Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Vinnuþjarkurinn Ankarsrum Assistent er mættur í Kokku. Sænsk gæðaframleiðsla í nær 80 ár Fiðlusnillingurinn snýr aftur Jónas Sen — 24.11.2017 Eldborg 20.okt. kl.19:30 Píanisti Alessio Bax Miðasala á harpa.is og í síma 528 5050 @harpareykjavik Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Moses Hightower hélt útgáfu- tónleika haustið 2017 vegna breiðskífunnar Fjallaloft og komust þá færri að en vildu, að sögn liðsmanna sveitar- innar. Var því ákveðið að halda aukatónleika, sem er svo sem ekki óvenjulegt en óvenju- legt er að halda auka- tónleika tveimur árum síðar. Þeir verða nú loksins haldnir annað kvöld, 11. október, í Há- skólabíói. Ef vel gengur verður hugsanlega einu kvöldi bætt við haustið 2021, að því er fram kem- ur á Facebook-síðu tónleikanna. Ömurlegur innanhússhúmor „Við erum kannski óvart að koma upp um okkur og gyrða niður um okkur í leiðinni,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommari hljómsveitarinnar. „Við erum að koma upp um ömurlegan innanhúss- húmor því við erum faktískt að gera grín að okkur sjálfum og svo kannski öllu í leiðinni með því að halda auka- tónleika tveimur árum eftir hina tón- leikana. Það er nú eiginlega bara það, okkur fannst þetta ógeðslega fyndið í smástund en svo varð þetta kannski ekki svo fyndið en var þá bara fast.“ Líkt og á fyrstu útgáfutónleik- unum mun hljómsveitin koma fram með fimm manna sveit blásturs- hljóðfæraleikara. „Þetta er viðhafn- arútgáfa af sveitinni, við gerum þetta einstaka sinnum. Það er aukaslagverk, aukahljómborð og fimm í blæstri og alls konar,“ segir Magnús. Spurður að því hvort boðið verði upp á sögustund eða hvort þeir hyggist bara sitja þegjandi og spila segir Magnús að sveitin hafi til þessa ekki verið mikið fyrir að segja frá. „Það hefur runnið upp úr Steina að við séum svolítið vaxmyndir af okkur sjálfum þegar við spilum,“ segir Magnús en Steini þessi er Stein- grímur Karl Teague, hljómborðs- leikari og söngvari í Moses High- tower. Steini er nýkominn heim úr tónleikaferðalagi með Of Monsters and Men og hefur Moses Hightower því náð nokkrum æfingum fyrir tón- leikana. Stuttskífa væntanleg Auk laga af Fjallalofti verða leikin nokkur glæný lög sem koma munu út á væntanlegri stuttskífu hljóm- sveitarinnar. Einnig verða leikin eldri lög sem Moses Hightower hef- ur ekki flutt lengi. Það er því ákveðin áhætta fólgin í efnisskránni, að sögn Magnúsar og á hann þar við gömlu lummurnar og glænýju lögin. Hvað skífuna væntan- legu varðar segir Magn- ús að upptökur séu komnar af vel flestum laganna. Einu lagi hefur verið sleppt út á öldur ljósvaka og nets, laginu „Lyftutónlist“ sem Magnús segir þó alls enga lyftutónlist. Lagið fjalli bara um mann- eskjur í lyftu. Áhættusæknir með aldrinum „Við erum orðnir það gamlir að við erum farn- ir að taka meiri áhættu en við höfum hingað til gert,“ svarar Magnús þeg- ar hann er spurður að því hvort skíf- an verði ólík fyrri skífum Moses Hightower. Hann segir nokkur lag- anna mjög skrítin. Trommarinn er í framhaldi spurð- ur að því hvort hann fái að flippa svo- lítið í nýju lögunum með alls konar taktbreytingum og trommarakúnst- um. Jú, ýmsar kúnstir má finna á stöku stað, segir hann, en líka fjar- veru trommuleiks. Nú eða bassa. En af hverju Háskólabíó? „Bara af því við höfum spilað þarna inni áður, það er bara stemningin,“ svarar Magnús. Gamli salurinn í Háskóla- bíói henti vel til tónleikahalds og vel sé að öllu staðið á þeim bænum. Magnús nefnir að lokum að tón- leikar hefjist ekki fyrr en kl. 21, að loknum landsleik Íslands og Frakk- lands í knattspyrnu karla. Þeir sem vilja horfa á leikinn geta því gert það áhyggjulaust og mætt að honum loknum í Háskólabíó. Miðasala á tón- leikana fer fram á tix.is. Ljósmynd/Berglaug Petra Garðarsdóttir Koma óvart upp um sig og gyrða niður um sig um leið  Moses Hightower heldur aðra aukaútgáfutónleika Léttir Andri, Steingrímur og Magnús léttir í lund. Það er afar sérstök tilfinningað vera að skrifa um jafn-mikla „stofnun“ og BubbiMorthens er í íslensku menningar- og listalífi. Staðreyndin er sú að Bubbi hefur