Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019
Amma Dysta var
pólstjarna. Hvílík
gæfa var það að hún
var svona lengi í
þessum heimi með okkur.
Það var orðið fámennt í hennar
kynslóð og hún sagði í gríni að
hún þekkti orðið engan í minn-
ingargreinunum í Mogganum
lengur, þetta væri allt svo ungt
fólk.
Katrín var skýr og stórkostleg
fram á síðustu stund. Hún tók því
sem lífið hafði upp á að bjóða með
leiftrandi jafnaðargeði. Hjá
henni var glasið ekki hálftómt
eða hálffullt.
Það var bara hálft og það var
flott. Hún verður okkur sem eftir
lifum fyrirmynd það sem eftir er.
Við þökkum henni fyrir að hafa
verið dætrum okkar svo góð
langamma og gleðjumst yfir því
að hluti af henni lifi áfram í þeim.
Katrín Guðmundsdóttir upp-
lifði risastórar þjóðfélagsbreyt-
ingar á eigin skinni. Við hringd-
um í hana í sumar frá gamla
rúminu hennar í baðstofunni í
Skaftafelli og hún svaraði í gems-
ann sinn þar sem hún sat í hjóla-
stólnum í Reykjavík.
Þrátt fyrir að alast upp við
forna hætti í torfbæ var hún nú-
tímamanneskja, fylgdist betur
með en flestir og hafði fordóma-
lausar og glettnar skoðanir á
hlutunum.
Hún var fólksfróð, hafði
brennandi áhuga á lífinu í kring-
um sig og úti í hinum stóra heimi
– enda staðnaði hún aldrei.
Henni leið vel á Grund síðustu
æviárin og það var frábært að
heimsækja hana þangað þar sem
kærleiksríkt starfsfólkið stjanaði
Katrín
Guðmundsdóttir
✝ Katrín Guð-mundsdóttir
fæddist 19. maí
1921. Hún lést 24.
september 2019.
Útför Katrínar
fór fram 9. október
2019.
við hana eins og hún
sagði jafnan. Að
taka þeirri raun sem
ellin getur verið
með svona mikill já-
kvæðni og töffara-
skap sýnir stórlyndi
og glæsileika.
Hrygg og þakklát
kveðjum við höfð-
ingja sem gaf okkur
besta veganesti sem
hugsast getur.
Ragnar Kjartansson og
Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Þá er mín kæra móðursystir
fallin frá, næstum heil öld er liðin
frá því hún leit dagsins ljós í
Skaftafelli á einum fallegasta
stað Íslands undir hvítri kórónu
Öræfajökuls.
Dysta, eða Katrín Guðmunds-
dóttir eins og hún hét fullu nafni,
var næstelst fjögurra systra,
dóttir Sigríðar Gísladóttur og
Guðmundar Bjarnasonar sem
voru bændur í Selinu í Skaftafelli
fram til ársins 1939 þegar þau
fluttu til Reykjavíkur. Það má
segja að Dysta hafi varðað leiðina
fyrir fjölskyldu sína til borgar-
innar, hún fór þangað fyrst, gekk
í Verslunarskólann og fór svo að
vinna.
Það auðveldaði hinum í fjöl-
skyldunni að stíga þetta stóra
skref. Dysta var gædd svo mörg-
um góðum eiginleikum foreldra
sinna, frá Siggu ömmu erfði hún
blítt og vingjarnlegt fasið og frá
Guðmundi afa beinskeytt og
hreinskilin tilsvör krydduð kímni
og hlýleika.
Fyrsta minningin mín frá ár-
dögum lífsgöngunnar tengist
henni Dystu móðursystur. Ég er
pínulítil og stend í forstofunni á
Ljósvallagötu við spegilinn stóra
og forna sem hefur alltaf átt sinn
fasta sess þar, ég horfi í spegilinn
og er að furða mig á því hvað
spegillinn sé stór og hvað ég sé
lítil. Þetta næstum sextíu ára
gamla minningaleiftur færir mér
góða strauma, segir mér að mér
hafi liðið vel, ég er í góðum hönd-
um, ég er í pössun hjá Dystu
móðursystur þegar yngri bróður
minn er að koma í heiminn. Í hús-
inu er fullt af stórum frændum og
frænkum, amma og afi eru þar,
allir eru skyldir mér og allir eru
góðir við mig og það er allt í lagi
að vera lítil fyrir framan stóran
spegil með óræða framtíð þegar
Dysta frænka mín passar upp á
mig.
