Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Málefni norðurslóða eru forgangsmál í ís- lenskri utanríkisstefnu og má þá áherslu greina glöggt í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar. Hags- munir Íslands eru mikl- ir en augu alþjóðasam- félagsins beinast í auknum mæli að norðurslóðum og sumir ræða um að ákveðið kapphlaup sé hafið um yfirráð á þessu víðfeðma svæði. Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári en ráðið er þungamiðja í okkar alþjóða- samstarfi á norðurslóðum. Megin- áherslur ráðsins á umhverfismál og sjálfbæra þróun gera það að verkum að vísindi og rannsóknir skipa stóran sess í störfum ráðsins. Í ljósi þróunar síðustu missera verður æ brýnna að stefnumótun stjórnvalda á norð- urslóðum byggist á vísindalegum grunni og virkri samvinnu. Árangursrík samvinna Ísland og Japan hafa um áratuga skeið átt frjótt vísindasamstarf á norðurslóðum og það samband hyggj- umst við treysta til framtíðar. Ísland og Japan standa sameiginlega að al- þjóðlegum ráðherrafundi um vísindi á norðurslóðum í Tókýó í nóvember 2020. Fundurinn verður sá þriðji í fundaröð sem hófst árið 2016 í Wash- ington, D.C. Ráðherrar vísindamála, hvaðanæva úr heiminum, munu koma saman til að ræða aðgerðir og stefnu- mótun í málefnum norðurslóða. Það er þörf á auknu al- þjóðlegu samstarfi um rannsóknir á norður- slóðum og ráðherrafund- irnir eru þýðingarmikill vettvangur fyrir umræðu um sameiginlegar áskor- anir okkar. Við þurfum að þekkja stefnu, áherslur og innviði sam- starfsríkja til þess að þróa árangursríka sam- vinnu á sviði vísinda og rannsókna, ekki síst í samhengi við hlýnun á norðurslóðum og að mínu mati hvílir á okkur ákveðin skylda til þess að vinna saman. Mikilvægi menntunar og vísinda Íslenskir vísindamenn og stofnanir búa yfir dýrmætri reynslu og þekk- ingu á fjölmörgum sviðum norður- slóðarannsókna, má þar sem dæmi nefna jöklarannsóknir, rannsóknir á samfélagslegum áhrifum loftslags- breytinga, breytingum á vistkerfi sjávar og kortlagningu hafsbotnsins. Þá gegnir menntakerfið lykilhlutverki í að miðla þekkingu til komandi kyn- slóða og kveikja áhuga ungs fólks á málefnum norðurslóða, til að mynda með aukinni áherslu á raungreina- kennslu og með því að efla vísinda- áhuga barna og unglinga á fjöl- breyttum sviðum. Gagnsæi og virk þátttaka Við erum þakklát fyrir það góða samband sem er milli Íslands og Japan. Sem eyjaþjóðir deilum við meðal annars áhyggjum af heilbrigði og lífsþrótti sjávar. Sameiginlega fleti má einnig finna í áherslum ríkjanna á umhverfisvernd og sjálfbærni. Leiðarljós í samvinnu landanna í tengslum við ráðherrafundinn og í áframhaldandi samstarfi okkar er gagnsæi, hagnýting vísinda og miðl- un. Lögð verður rík áhersla á virkja sem flesta í aðdraganda fundarins og hefst það ferli formlega í dag, í tengslum við Hringborð norðurslóða. Við finnum þegar fyrir miklum áhuga á ráðherrafundinum og trúum því að hann verði mikilvægur vettvangur fyrir leiðtoga, bæði á hinu pólitíska sviði og innan vísindaheimsins, til þess að ræða aðgerðir og forgangs- röðun. Samvinna við alla aðila, jafnt innan sem utan norðurslóða, mun skipta miklu fyrir hagsæld og öryggi á svæðinu. Með auknum siglingum og starfsemi gæti áhersla á sjálfbæra þróun orðið mikilvægur liður í að draga úr spennu á svæðinu, t.d. vegna aukinna hernaðarumsvifa. Í ljósi þess hve viðkvæmt og margbrotið svæði norðurslóðir eru, hvort sem litið er til umhverfis, öryggismála, efnahags- legra eða félagslegra þátta, er brýnt að stefnumótun fyrir svæðið í heild sinni einkennist áfram af stöðugleika, sjálfbærni og samvinnu. Samvinna er svarið Eftir Lilju Alfreðsdóttur »Menntakerfið gegnir lykilhlutverki í að miðla þekkingu til kom- andi kynslóða og kveikja áhuga ungs fólks á mál- efnum norðurslóða. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Þörf er á sam- göngubótum um land allt og það er trú mín að með betri og fjölbreytt- ari samgöngum verði samfélagið sterkara. Aukið ör- yggi á vegum skiptir höfuðmáli en sömu- leiðis framkvæmdir sem stytta ferðatíma og leiðir á milli byggðarlaga sem aftur eflir at- vinnusvæðin. Við stöndum frammi fyrir því að á næsta aldarfjórðungi er brýnt að sinna 200 vegatengdum verkefnum um land allt og er kostnaður áætlaður yfir 400 milljarðar. Upphæðirnar eru ævintýralegar háar, sem kallar á nýja hugsun í fjármögnun framkvæmda. Umferðin er víða mikil og hefur aukist í takt við fjölgun ferðamanna. Unnið er að úrbótum en betur má ef duga skal. Breytt forgangsröðun á samgönguframkvæmdum mun sjást í endurskoðaðri samgöngu- áætlun í nóvember þar sem um- ferðaröryggi er haft að leið- arljósi. Á næstu sjö árum mun framkvæmdum sem metnar eru að fjárhæð í heild um 130 