumbyggjasamtaka á norður- slóðum og fulltrúum viðskiptalífs. Grunnurinn að þessum fundi var lagður í Rovaniemi í Finnlandi síð- astliðið vor þegar Ísland tók við for- mennskukeflinu í Norðurskauts- ráðinu. Þá undirrituðu fulltrúar beggja ráðanna viljayfirlýsingu um aukið samstarf í þágu sameiginlegra markmiða. Felur þetta í sér samráð og upplýsingamiðlun og er fundur- inn fyrsta skrefið á þeirri vegferð, að sögn utanríkisráðuneytisins. Bláa hagkerfið Ráðuneytið segir að á fundinum séu til umfjöllunar fjögur svið þar sem viðfangsefni ráðanna tveggja liggja saman, þ.e.a.s. sjóflutningar og bláa hagkerfið, fjarskipti, sjálf- bær auðlindanýting og líffræðilegur fjölbreytileiki, og ábyrgar fjárfest- ingar og samfélagsábyrgð fyrir- tækja. Þessi þemu endurspegli áherslur í formennskuáætlunum Norðurskautsráðsins og Efnahags- ráðs norðurslóða en Ísland fer um þessar mundir með formennsku í báðum ráðum. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 sem vettvangur samstarfs um sjálfbæra þróun á norðurslóð- um, með virkri þátttöku frum- byggja á svæðinu. Efnahagsráð norðurslóða var stofnað árið 2014 með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri og ábyrgri þróun, efna- hagsvexti og samfélagsþróun á norðurslóðum og stuðla að stöðugu, fyrirsjáanlegu og gagnsæju við- skiptaumhverfi. Fyrsta skref í samráði þjóða  Norðurskautsráðið og Efnahagsráð norðurslóða saman á fundi í fyrsta skipti Fundað um norðurslóðir Fulltrúar á sameiginlegum fundi Norðurskautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða. Kynningarfyrirlestrar verða haldnir í Landsbókasafninu og Bókasafni Kópavogs nk. laugardag um kenn- ingar Brunos Grönings, sem var þýskur heilari og starfaði um miðbik síðustu aldar, kallaður „kraftaverka- heilari“. Hann fæddist árið 1906 og lést 1959. Einnig verður heimildarmynd um Gröning sýnd í Landsbókasafninu á sunnudag kl. 11. Stendur sýning myndarinnar yfir til kl. 16.30 með tveimur hléum. Vinahringur Brunos Grönings hér á landi stendur fyr- ir fyrirlestrunum og sýningu mynd- arinnar. Fyrri fyrirlesturinn verður kl. 11 á laugardaginn í Landsbókasafn- inu og sá seinni kl. 15 sama dag í Bókasafni Kópavogs í Hamraborg. Yfirskrift fyrirlestranna er: „Eru lækningar og heilsa aðeins draum- kenndar sýnir og draumar í dag?“ Í tilkynningu frá vinahringnum segir m.a. að Gröning hafi á fimmta áratug síðustu aldar auðnast að hjálpa fólki til að öðlast heilbrigði, með beitingu einfaldra huglægra að- ferða, eins og það er orðað. „Sjúk- dómar eru orð sem liggja á allra vörum. Verður svo að vera? Í þá veru verður heilbrigði að teljast full- komlega eðlilegar kringumstæður,“ segir m.a. í tilkynningunni. Fyrirlestrar og mynd um Gröning Bruno Gröning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.