Svo óx ég úr grasi og alltaf var
húsið góða á Ljósvallagötu fastur
punktur í tilverunni, alltaf var
hún Dysta þar til staðar. Að
koma inn á heimili hennar og
Ragnars var eins og að ganga inn
á listasafn, hversdagsleikinn
hvarf og listaverkin settu hlutina
í nýtt samhengi. Svo voru það öll
jólaboðin, jólasveinar börðu á dyr
og Dysta var gestgjafinn. Seinna
átti ég annars konar samverustu-
stundir með móðursystur minni.
Við þrjár, ég, Dysta og yngri
systir hennar, móðir mín, tókum
upp á því að læra þýsku saman.
Þær systurnar tvær skrifuðu rit-
gerðir á þýsku um æskuna í Sel-
inu í Skaftafelli og þar kynntist
ég veröld sem var, rótum mínum í
Skaftafelli.
Síðustu ár voru samveru-
stundirnar okkar margar og góð-
ar á Grund. Andrúmsloftið þar
var gott og þrátt fyrir að líkam-
inn hennar Dystu setti henni
skorður var allt annað upp á ten-
ingnum þegar kom að vitsmunum
og andlegu atgervi, þar var hún
alltaf fremst meðal jafningja.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum hjá henni frænku minni er
mér þakklæti efst í huga. Ég var
svo lánsöm að eiga margar góðar
stundir með henni á ólíkum stöð-
um lífsgöngunnar.
Kæru Kjartan, Guðmundur
Örn, Hörður, Inga Sigga, Sirrý,
Jónína, Ína og Stefán og öll börn-
in og barnabörnin, ykkur votta ég
mína dýpstu samúð vegna frá-
falls góðrar konu, hennar Dystu
frænku.
Sigríður Ragnarsdóttir.
Það var mikil gæfa fyrir okkur
litlu fjölskylduna þegar við
fluttum á Ljósvallagötu 32 vorið
1972. Við, sem áður höfðum búið í
lítilli kjallaraíbúð, vorum nú kom-
in í bjarta og vistlega íbúð á 1.
hæð í fallegu húsi í vesturbænum
í Reykjavík. Dýrmætast af öllu
var þó það að á nýja staðnum
kynntumst við því góða fólki sem
fyrir var, stórfjölskyldunni frá
Skaftafelli í Öræfum. Fyrsta dag-
inn okkar í nýju íbúðinni komu
íbúarnir hver af öðrum til að
kynna sig og bjóða okkur vel-
komin. Þarna voru tveir aldraðir
bræður, Guðmundur og Bjarni,
sem bjuggu ásamt konum sínum,
Sigríði og Dagnýju, á efri hæð-
inni, og svo elsti bróðirinn,
Sveinn, sem var einhleypur og
átti heima uppi í risinu. Og síðar
um daginn hittum við hjónin sem
bjuggu á sömu hæð og við: þau
Katrínu, dóttur Guðmundar, og
Ragnar Kjartansson. Allt þetta
fólk tók okkur svo hlýlega að það
var eins og við værum að hitta
gamla vini. Ragnar var þá orðinn
þekktur myndlistarmaður og við
könnuðumst við hann, en Katrínu
höfðum við ekki hitt áður. Hún
var glæsileg kona, hávaxin, mjög
fríð, svipbjört með sitt fallega
dökkjarpa hár. Það má segja að
frá þessum fyrsta degi höfum við
bundist þessari stórfjölskyldu
ævilöngum vináttuböndum. Allt-
af vorum við höfð með í stórum
veislum og viðburðum hjá þeim
þótt óskyld værum. Dóttir okkar
Jóns Óskars, Una Margrét, var
sex ára þegar við fluttumst í hús-
ið og varð fljótt heimagangur í
hinum íbúðunum. Kjölfestan í
húsinu var Katrín, sem um þetta
leyti vann í Útvegsbankanum, en
sinnti samt foreldrum sínum og
Sveini frænda sínum af mikilli
alúð.
