Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 26

Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is formlegir þátttakendur í Nordia- sýningunum en efni frá þeim löndum hefur engu að síður ratað á sýn- ingar, enda á frímerkjasöfnun sér engin landamæri. Landssamband ís- lenskra frímerkjasafnara annaðist þátttöku Íslendinganna. Formaður þess er Gísli Geir Harðarson og var hann umboðsmaður Nordia í Nor- egi. samskipta sem eiga sér stað í gegn- um landssambönd en ekki einstaka klúbba. Íslenskir sýnendur hafa ver- ið á bilinu sjö til níu á hverri Nordia- sýningu í gegnum tíðina. Sérstakt kerfi er notað til þess að dæma eftir á þessum sýningum og er dómum skipt í fjóra flokka í samræmi við al- þjóðlegar reglur. Grænland og Færeyjar eru ekki Sjö Íslendingar tóku þátt í norrænu frímerkjasýningunni Nordia 2019 sem haldin var í Noregi nýverið. Sýningin er haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Á síðasta ári var Nordia haldin hér á landi en Íslend- ingar héldu fyrstu sýninguna í Laugardalshöll árið 1984. Þeir Íslendingar sem tóku þátt í Nordia að þessu sinni voru Sig- tryggur Rósmar Eyþórsson, sem sýndi safn íslenskra bréfspjalda frá 1879 til 1920 og var sýnt í meist- arahóp sýningarinnar, Árni Gúst- afsson sýndi íslenskan skipapóst fram til 1903, Hjalti Jóhannesson sýndi íslensk kórónumerki, Páll A. Pálsson sýndi merki er tengjast Kristjáni konungi IX., Vilhjálmur Sigurðsson sýndi íslenskar frí- merkjaútgáfur frá 1873 til 2019 og Hálfdán Helgason sýndi alþjóða svarmerki. Þá sýndi Helgi Gunn- arsson merki tengd íslenska refnum. Sigtryggur Rósmar hlaut stór gullverðlaun á sýningunni. Árni, Páll, Hjalti og Vilhjálmur hlutu stór silfurverðlaun og Helgi hlaut silfur- verðlaun. Landssamband frímerkjasafnara annast umsjón þessara norrænu Sjö Íslendingar sýndu frímerki á Nordia  Íslenskir frímerkjasafnarar gerðu það gott í Noregi Ljósmynd/Páll A. Pálsson Frímerkjasýning Hluti af hópi íslenskra frímerkjasafnara sem tóku þátt í Nordia-sýningunni sem fram fór í Noregi á dögunum. Sjálfstæðisflokk- urinn mælist með mest fylgi stjórn- málaflokka, sam- kvæmt könnun MMR. Fylgi hans er nú 19,8%, einu og hálfu prósentustigi meira en við mælingu MMR í september. Næstur kemur Miðflokkurinn. Fylgi hans mældist 14,8% og jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. Fylgi Sam- fylkingarinnar mældist nú 14,1% sem er heldur minna en síðast. Fylgi Viðreisnar mældist 11%, heldur meira en í síðustu könn- un. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,3% sem er 2,5% minna en síðast. Fylgi Framsóknarflokks- ins mældist 10,1% sem er tals- vert minna en í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 8,8% en hreyfingin mældist með 12,4% í síðustu könnun þannig að fallið er rúmlega þrjú og hálft pró- sentustig. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 42,0% en var 43,7% í síðustu könnun. Píratar missa tals- vert fylgi  Sjálfstæðisflokkur mælist með 19,8% Nú stendur yfir fundur Norður- skautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða en þetta er í fyrsta sinn sem ráðin koma saman. Að sögn utanríkisráðuneytisins er fundurinn liður í þeirri stefnu að auka samstarf milli ráðanna tveggja en hann er sóttur af fulltrúum aðildarríkja Norðurskautsráðsins, vinnuhópa ráðsins, fastafulltrúum frumbyggjasamtaka á norður- slóðum og fulltrúum viðskiptalífs. Grunnurinn að þessum fundi var lagður í Rovaniemi í Finnlandi síð- astliðið vor þegar Ísland tók við for- mennskukeflinu í Norðurskauts- ráðinu. Þá undirrituðu fulltrúar beggja ráðanna viljayfirlýsingu um aukið samstarf í þágu sameiginlegra markmiða. Felur þetta í sér samráð og upplýsingamiðlun og er fundur- inn fyrsta skrefið á þeirri vegferð, að sögn utanríkisráðuneytisins. Bláa hagkerfið Ráðuneytið segir að á fundinum séu til umfjöllunar fjögur svið þar sem viðfangsefni ráðanna tveggja liggja saman, þ.e.a.s. sjóflutningar og bláa hagkerfið, fjarskipti, sjálf- bær auðlindanýting og líffræðilegur fjölbreytileiki, og ábyrgar fjárfest- ingar og samfélagsábyrgð fyrir- tækja. Þessi þemu endurspegli áherslur í formennskuáætlunum Norðurskautsráðsins og Efnahags- ráðs norðurslóða en Ísland fer um þessar mundir með formennsku í báðum ráðum. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 sem vettvangur samstarfs um sjálfbæra þróun á norðurslóð- um, með virkri þátttöku frum- byggja á svæðinu. Efnahagsráð norðurslóða var stofnað árið 2014 með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri og ábyrgri þróun, efna- hagsvexti og samfélagsþróun á norðurslóðum og stuðla að stöðugu, fyrirsjáanlegu og gagnsæju við- skiptaumhverfi. Fyrsta skref í samráði þjóða  Norðurskautsráðið og Efnahagsráð norðurslóða saman á fundi í fyrsta skipti Fundað um norðurslóðir Fulltrúar á sameiginlegum fundi Norðurskautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða. Kynningarfyrirlestrar verða haldnir í Landsbókasafninu og Bókasafni Kópavogs nk. laugardag um kenn- ingar Brunos Grönings, sem var þýskur heilari og starfaði um miðbik síðustu aldar, kallaður „kraftaverka- heilari“. Hann fæddist árið 1906 og lést 1959. Einnig verður heimildarmynd um Gröning sýnd í Landsbókasafninu á sunnudag kl. 11. Stendur sýning myndarinnar yfir til kl. 16.30 með tveimur hléum. Vinahringur Brunos Grönings hér á landi stendur fyr- ir fyrirlestrunum og sýningu mynd- arinnar. Fyrri fyrirlesturinn verður kl. 11 á laugardaginn í Landsbókasafn- inu og sá seinni kl. 15 sama dag í Bókasafni Kópavogs í Hamraborg. Yfirskrift fyrirlestranna er: „Eru lækningar og heilsa aðeins draum- kenndar sýnir og draumar í dag?“ Í tilkynningu frá vinahringnum segir m.a. að Gröning hafi á fimmta áratug síðustu aldar auðnast að hjálpa fólki til að öðlast heilbrigði, með beitingu einfaldra huglægra að- ferða, eins og það er orðað. „Sjúk- dómar eru orð sem liggja á allra vörum. Verður svo að vera? Í þá veru verður heilbrigði að teljast full- komlega eðlilegar kringumstæður,“ segir m.a. í tilkynningunni. Fyrirlestrar og mynd um Gröning Bruno Gröning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.