Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019
✝ Barbro Þórð-arson fæddist í
Borgå, Finnlandi,
14. júlí 1928. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 1. októ-
ber 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Elsa Hilde-
gard Karlsson, f.
22. janúar 1896, d.
28. mars 1986, og
Valter Willehard
Skogberg, f. 27. október 1892,
d. 26. apríl 1965. Systkini henn-
ar voru Asta Marianne Skog-
berg, f. 8. maí 1932, d. 4. janúar
1951, og Paul-Eric Valter Skog-
berg, f. 20. apríl 1934, d. 15.
júlí 2015. Barbro fluttist til Ís-
lands 1954 og giftist hinn 29.
mars 1961 Trausta Þórðarsyni,
f. 4. nóvember 1930, d. 16. des-
ember 2014. Börn þeirra eru: 1)
Tryggvi V., f. 26. september
1962. Maki hans er Kristín Þor-
Barbro starfaði sem að-
stoðarlyfjafræðingur í Apoteket
Kronan, Lovisa, Finnlandi
1951-1954, Hafnarfjarðar Apó-
teki 1954-1958, Ingólfs Apóteki
1958, Hafnarfjarðar Apóteki
1959-1994. Hún var prófdómari
í finnsku við Háskóla Íslands
1971-1981. Hún var í stjórn
Suomi-félagsins á Íslandi frá
1968-1997 og formaður þess
1976-1997 og í stjórn Norræna
félagsins í Hafnarfirði og for-
maður þess 1995-2001. Hún var
heiðursfélagi Suomi-félagsins
og hlaut silfurmerki þess 1997.
Á seinni árum starfsævinnar
lagði Barbro stund á leiðsögu-
nám og tók á móti sænsku- og
finnskumælandi hópum í leið-
sögn, eins lengi og heilsan
leyfði.
Barbro hlaut riddarakross ís-
lensku fálkaorðunnar árið 1982
og finnsku riddarakrossorðuna
árið 1987.
Útför Barbro fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 10. október 2019, og hefst
athöfnin klukkan 15.
valdsdóttir, f. 23.
nóvember 1958.
Börn þeirra eru: a)
Íris Ósk, f. 21.
febrúar 1992, sam-
býlismaður Anton
Ström, f. 25. júní
1984, b) Helena
Rós, f. 31. júlí
1996, sambýlis-
maður Hlynur
Gauti Inguson, f.
22. október 1992.
2) Ásta M., f. 31. október 1970,
maki hennar er Óskar Sveins-
son, f. 16. desember 1967.
Barbro varð stúdent frá Lov-
isa Gymnasium í Finnlandi 1947
og stundaði verknám í Apote-
ket Kronan, Lovisa, Finnlandi,
febrúar 1948 til febrúar 1950.
Hún stundaði nám við Hels-
ingin Yliopiston Farmaseutinen
Laitos september 1950 til maí
1951. Farmaceut eksamen í júní
1951.
Elsku mamma. Ég á erfitt
með að finna nógu sterk orð um
hve mikið ég elska þig og
sakna.
Þú varst alltaf brosandi, já-
kvæð og dugleg þrátt fyrir
verkina sem fylgdu veikindum
þínum, nánast allt mitt líf. Liða-
gigtin tók sinn toll en þú gafst
lítið eftir og tókst á henni eins
og hetja.
Ég sakna þín ekki bara sem
mömmu heldur líka sem vin-
konu. Við gátum talað um svo
margt og eyddum mörgum
stundum saman yfir kaffibolla
og heimabökuðum kanilbollum.
Þú tókst alltaf svo vel á móti
öllum, varst góður hlustandi og
vinur vina þinna. Þú hafðir
gaman af því að fara í leikhús
og þótt þið pabbi hafið verið
með fasta miða í Þjóðleikhúsinu
í mörg ár fórum við líka á ófáar
sýningar saman. Það var alltaf
gaman að koma heim í sunnu-
dagslæri, fara út að borða með
þér og yndislegt að fá þig til
okkar í mat og spjall. Þú varst
dugleg að rækta samband við
fjölskyldu og vini í Finnlandi,
skrifaðir tugi ef ekki hundruð
bréfa árlega og fórst þangað
reglulega í heimsókn. Á mínum
yngri árum fór ég stundum með
þér til Finnlands og minnist
þess hve gaman var að smakka
á mat og nammi sem ekki var
til á Íslandi. Finnskt rúgbrauð,
lördagskorv, grænar kúlur og
Brunberg-lakkrís voru í miklu
uppáhaldi hjá mér og öðrum í
fjölskyldunni ásamt jólaskin-
kunni og öllu meðlæti.