Katrín var einstaklega vel
gerð kona, bráðskemmtileg og
ljúf í viðmóti. Hógvær var hún og
tranaði sér ekki fram. Hún hafði
þó sínar ákveðnu skoðanir sem
hún tjáði á látlausan en hreinskil-
inn hátt, oft blandinn góðlátlegri
kímni. Katrín var hæfileikarík á
mörgum sviðum, hög í höndum,
las mikið og var fróð og stálminn-
ug allt fram á síðasta dag. Hún
hafði hlotið mjög fallega söng-
rödd í vöggugjöf og tónlistin var
henni mikið til yndis. Oft var
sungið í veislunum á Ljósvalla-
götu og í minningunni ber hæst
hina hreinu og styrku rödd Katr-
ínar sem leiðir sönginn.
Fyrir stuttu var gerður út-
varpsþáttur um húsið á Ljós-
vallagötu 32 og tekið viðtal við
son Katrínar, Kjartan Ragnars-
son, og sonarson hennar, Ragnar
Kjartansson yngri, sem rifjuðu
upp minningar sínar úr húsinu.
Þegar Kjartan spurði móður sína
á eftir hvort hún hefði ekki haft
gaman af þættinum sagði Katrín:
„Jú, jú, en þið munduð margt vit-
laust.“ Þetta var líkt Katrínu,
hún sagði jafnan hreinskilnislega
það sem henni fannst.
Við mæðgurnar, ég og Una
Margrét, kveðjum Katrínu með
söknuði og miklu þakklæti fyrir
gjafmildi hennar og góðvild frá
fyrsta degi. Þó að hún sé horfin
finnst okkur að andi hennar muni
alltaf lifa í húsinu á Ljósvallagötu
32.
Kristín Jónsdóttir.
Okkur langar að minnast góðr-
ar konu, Katrínar Guðmunds-
dóttur, með örfáum orðum.
Þegar Dysta hringdi í Hjálmar
og bað hann að leiðbeina sér
hvernig best væri að standa að
því að bera á litla sumarbústað-
inn hennar á Þingvöllum hófst
vináttusamband. Vináttusam-
band sem þróaðist í djúpa og
kærleiksríka vináttu þeirra á
milli. Hjálmar hafði búið einn í
áratugi og var ekki mannblend-
inn maður og fremur fáskiptinn. Í
gegnum vináttusamband hans og
Dystu varð hann opnari og átti
auðveldara með að sýna sinn
innri mann, hlýjuna og glettnina
sem einkenndi hann. Margar
stundir sat hann í stofunni hjá
Dystu á Ljósvallagötunni og
fylgdist með afkomendum henn-
ar og tengslum þeirra við móður
sína, tengdamóður og ömmu. Það
hafði góð áhrif á manninn Hjálm-
ar og hann naut mikillar ham-
ingju síðustu árin sem hann lifði.
Við ættingjar Hjálmars þökk-
um Dystu af alhug fyrir þau já-
kvæðu áhrif sem hún hafði á
Hjálmar síðustu ár lífs hans.
Viktor Hjálmarsson,
Kjartan Már Hjálmarsson.
„Hún er svo falleg og það er
svo mikið af henni,“ sagði Gagga
Lund um fyrrverandi tengda-
móður mína, Katrínu, sem allir
kölluðu gælunafninu Dysta.
Annar löngu liðinn vinur minn,
Brynjólfur Jóhannesson leikari,
bankaði eitt sinn upp á í kvenna-
búningsherberginu í Iðnó og
sagðist vera kominn í þau helgu
vé leikkvenna til að óska mér til
hamingju með að vera orðin
tengdadóttir hennar Katrínar.
„Nú,“ sagði ég, „þekkir þú
hana?“ Brynjólfur hélt nú það,
hún Katrín hefði unnið með sér í
Útvegsbankanum.
Hún hefði allt í einu birst
þarna í bankanum, þessi undur-
fallega sveitastúlka úr Öræfun-
um. „Hún var ekki aðeins falleg,“
sagði Brynjólfur, „hún var líka
svo framúrskarandi starfs-
kraftur, svo eldklár og hlátur-
mild. Það var ekki svo lítið áfall
fyrir okkur bankamenn í þá daga
þegar Öræfastúlkan sagði upp
vinnunni og sagðist ætla að gifta
sig og stofna heimili.
En í þá daga gat það engan
veginn farið saman að konur
gætu átt starfsferil í banka og
einnig verið húsmæður og eigin-
konur.“
Ég varð að vera sammála
Brynjólfi sem sjálfur var bæði
bankamaður og okkar ástsælasti
leikari þess tíma.