millj- arða króna verða flýtt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Aðskilnaður akstursstefnu Í samgönguáætlun er lagt til að á tímabili hennar verði lokið við að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu vegunum sem eru út frá höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Reykjanesbrautin að Flug- stöð, Suðurlandsvegur austur fyrir Hellu og Vesturlandsvegur að Borgarnesi. Framkvæmdum á umferðarþyngstu köflunum verður lokið á fyrsta tímabili. Stytting og minni bið Ávinningurinn af flýtingu framkvæmda er efnahags- og samfélagslegur. Brú yfir Horna- fjarðarfljót styttir suðurleiðina til Hafnar um tæpa 12 km og losar um þrjár einbreiðar brýr. Láglendisvegur um Mýrdal/ jarðgöng um Reynisfjall bætir öryggi fjölmargra farþega sem fara þar um og ný brú yfir Ölf- usá dregur úr umferðarteppu sem myndast gjarnan við Sel- foss. Sömuleiðis mun tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sunda- braut bæta flæði umferðar. Þá mun vegur yfir Öxi stytta hring- veginn um 70 km. Með sérstöku gjaldi fyrir staðbundin mannvirki eftir að framkvæmdum lýkur, t.d. 20-30 ár, líkt og Hvalfjarðarganga- módelið gekk út á, geta sam- göngumannvirki orðið að veru- leika fyrr en ella. Forsenda þess er að val sé um aðra leið. Að því loknu fellur gjaldtakan niður. Breytt forgangsröðun og aukið fjármagn Við val á flýtiframkvæmdum voru skoðuð verkefni sem til- heyra grunnneti samgangna með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðfélags- legum sparnaði af fækkun um- ferðarslysa. Árlegur samfélags- legur kostnaður af umferðar- slysum er metinn um 40 til 60 ma.kr. og er þá ómælt tilfinn- ingalegt tjón í viðbót sem fólk upplifir í tengslum við slys. Þannig mætti hugsa sér að ef hægt væri að fækka umferðar- slysum um 10% gætu sparast 4 til 6 milljarðar árlega sem nýta mætti til vegagerðar. Ávinn- ingurinn er ótvíræður. Forgangsröðunin birtist í að stóraukið fjármagn hefur verið sett í vegakerfið og birtist í fjármálaáætlun. Um 5,5 milljarða króna hækkun er núna á milli ára, 2019-2021 ásamt ríflega 10 millj- arða hækkun síð- ustu tveggja ára, 2018 og 2019. Til að mæta aukinni umferð renna 27 milljarðar til ým- issa verkefna, sem er aukning um 16,8% á milli ára. Þetta eru háar fjárhæðir sem gera okkur kleift að taka risa- stökk inn í framtíðina og renna styrkari stoðum undir sam- keppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Samvinnuverkefni flýta fyrir En betur má ef duga skal. Fjármagn til vegaframkvæmda ræðst á hverjum tíma af svig- rúmi í fjármálastefnu. Nauðsyn- legt fjármagn umfram svigrúm verður því best tryggt með sam- vinnu á milli opinberra aðila og einkaaðila. Sérstakt félag, líkt og Hvalfjarðargangamódelið, héldi utan um bæði hvaðan tekjur koma og hvert þær fara. Þannig yrði tryggt að innheimt veggjöld renni með gagnsæjum hætti til þeirra framkvæmda sem þeim er ætlað að fara. Ábyrgð utanaðkomandi aðila nær til fjármögnunar á mann- virkinu, í heild eða að hluta þar til gjaldtöku lýkur. Í lok samn- ingstíma tekur Vegagerðin við eigninni. Við höfum einfaldlega ekki tíma til að bíða með sum verkefni, stærsta verkefnið er að auka öryggið í umferðinni. Jarðgangaáætlun Jarðgangagerð er dýr og með umfangsmestu opinberu fram- kvæmdunum hér á landi. Jarð- göng eru þeim kostum gædd að þau geta umbylt heilum svæðum og eflt atvinnulíf á fámennum svæðum sem hafa búið við fólks- fækkun og hnignun. Hvalfjarðargangamódelið er dæmi um vel heppnaða fram- kvæmd sem styrkti svæðið sér- staklega norðan ganganna á margvíslegan hátt og tekjur af umferð stóðu straum af fram- kvæmdinni. Dýrafjarðargöng klárast á næsta ári og eru Aust- firðingar næstir í röðinni. Halda þarf áfram og mikilvægt er að hafa sýn til lengri tíma. Sérstök jarðgangaáætlun verður því hluti af samgönguáætlun. Í henni verður einnig tilgreint hvaða jarðgöng falla undir gjaldtöku, en rekstur og viðhald jarðganga er almennt dýrara en rekstur og viðhald vega. Drög að endurskoðaðri sam- gönguáætlun liggja fyrir og verða brátt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Með henni eru tekin brýn skref til að svara ákalli um að hraða uppbyggingu vegakerfisins. Með því er lagður grunnur að sterkara samfélagi um allt land. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Við stöndum frammi fyrir því að á næsta aldar- fjórðungi er brýnt að sinna 200 vegatengd- um verkefnum um land allt og er kostn- aður áætlaður yfir 400 milljarðar. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Betri samgöngur, sterkara samfélag Haust Í veðurblíðunni í höfuðborginni undanfarna daga hefur fólk getað notað hjólfáka sína óspart líkt og þessi unga mær. Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.