Eftir að pabbi lést, sem var
mikið áfall fyrir alla, dró svolít-
ið af þér og þremur árum síðar
fluttist þú inn á Hrafnistu í
Hafnarfirði þar sem þú bjóst
síðastliðin tvö ár. Á Hrafnistu
varstu dugleg að taka þátt í öllu
félagsstarfi sem í boði var.
Bingó, leikfimi, tónleikar, helgi-
stund og reglulegar heimsóknir
í kaffi til mín á 5. hæð voru
lengst af hluti af „program-
met“.
Mikið á ég eftir að sakna
hlýju þinnar og fallega brossins,
en ég veit að pabbi tekur vel á
móti þér og dregur þig á vit
nýrra ævintýra.
Elsku besta mamma mín, ég
kveð þig með söknuði og trúi
því að einhvern daginn hittumst
við aftur, þá fæ ég að faðma þig
og knúsa.
Ég þakka starfsfólki Hrafn-
istu í Hafnarfirði fyrir hlýjar
móttökur og þá góðu umönnun
sem létti mömmu stundirnar
meðan á dvöl hennar á Hrafn-
istu stóð.
Ásta María Traustadóttir.
Það er alltaf erfitt að kveðja
ástvini en loksins fékk elskuleg
tengdamóðir mín og amma
dætra okkar Tryggva hvíldina
langþráðu og komst í sumar-
landið að hitta Trausta sinn.
Fyrir rúmum 36 árum, þegar
við Tryggvi kynntumst, fannst
mér alltaf gaman að heyra þeg-
ar tengdó var að tala finnsku
við samlanda sína. Tengdó/
amma eins og ég kallaði hana
eftir að stelpurnar Íris og Hel-
ena fæddust hélt sig við finnsk-
ar hefðir; bakaði finnska snúða,
sem okkur fjölskyldunni þótti
mjög góðir og ég tala nú ekki
um jólamatinn, þann sið höfum
við fjölskyldan tekið upp og
verið með síðustu ár, verður sá
siður framvegis. Amma hafði
alltaf gaman af því að fylgjast
með Írisi og Helenu í námi
gegnum tíðina, þegar Íris do-
blaði systur sína Helenu til að
fara í fjarnám með 100% vinnu.
„Jú ekki málið,“ sagði Helena
og brettu þær upp ermar og
hófu námið 2015. Það sem þær
glöddu ömmu sína þegar þær
komu til hennar og sögðu henni
frá einkunnum sínum. „Vá,“
sagði sú gamla og brosti. Leitt
að Barbro hafi ekki náð að lifa
það að fá nafngiftina
„langamma“ eftir rétt tæpa tvo
mánuði, hún var farin að bíða
eftir því, en sagði samt undir
það síðasta: „Hva, er tíminn
alltaf að lengjast, ég er búin að
bíða svo lengi.“ Takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við höfum
átt saman, hafðu það gott.
Kær kveðja.
Þín tengdadóttir,
Kristín Þorvaldsdóttir.
Elsku yndislega amma mín,
mikið sem ég á eftir að sakna
þess að spjalla við þig um
heima og geima. Þú varst alltaf
svo einstaklega brosmild og já-
kvæð. Dáist ég að því hversu
ákveðin, dugleg og lífsglöð þú
ávallt varst þrátt fyrir þau
miklu veikindi sem þú hefur
þurft að þola og þá óbilandi trú
sem þú hafðir á fólkinu þínu í
því sem það tók sér fyrir hend-
ur. Mér þótti alltaf einstaklega
vænt um það hversu mikinn
áhuga þú hafðir á því sem ég
var að gera hina og þessa
stundina og þann stuðning sem
þú veittir mér. Margar eru
stundirnar sem við höfum átt
saman enda var heimilið þitt og
afa eins og mitt annað heimili
alla tíð. Allt frá því ég var lítil
skotta sótti ég mikið í ykkar fé-
lagsskap og leið mér alltaf svo
vel í Arnarhrauninu. Tel ég mig
því einstaklega heppna að geta
enn þann dag í dag kallað það
mitt heimili. Þið kennduð mér
svo ótal margt og áttuð stóran
þátt í að móta þá manneskju
sem ég er í dag. Nánast dag-
lega verð ég vör við eitthvað í
mínu fari sem ég tengi við ykk-
ur. Hönnunaráhugann hlýt ég
að hafa fengið frá þér og tel ég
það ekki vera neina tilviljun að
Múmín og Iittala-safnið mitt
stækki með ári hverju, né að
uppáhalds súkkulaðið mitt sé
finnskt.