Við töluðum oft um hvað Katr-
ín var oft ósegjanlega hnyttin í
tilsvörum. Eitt sinn vorum við
Dysta að þvo upp í vaskinum á
Ljósvallagötunni, ég þurrkaði og
hún þvoði. Þá kom Dysta með
einhverja yfirlýsingu um lífið og
tilveruna. Kom þá rödd eigin-
manns hennar að baki uppþvotta-
konunum:
„Dysta mín, þetta hefur nú
verið sagt hundrað sinnum áður
ef þú skyldir ekki vita það.“ „Er
það, já,“ sagði Dysta broshýr á
meðan hún handlangaði glas í
viskustykkið hjá mér og blikkaði
mig um leið og hvíslaði: „Ef mað-
ur segði nú aldrei neitt sem ekki
hefur verið sagt áður, þá segði
maður nú fátt.“
Þökk áttu fyrir gjöfula og
skemmtilega samveru Dysta.
Hlakka til að hitta þig á himnum.
Guðrún Ásmundsdóttir.
Var harmi lostin,
heyrði um alvarleg
veikindi Hrannar
læknis. Hún hafði
fylgt mér gegnum alvarleg veik-
indi í fjögur ár. Skaðaðist illa á
veikri mjöðm, kvalin nótt og
dag. Júlíus bæklunarlæknir
sagði að þyrfti bráðaaðgerð.
Viku síðar var sagt að ég yrði að
bíða í tvö ár.
Hrönn læknir var föst fyrir
og fylgin sér, lagði sig fram fyrir
sjúklinga sína; gat komið biðinni
niður í átta mánuði; ekkert gæti
hjálpað mér lengur – nema mor-
fín.
Hrönn bjargaði lífi mínu,
hafði unnið á geðdeild Akureyr-
ar, skildi tengsl líkama og sálar,
vissi að með mitt skaplyndi gæti
ég tekið til minna ráða
Hún fylgdi mér í fyrsta í
sjúkraflugið. Það besta sem ég
heyrði er ég vaknaði á gjör-
gæsludeild Akureyrarspítala:
„Hrönn læknir biður að heilsa
þér.“ Það var mikil hvatning.
Hrönn hafði oft talið í mig
kjark. Hún sagði: „Aldrei er von
úti.“ Minnisstætt var mér að
vera send með flugi austur eftir
Hrönn
Garðarsdóttir
✝ Hrönn Garð-arsdóttir fædd-
ist 25. janúar 1970.
Hún lést 24. sept-
ember 2019.
Útför hennar fór
fram 7. október
2019.
stóran uppskurð
daginn eftir – „of
dýrt að hafa þig yf-
ir helgi“, sem ég
átti rétt á.
Eftir hálfa leið í
fluginu var morfínið
horfið, lýsi ekki
þeim kvölum – varð
bálreið, vissi ekki
við hvern – ekki
þægilegur sjúkling-
ur.
Þá kom Hrönn læknir til
skjalanna: „Látið hana í friði,
hún er ekki í jafnvægi eftir erf-
iðan uppskurð; þarf hvíld og ró.“
Svo mörg voru þau orð.
Hitti Hrönn fyrir rúmu ári,
enn hvatti hún mig til dáða; það
var í síðasta sinn er við sáumst;
gat sent henni kveðju áður en
hún lést; vissum áreiðanlega
báðar að gott væri að kunna að
telja daga sína.
Hún tók veikindum með jafn-
aðargeði og æðruleysi – mín
veikindi hurfu sem dögg fyrir
sólu; lærði að meta lífið sem
okkur er gefið.
Mikill missir að Hrönn fyrir
okkur Héraðsbúa, skarð fyrir
skildi, afar klár og samvisku-
samur læknir.
Sæll er sá, er situr í skjóli hins hæsta,
sá er gistir í skugga hins almáttka,
sá er segir við Drottin: „Hæli mitt og
háborg,
Guð minn, er ég trúi á.“
(Sálmur 91)
Guð blessi minningu Hrannar
læknis.
Hrönn læknir lést frá ungum
syni og eiginmanni langt um ald-
ur fram.
Sendi þeim innilegar samúðar
kveðjur.
Sigríður Laufey
Einarsdóttir.