reglulega gefið út tónlist allt frá árinu 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út og hann hefur fengist við þjóðlaga- tónlist, ný- bylgju, pönk, rokk, heimstón- list, reggí, blús og margt fleira. Sólóplöturn- ar eru að nálgast 50 og guð má vita hve margar útgáfurnar eru, ef með eru taldar plötur með hinum og þess- um hljómsveitum sem hann hefur unnið með. Í upphafi ferils hans var meira að segja talað um „gúanórokk“ þegar verið var að reyna að lýsa því sem hann spilaði og söng um, því efn- istök hans þóttu svo sérstök að þörf var á að búa til nýtt orð til að lýsa þeim. Síðari ár hefur Bubbi svo bætt nokkrum ljóðabókum við útgáfur sín- ar og þar kemur bersýnilega í ljós að textarnir standa vel einir og sér. Regnbogans stræti er nokkuð snið- ug útgáfa og um margt frábrugðin því sem hann hefur fengist við síðari ár. Þarna eru rólegar og ljúfar kassagít- arsballöður sem vel eru til þess fallnar að spila í útvarpi, eins og upphafslagið „Velkomin“ og „Án þín“, sem er dúett með Katrínu Halldóru Sigurðar- dóttur. Svo má einnig finna pottþétta rokkslagara á milli, eins og „Límdu saman heiminn minn“, sem vel gæti verið smáskífa með GCD og er hrein- lega með betri lögum Bubba hin síðari ár. Bubbi er einhvers konar alþýðu- skáld, eða jafnvel alþýðuheimspek- ingur, því í textum sínum nær hann að fjalla um málefni sem margir tengja við. Í laginu „Eitt hjarta“ er dregin upp falleg mynd af fjölskyldulífi og í titillaginu „Regnbogans stræti“ er fjallað um dauðleika mannsins: „Við fæðumst verðum gömul og við förum verða ennþá ósögð orð á köldum vörum verður okkar hinsti förunautur lygin verður hann ómálaður ennþá strekktur striginn það er sagt í hinsta andvarpinu mætir þú sjálfum þér á regnbogans stræti.“ Margir textar plötunnar fjalla svo um allt of kunnugleg málefni margra Íslendinga; neyslu sem fer úr bönd- unum. „Skríða“, „21 tafla“ og „Gaml- árskvöld“ eru slíkir textar og eru þeir virkilega áhrifaríkir og vel til þess fallnir að hrista svolítið upp í hlustendum. „21 tafla“ er jafnframt eitt tilraunakenndasta lag plötunnar, frábærlega flutt og útsett, og ein- hvern veginn svífur andi plötunnar Plágan þar yfir vötnum. Það er þó greinilega eldri, þroskaðri og reynd- ari Bubbi sem semur „21 töflu“ sam- anborið við hinn unga Bubba sem söng um „Heróín“, enda varla við öðru að búast eftir 40 ára tónlistar- feril. Þegar öllu er á botninn hvolft er Regnbogans stræti virkilega fín plata með framúrskarandi tónlistar- mönnum sem leika við hvurn sinn fingur, en helst mætti telja til van- kanta að það vanti aðeins upp á heildarfókus í tónlistinni sjálfri. Textarnir eru svo sannarlega upp á tíu, en ég sem hlustandi dett ekki inn í heim plötunnar en á mín uppá- haldslög og hoppa svo yfir önnur. Það er næstum eins og þarna hefði átt að gera tvær plötur úr efninu, eina rólega og aðra rokkaða. Vanda- málið sem Bubbi stendur líklegast frammi fyrir er að hann á aðdá- endur á öllum aldri og ballöður höfða minna til yngri hlustenda, meðan rokklögin grípa ekki eins auðveldlega eldri kynslóðir. Að sjálfsögðu er þarna um pjúra lúxus- vandamál að stríða og í sjálfu sér ekkert hægt að gera í þessu. Ég myndi kannski helst hafa vilj- að örlítið meiri tilraunagleði í út- setningum, en sannir Bubba- aðdáendur eru mér áreiðanlega mjög ósammála. Og svo hefur ekk- ert okkar gefið út hundruð eða jafn- vel þúsundir laga, svo Bubbi má bara hafa þetta eins og hann vill. Við hlustendur þökkum fyrir úthaldið, útgáfurnar og sérstaklega fyrir hinn einstaka listræna heim sem birtist okkur í textum hans og sem Bubbi treystir okkur fyrir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Regnbogastræti Bubbi Morthens lék lög af plötunni á regnbogamáluðum Skólavörðustígnum í sumarlok. Geisladiskur Bubbi – Regnbogans stræti bbbbn Öll lög og textar: Bubbi Morthens. Útsetningar: Bubbi Morthens og Gósk- ar. Upptökustjórn: Góskar. Upptökur: Addi 800 og Góskar. Hljómblöndun og hljómjöfnun: Addi 800. Hönnun um- slags: Ámundi. Útgáfuár 2019. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Rokkað í gegnum tárin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.