Það er svo ótal margt sem
kemur upp í hugann þegar ég
hugsa til þín, elsku amma.
Lindt-kúlurnar, hádegisverðirn-
ir í Arnarhrauninu, sunnudags-
lærið, litlu páskaeggin, kanil-
bollurnar, karamellusósan þín,
jólamaturinn og svo mætti lengi
telja. Þú varst alla tíð mikil fé-
lagsvera og fannst því fátt
skemmtilegra en að fá heim-
sóknir. Yfirleitt vildir þú helst
ekki að maður færi, það væri
nefnilega svo margt sem við
þyrftum að spjalla um. Er ég
alveg viss um að ef þú hefðir
sjálf fengið að ráða þá hefðir þú
heldur kosið að heimsóknirnar
myndu engan endi taka.
Enda fylgdi kveðjustundun-
um oft beiðni um að ekki myndi
líða of langt á milli næstu heim-
sóknar og óskaðir þú alltaf eftir
því að fylgja manni til dyra eins
og til að passa að við myndum
ekki missa eina sekúndu af mik-
ilvægum tíma saman. Sárt þyk-
ir mér því að hugsa til þess að
heimsóknirnar verði ekki fleiri
og að þú hafir ekki fengið tæki-
færi til þess að hitta langömmu-
stelpuna þína sem væntanleg er
í næsta mánuði og þú varst bú-
in að bíða svo spennt eftir.
Ég mun seint gleyma því
þegar ég kom í heimsókn til þín
til að tilkynnta þér að þú værir
að verða langamma og bað þig
um að segja engum frá strax.
Þá horfðir þú á mig brosandi
og sagðir „ég get sko alveg
haldið leyndarmáli“, sem þú
stóðst svo sannarlega við. Allt
eru þetta hlutir sem ég mun
hlýja mér við og vona ég inni-
lega að dóttir mín muni kunna
að meta jafn mikið og ég sjálf
geri. Mín helsta ósk er að hún
fái lífsgleði þína, jákvæðni og
fallega brosið þitt í vöggugjöf
og vona ég sjálf að ég muni
einn daginn ná að líta á lífið
sömu augum og þú.
Ég hugga mig við að þú sért
nú komin á betri stað, í faðm
afa og treysti því að hann stytti
þér stundir þar til við hittumst
næst. Allar minningarnar mun
ég á meðan halda fast í þar til
leiðir okkar liggja saman á ný.
Íris Ósk Tryggvadóttir.
Horfin er á braut góður og
traustur vinur og samstarfs-
félagi, Barbro Þórðarson, fædd
Skogberg.
Barbro fluttist til Íslands ár-
ið 1954 og settist að í Hafnar-
firði þar sem hún hóf starf í
Hafnarfjarðar Apóteki og starf-
aði hún þar mestalla sína
starfsævi á Íslandi. Barbro var
ein af nokkrum finnskum lyfja-
fræðingum sem komu til starfa
á Íslandi vegna skorts sem var
þá á lyfjafræðingum hér á
landi.
Leiðir okkar Barbro lágu
saman þegar við vorum saman í
stjórn Norræna félagsins í
Hafnarfirði. Það var unun að
vinna með Barbro að fé-
lagsstörfum. Hún var alltaf til-
lögugóð og mjög natin við að
halda okkur hinum í stjórninni
við efnið og jafnvel ýta á eftir ef
henni fannst of hægt ganga.
Barbro var jafnframt í fram-
varðasveit félagsins Suomi þar
sem hún var formaður um ára-
bil. Hlaut hún riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu árið
1982 fyrir öflugt starf við að
efla samskiptin milli Íslands og
Finnlands.
Við Barbro urðum einnig
vinnufélagar þegar ég tók við
rekstri Hafnarfjarðar Apóteks
1985. Þar var Barbro sem og í
öðru kletturinn í starfshópnum
og héldu samstarfsfélagar
hennar sem lengst áttu samleið
með henni í starfi, tryggð við
hana með heimsóknum bæði á
heimili hennar að Arnarhrauni
og svo áfram eftir að Barbro
flutti á hjúkrunarheimilið
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Barbro kynntist lífsförunaut
sínum, Trausta Þórðarsyni
brunaverði í Hafnarfirði, og
gengu þau í hjónaband 1961.
Þau eignuðust tvö börn,
Tryggva og Ástu. Trausti stóð
undir nafni enda reyndist hann
Barbro einstaklega tryggur og
traustur maki. Barbro glímdi
um árabil við liðagigt en
kveinkaði sér aldrei. Þegar þau
hjónin voru bæði komin á eft-
irlaun var Trausti ávallt til
staðar til að keyra Barbro til
lækna og til æfinga og annarra
erinda.
Örlögin höguðu því svo að
Trausti var á leið að sækja
Barbro til Reykjavíkur í desem-
ber 2014. Var skollið á aftaka-
veður og vegurinn milli Hafn-
arfjarðar og Reykjavíkur
lokaðist. Trausti brá á það ráð
að freista þess að komast til
Reykjavíkur ofan byggðar á
Vatnsendaveginum en þar
stöðvaðist bíllinn og Trausti
varð úti. Má með sanni segja að
Trausti lagði ofuráherslu á að
standa við sitt og sækja hana
Barbro sína.
Fráfall Trausta var að sjálf-
sögðu þungt högg en Barbro
var þeirrar gerðar að taka bæði
sorg og gleði með yfirvegun.
Við hjónin þökkum Barbro inni-
lega samfylgdina og vottum
Tryggva og Ástu og fjölskyld-
um þeirra innilega samúð.
Almar Grímsson.
Barbro Þórðarson
Það er skrítið að hugsa til þess
að hitta þig aldrei aftur, mamma
mín, og þú fussaðir oft yfir því að
ég tæki myndir og myndbönd en
nú á ég mikið af myndefni af þér
sem mér þykir svo vænt um og
skoða oft.
Ég veit að þú ert hvíldinni feg-
in, það var orðið erfitt fyrir þig að
gera nokkuð því sjúkdómurinn
var kominn á lokastig, það vissum
við og erum þakklát fyrir það
hversu lengi þér tókst að vera hjá
okkur. Við fengum æfingu þegar
þú varst þungt haldin á gjörgæslu
með fjögur rifbeinsbrot og samfall
á lunga. Var talið að þú mundir
ekki hafa það af, en sterk varstu
og komst til baka og gafst okkur
nítján dýrmæta daga í viðbót. Þú
grettir þig og brostir, sagðist hafa
hætt við á línunni. Þú varst í bata
og fórst aftur á Hrafnistu Boða-
þingi en þú varst nýkomin á
hjúkrunarheimili, þar lést þú svo í
faðmi fjölskyldunnar föstudaginn
27. september.
Ég rifja núna upp gamla daga
og man svo vel þegar ég gat ekki
sofið, fór upp í til þín og kúrði hjá
þér smá, stundum varst þú sof-
andi en oft varst þú að lesa sem þú
gerðir mikið af. Þegar þú kallaðir
til mín: „Harpa, raðaðu skónum
þínum og hengdu upp úlpuna“ en
ég að flýta mér sagði: já á eftir,
svo þegar „á eftir“ kom þá varst
þú búin að raða öllu og ganga frá.
Þú vildir hafa hreint og fínt í
kringum þig og sagðir oft að ef þú
gætir litið framhjá smá drasli og
skít þá hefðir þú tíma fyrir sjálfa
þig. Já, hún var ansi oft á lofti
hreingerningatuskan, inni í skáp-
unum var líka allt slétt og fínt, líka
í geymslunni og búrinu, þannig
var þetta alltaf hjá þér. Þú fórst
ekki í húsmæðraskólann á Varma-
landi fyrir ekki neitt – það er
nokkuð víst. Allar stundirnar sem
ég sat við eldhúsborðið að læra
meðan þú eldaðir matinn, þegar
ég fór með þér að hjálpa við að
salta síld. Reykjavíkurferðirnar
sem voru margar því pabbi vann
við að keyra á milli og við fengum
okkur kökur og kakó á Hressó.
Þegar við fengum kók og prins
póló og horfðum á vestra í sjón-
Sjöfn Ísaksdóttir
✝ Sjöfn Ísaks-dóttir fæddist
9. janúar 1938. Hún
lést 27. september
2019.
Sjöfn var jarð-
sungin 9. október
2019. Fyrir mistök
birtist rangt texta-
brot með grein
Hörpu í blaðinu í
gær. Greinin er því
birt aftur. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á mis-
tökunum.
varpinu. Ef ég fipað-
ist þegar ég var að
æfa mig á orgelið
heyrðist í þér syngja
nótuna sem ég
gleymdi eða var að
leita að. Flakk um
landið og til Færeyja
með barnakór
Grindavíkur. Fórum
mörg sumur á
Grenivík með nesti
og vorum í Svalbarði
hjá afa og ömmu og síðar á Hlöð-
um. Margar skemmtilegar stund-
ir við Laugarvatn þar sem þið
pabbi hafið haft sumarhýsi til
margra ára frá því ég var barn.
Nokkrar voru utanlandsferðirnar
sem við fórum með í til Spánar og
þið heimsóttuð nú oft og Mallorca
var uppáhalds. Þér fannst gott að
liggja í sólinni og njóta hitans. Öll
símtölin til þín þegar ég byrjaði að
búa, til að fá uppskriftir og leið-
sögn með heimilið mitt og þegar
ég eignaðist börnin mín til að fá
ráð. Árið 1999 keypti ég svo af
ykkur húsið sem pabbi og afi
byggðu í Grindavík og þið fluttuð
til Reykjavíkur og árið 2000 í
Lækjarsmárann í Kópavogi.
Þið voruð dugleg að koma til
Grindavíkur og ég svo heppin að
fá að hafa ykkur hjá mér mörg jól
og hátíðisdaga. Blessuð sé minn-
ing þín, elsku duglega mamma
mín, hvíldu í friði.
Þín dóttir,
Harpa.
Elsku amma.
Það er mjög sárt að þú sért
farin frá okkur en ég veit að þú
ert komin á góðan stað, ég
efast ekki um að Mangi hafi
verið búinn að elda dýrindis
mat handa þér þegar þú
komst. Ég vil þakka þér fyrir
allar minningarnar sem við
áttum saman, það var alltaf
gaman að koma í heimsókn til
þín og afa í Lækjarsmárann og
upp á Laugarvatn. Svo má
ekki gleyma öllum jólunum
sem við áttum saman, það er
svo margt hægt að telja upp.
Þú þarft sko ekki að hafa nein-
ar áhyggjur af afa því við pöss-
um vel upp á hann.
Blessuð sé minning þín,
elska þig.
Jónas Daníel.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Við elskum þig, amma.
Lísbet, Sigurbjörn
og Davíð Þór.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN HERMANNSSON,
bóndi á Hvarfi,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Húsavík fimmtudaginn 3. október.
Útförin fer fram frá Þorgeirskirkju laugardaginn
12. október kl. 14:00.
Jenný Henriksen
Björn Jónsson Þóra Karlsdóttir
Árdís Fanney Jónsdóttir Þórður Jónsson
Hermann Gunnar Jónsson Elín Jakobsdóttir
Máni Þórðarson
Jón Þorri Hermannsson
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÚLÍUS PÉTUR BERGSSON
fiskmatsmaður,
Stórholti 9, Akureyri,
sem lést 22. september, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. október
klukkan 13.30.
Anna Jónína Þorsteinsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Okkar kæri
HAFSTEINN ÞORVALDSSON,
Freyjugötu 47,
lést á heimili sínu 3. október.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
fimmtudaginn 17. október klukkan 13.
Aðstandendur