Elsku yndislega vinkona mín
hún Hrönn hefur látið í minni
pokann fyrir krabbameini. Ég
hefði aldrei trúað því að ég
þyrfti að upplifa það að þú, þessi
sterka kona, féllir frá fyrir
fimmtugsafmælið okkar sem er
nú í janúar og aðeins tveir dagar
voru á milli okkar. Hrönn var
mín fyrsta og ein mín besta vin-
kona og ég var svo heppin að
eignast hana sem vinkonu fljót-
lega eftir að við fluttum í Garða-
bæinn.
Við vorum báðar nýfluttar í
Ásbúðina og áttum að hefja nám
í Hofsstaðaskóla um haustið, í 9
ára bekk. Hrönn var að skoppa
heim eftir heimsókn hjá afa og
ömmu í Holtsbúðinni og ég var
að þvo nýja hjólið mitt í inn-
keyrslunni þegar hún stoppaði
hjá mér í smá spjall. Upp frá því
urðum við bestu vinkonur og
spjölluðum mikið saman. Það
var ekki annað hægt en að verða
vinkona Hrannar því hún var
einstaklega vönduð, skemmtileg,
fyndin og skörp kona. Það leið
ekki á löngu áður en hún var
orðin aðstoðarkona Ragnheiðar
Friðjónsdóttur, kennarans okk-
ar (sem við elskum), og það
strax í 9 ára bekk og í stærð-
fræði af öllum fögum. Hún var
samt ekkert að tala um það að
hún skaraði fram úr, heldur
gerði ávallt sitt besta eins og
henni var einni lagið og munaði
ekkert um að aðstoða ef þörf var
á. Ef ég ætti að lýsa Hrönn, þá
er það fyrsta sem kemur upp í
hugann að hún var eldklár, ein
sú flottasta sem ég þekki og bar
ómælda virðingu fyrir. Hún var
klettur og bara það að horfa á
hana í baráttunni við illvígan
sjúkdóm sinn vakti aðdáun.
Hrönn var traustur og góður
vinur, félagslynd með eindæm-
um enda vinmörg. Að slá á þráð-
inn til Hrannar þýddi a.m.k.
klukkutíma samtal því hún var
einstaklega lífleg og skemmtileg
kona sem skorti aldrei umræðu-
efni. Efnið rann upp úr okkur og
í hvert sinn sem ég varð að
kveðja hana í símanum fannst
mér alltaf að við hefðum ekki
haft nógu mikinn tíma. Ég virki-
lega elskaði þessa heilu, fallegu,
gáfuðu og skemmtilegu vinkonu
mína og á eftir að sakna hennar
meira en orð fá lýst. Lengi vel
hafði ég tröllatrú á því að hún
myndi sigrast á veikindunum og
ætlaði ekki að trúa því að ég
hefði kvatt hana í síðasta sinn
þegar ég kom síðast til hennar á
Landspítalann nokkrum dögum
fyrir andlátið. Eftir á var ég feg-
in að ég sagði henni að ég elsk-
aði hana og væri til staðar ef
þyrfti.
Það er með mikilli sorg í
hjarta að ég kveð hana Hrönn
vinkonu mína, betri vinkonu er
erfitt að eignast.
Elsku fjölskylda, Palli og
Garðar Páll, Garðar, Bryndís,
Hörður og fjölskyldur. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar á erfiðum tímum.
Kærleikskveðja,
Linda Reimarsdóttir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
EMIL OTTÓ PÁLSSON,
fv. slökkviliðsmaður,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
22. september. Útför fer fram frá
Fossvogskapellu föstudaginn 11. október klukkan 13.
Valur Emilsson Guðný Harðardóttir
Halldóra Emilsdóttir
Brynjar Emilsson Eyrún Thorstensen
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og systir,
SVANFRÍÐUR CLAUSEN,
lést á kvenlækningadeild 21A,
Landspítalanum við Hringbraut, 7. október.
Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn
14. október klukkan 13.
Axel Ingi Kristinsson Álfheiður María Ívarsdóttir
Axel Axelsson Clausen Kristbjörg Magnúsdóttir
Kristrún Þóra Clausen
Svava Viktoría Clausen Hermann Gunnarsson
Jenni Guðjón Clausen Ólöf Eir Halldórsdóttir
Halldóra Jóhannsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendi-
kerfi blaðsins. Smellt á Morgun-
blaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar