Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 64
64 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Til hamingju með daginn 60 ára Þórunn er Reykvíkingur, fædd þar og ólst upp í Vestur- bænum en býr á Háa- leitisbraut. Hún er við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands með meistaranám frá Við- skiptaháskólanum í Árósum. Þórunn er forstöðumaður reikningshalds hjá Öl- gerð Egils Skallagrímssonar. Börn: Inga Valgerður Stefánsdóttir, f. 1988, og Kalman Stefánsson, f. 1992. Barnabarn er Sara Kristín Crosby, f. 2016. Foreldrar: Gunnar Gísli Kvaran, f. 1937, fyrrverandi heildsali, og Inga Kristjana Halldórsdóttir, f. 1939, meinatæknir. Þau eru búsett í Reykjavík. Þórunn Liv Kvaran Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er ekki eðlislægt að taka áhættu svo þú skalt láta það eiga sig. Þú ert stjórnsemin uppmáluð, hvernig væri að slaka á og leyfa öðrum að ráða sínum málum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að snúa þér að þeim verk- efnum sem þú hefur látið dragast. Ástar- málin eru eitthvað flókin, ekki flýta þér um of í nýtt samband. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fólk er tilbúið til að veita þér allan þann stuðning sem þú þarft því það trúir á það sem þú ert að gera. Láttu ekki hugfall- ast því þú hefur alla burði til að leysa erfitt deilumál. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert góður í að hlusta á aðra og vera öxlin sem vinir geta grátið við. Láttu reyna á hæfileika þína á listræna sviðinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sígandi lukka er best og því eru allar sviptingar til lítils þegar upp er staðið. Stutt frí er í vændum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Loksins eru samstarfsmenn þínir farnir að koma fram við þig á þann hátt sem þú átt skilið. Makinn er allur af vilja gerður til að leysa málin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í dag tekur ástin völdin hjá þér. Reyndu samt að koma einhverju í verk og koma nið- ur af bleika skýinu í smástund. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú gefst upplagt tækifæri til þess að svara pósti og öðrum skilaboðum sem þú hefur ekki komist yfir að svara í vik- unni. Kauptu eitthvað fallegt fyrir heimilið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Einbeitingin er eitt- hvað út og suður í dag. Stóri dagurinn nálg- ast, er allt tilbúið? 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu til hendinni og losaðu þig við það sem þú telur þig ekki hafa þörf fyrir. Ef einhver vill létta undir með þér skaltu þiggja það með þökkum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst gaman að hlæja og líf- ið heldur áfram að færa þér bráðfyndin handrit. Dekraðu við sjálfa/n þig í kvöld. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er um að gera að taka öllum að- finnslum vel, sumir hafa ýmislegt til síns máls, aðrir ekki. Þú kynnist fljótlega mann- eskju sem mun umbylta lífi þínu. hefur einnig verið tónleikastjóri fyr- ir Alþjóðlegt orgelsumar í Hall- grímskirkju auk þess að halda ein- leikstónleika á orgel. Hún spilar reglulega í Hallgrímskirkju og hefur sinn starfsferil. „Ég spilaði fyrstu messuna 14 ára og hef ekki hætt síð- an. Ég starfaði sem organisti í Dan- mörku síðustu árin þar og er núna á öðrum vetrinum sem organisti og kórstjóri Hjallakirkju í Kópavogi. Ég náði einu sumri sem gönguleið- sögumaður áður en ég var bæði orð- in ólétt að fyrsta barninu og að undirbúa flutning til Danmerkur.“ Samhliða organistastarfinu í Dan- mörku var Lára semballeikari í bar- okksveitinni BaroqueAros í Árósum sem er einmitt á leiðinni til Íslands þar sem Lára spilar með sveitinni á tónleikum í Hallgrímskirkju 19. október. Lára var einnig ritstjóri tveggja tónlistarbæklinga í Horsens. Hún kennir við Tónskóla Þjóðkirkj- unnar og tekur að sér ýmis tónlist- artengd verkefni. „Þar má nefna prófarkalestur á væntanlegri nýrri sálmabók. Stórskemmtilegt að gera athugasemdir við annarra manna verk og fá borgað fyrir það.“ Lára L ára Bryndís Eggerts- dóttir er fædd 10. októ- ber 1979 í Reykjavík en hún ólst upp í Fögru- brekku í Kópavogi. „Ég var öll sumur á æskuheimili móður minnar á Brún í Reykjadal hjá Elínu „ömmu á Brún“ og Teiti „afa á Brún“ og Erlingi móðurbróður mín- um sem síðar tók alfarið við búinu ásamt konu sinni Sigurlaugu „Sillu frænku“. Hinum megin við þjóðveg- inn er svo heimili Ara móðurbróður míns og Elínar hans konu og börnin þeirra þrjú, systkini mín, sumar- dvalarkrakkar héðan og þaðan, fleiri skyldmenni til lengri eða skemmri tíma, vinnumenn innlendir og er- lendir ásamt fjölda gestkomandi sköpuðu ómetanlegt samfélag sem var gott að alast upp í. Það er hverju barni hollt að læra að vinna almennilega, þ.e. mjólka kýr, veiða og verka silung, elda kjöt- súpu, steikja kleinur, skafa flór, raka dreifar, hræra skyr, aðskilja og strokka mjólk þegar mjólkað var umfram kvóta, keyra traktor, losa hey, príla upp í súrheysturna og kvistglugga á hlöðum og hoppa nið- ur, og svo auðvitað þarf að læra að maður verður aldrei almennilega sterkur án þess að blóta svolítið.“ Lára gekk í Digranesskóla í Kópavogi, „sem er núverandi Álf- hólsskóli þar sem börnin mín eru núna í 2., 4. og 6. bekk“ og eina önn í Alton Convent í S-Englandi haustið í 10. bekk. „Þar dvaldi ég hjá vinafólki pabba, gekk í skóla með dætrum þeirra og lærði hellings ensku og góða siði í enskum stúlknaskóla með skólabúningi og öllu.“ Lára fór síðan í MR á náttúrufræðibraut og varð stúdent 1999. Hún lauk 8. stigi á pí- anó 1998, lauk kantorsprófi frá Tón- skóla þjóðkirkjunnar 2001, einleiks- áfanga frá sama skóla 2002, burt- fararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík 2004, prófi í gönguleið- sögn frá Leiðsögumannaskóla Ís- lands 2007, B.Mus. í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum 2010 og Cand. Mus. 2014. „Svo tók ég líka einn vetur í læknisfræði en það var hliðarspor.“ Lára hefur verið organisti allan spilað út um allt í Danmörku og víðar á Norðurlöndum. Í framhaldi af kandídatsverkefni sínu frá Tónlistarháskólanum í Ár- ósum gaf Lára út geisladisk árið 2014 sem nefnist Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra. Á disknum er orgeltónlist sem Lára pantaði frá sjö íslenskum tónskáldum. Lára var fulltrúi Íslands á Nor- rænu kirkjutónlistarmóti 2016, og hefur setið í ýmsum nefndum og samtökum tengdum kirkjutónlist bæði í Danmörku og á Íslandi. Hún var fjölmörg ár í Gradualekór Lang- holtskirkju, Kór Langholtskirkju og Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar, söng einn- ig í Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar og Schola Cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Lára hefur hlotið styrk úr Minn- ingarsjóði Jean-Pierre Jacquillat 2002, 2. verðlaun í einleikarakeppni „Prinsens Musikkorps“ í Danmörku 2013 og styrk Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi 2014. Helstu áhugamál Láru fyrir utan tónlist eru fjöll og hjól. „Þar til ég flutti til Danmerkur árið 2008 var ég endalaust uppi á fjöllum, aðallega á Íslandi en gekk líka á Kilimanjaro árið 2002 með manninum mínum, en fjallastússi var eiginlega sjálfhætt þegar barneignir og flata Danmörk tóku við. Ég var líka síhjólandi og æfði hjólreiðar í nokkur ár, náði nokkrum góðum keppnisárum, þ. á m. Íslandsmeistaratitli áður en þessar sömu barneignir og Dan- mörk tóku við, en afrekaði þó að vinna Bláalónsþrautina árið 2009 eftir fyrsta barnið. Síðan ekki sög- una meir nema innanbæjarhjólreið- ar í Horsens með krakka og/eða inn- kaupin í hjólavagni þar til við keyptum bíl.“ Fjölskylda Eiginmaður Láru er Ágúst Ingi Ágústsson, f. 15.7. 1974, yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. For- eldrar Ágústs eru Hallveig Guðný Kolsöe, kennari í Reykjavík, og Ágúst Ágústsson, húsasmíða- Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti – 40 ára Fjör í bílnum Fjölskyldan á leið í skemmtilega ferð. Leikur bæði á orgel og sembal Í Hallgrímskirkju Lára á æfingu. Guðrún Helgadóttir, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, fagnar 100 ára afmæli í dag. Hún er fædd 10. október 1919 á Láganúpi á Rauða- sandi í Vestur-Barðastrandarsýslu, dóttir Ás- björns Helga Árnasonar, bónda í Kollsvík, og Sigrúnar Össurardóttur, en móðir Sigrúnar varð 94 ára. Guðrún var elst sex systkina. Guðrún var innan við tvítugt þegar hún flutti til Reykjavíkur. Með fyrri manni sínum, Guðmundi Elentínusi Guðmundssyni sjómanni, á hún dótt- ur en Guðmundur fórst á Halamiðum fjórum mánuðum áður en hún fæddist. Með seinni manni sínum, Helga Guðmundssyni skipstjóra, á hún fimm börn. Fimm ættliðir eru á lífi. Guðrún er við góða heilsu og mun halda upp á tímamótum með börnum sínum og tengdabörnum. 100 ára 50 ára Pétur ólst upp á Hraunum í Fljótum hjá móðurömmu og -afa og býr á Akureyri. Hann er tækjamaður hjá Norðurorku. Maki: Jónína Halldórs- dóttir, f. 1968, heima- vinnandi. Börn: Sandra Rut Pétursdótir, f. 1991, og Guðrún Björk Pétursdóttir, f. 2002. Barna- barn er Gabríela Mjöll Stefánsdóttir, f. 2013. Foreldrar: Guðfinnur Georg Sigurvinsson, f. 1945, d. 2017, sjómaður á Suðurnesjum, og Guðrún Björk Pétursdóttir, f. 1950, bóndi í Gásum í Hörgárbyggð og kennari í Þelamerkurskóla. Stjúpfaðir er Friðrik Gylfi Traustason, f. 1949, bóndi í Gásum. Pétur Sigurvin Georgsson● Betri melting, meiri orka! ● Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans), Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase) ● 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða annarra flæðiefna Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaða Ég verð oft uppþembd og fæmagaónot eftir máltíðir. Ég tek eitt hylki áður en ég borða og finn ekki fyrir óþægindum lengur. Ég tek líka 1 hylki fyrir morgunmat og hefur það sett reglu á klósettferðir hjá mér. Barbara Kresfelder. Hefur gert kraftaverk Digest Gold Ensím geta dregið úr margskonar meltingar- vandamálum s.s. uppþembu, meltingaróreglu, loftmyndun og ýmsum einkennum fæðuóþols. Ein öflugustu meltingarensím á markaðnum í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.