Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 48
Horfir samúðar- full á afleiðingar eigin verka Skrif formanns at- vinnuveganefndar Al- þingis á visi.is 3. október sl. um hóp- uppsagnir fiskvinnslu Ísfisks á Akranesi voru um margt sér- kennileg. Í fyrsta lagi setti Lilja Rafney, formaður atvinnu- veganefndar, málið í samhengi við hóp- uppsagnir banka, Íslandspósts og flugfélaga, sem er auðvitað alger- lega fráleitt. Í öðru lagi nefndi hún að stjórn- völd væru að vinna í málum með því að lækka tryggingagjaldið og með auknum fjárfestingum hins opinbera! Þessi málflutningur formannsins miðar fyrst og fremst að því að drepa málum á dreif og forðast kjarna vandans sem er samþjöpp- unin í sjávarútvegi. Uppsagnirnar á Akranesi og víðar á landinu eru bein afleiðing af því að opinbert regluverk hefur mismunað sjáv- arútvegsfyrirtækjum þannig að þau sem hafa á einni hendi fisk- vinnslu og útgerð hafa komist upp með að greiða sjómönnum lægri laun og lægri hafnargjöld en út- gerðum sem landa afla fyrir hærra verð á fiskmarkað! Til viðbótar hafa stóru sjávarútvegsfyrirtækin fengið að endurvigta sjálf eigin afla inn í sínar vinnslur sem hefur leitt af sér undraverð- ar og hagstæðar nið- urstöður fyrir fyrir- tækin. Í stað þess að grípa til aðgerða og jafna leikinn hefur rík- isstjórnin undir for- ystu Katrínar Jak- obsdóttur miklu frekar hert að nýliðun og aukið mismunun í greininni, m.a. með því að tína fleiri fisktegundir inn í braskkerf- ið. Það væri nær fyrir formann at- vinnuveganefndar að beita sér fyr- ir alvörubreytingum á kerfinu sem myndu treysta rekstrargrunn sjálfstæðra fiskvinnsla í stað þess að horfa með uppgerðarsamúð á afleiðingar eigin gjörða eða þá at- hafnaleysis. Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson » Þingmenn ættu að treysta rekstrar- grunn sjálfstæðra fisk- vinnsla í stað þess að horfa með uppgerðar- samúð á afleiðingar ósanngjarnra rekstrar- skilyrða Höfundur er líffræðingur. sigurjon@sigurjon.is Það er mér þvert um geð að ræða mjög persónuleg mál mín á opinberum vettvangi en ég finn mig nú knú- inn til að ræða op- inskátt um veikinda- mál mín vegna ósanninda sem Viðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Efl- ingar, hefur látið hafa eftir sér víða í fjölmiðlum á síðustu dögum. Enginn feitur pakki Viðar segir að ég hafi kvatt Eflingu með „starfslokasamningi“ og gefur í skyn að um „feitan starfslokapakka“ hafi verið að ræða. Ekkert er fjær sanni. Viðar kýs að nota þetta orðalag í áróðri sínum gegn starfsmönnum Eflingar. Það var enginn feitur starfslokapakki gerður. Sólveig Anna tilkynnti mér brottrekstur minn frá Eflingu á starfsmannafundi og til- kynnti síðan einhliða hvenær ég ætti að hverfa af skrifstofu félagsins. Meginatriði samkomulags um við- skilnað við Eflingu eru um uppsagn- arrétt, orlofsrétt, yfirvinnu og álags- greiðslur vegna mikillar vinnu vegna kosningar í félaginu. Samkomulag mitt var einungis uppgjör samkvæmt ráðningarsamningi mínum. Þau lýsa þessu samkomulagi sem „starfsloka- samningi“ þar sem það hentar betur til að sverta mannorð mitt. Þau Sól- veig Anna og Viðar vita bæði betur. Lúaleg aðför með ósannindum um veikindi mín Mun alvarlegra er á hvern hátt Viðar Þorsteinsson lýsir veikindum mínum. Þar er um bein og mjög al- varleg ósannindi að ræða. Í viðtali á Stöð 2 21. september sl. sagði hann: „Við gerðum við hann (Þráin) starfs- lokasamning og þegar hann var við það að renna út, þá setti hann fram nýjar kröfur um einhvers konar framlengingu og einhvers konar við- bót á réttindum sem skilgreind voru í þeim samningi. Þetta var skoðað með tilliti til þess hvað eðlilegt sé að gefa fordæmi fyrir og hvað sé lagalegur fótur fyrir og niðurstaðan var að svo sé ekki, því miður,“ segir Viðar. Hér fer Viðar með rangt mál eins og oft áð- ur sem auðvelt er að af- sanna með læknisvott- orðum. Staðreyndin er sú að ég var orðinn veikur í júlímánuði. Ég veiktist í samkvæmi eins og hópur fólks varð vitni að. Veik- indin hófust í sumarleyfi mínu og orlofssjóður Efl- ingar viðurkenndi veik- indin. Þetta gerðist um mitt sumar eftir að ég var rekinn af skrifstofu Eflingar. Ég setti aldrei fram kröfur „þegar starfslokasamningur var við það að renna út“ eins og Viðar margí- trekar. Óskir um breytingar urðu til vegna veikinda sem komu upp í sum- arleyfi. Gögn mín sýna að ég var óvinnufær á þessum tíma. Þarna er aftur reynt að sverta mannorð mitt með uppspuna um „nýjar kröfur“. Rétturinn til veikindalauna verður ekki tekinn af launamanni Rétturinn til veikindalauna verður ekki tekinn af launamanni og hvorki er hægt að semja hann frá sér né af- sala. Hann var ekki undanþeginn í samkomulagi mínu samkvæmt ráðn- ingarsamningi. Ég greiddi öll iðgjöld til Eflingar, þar á meðal í sjúkrasjóð, og ég átti öll réttindi launamanns á uppsagnartímanum. Foringjar Efl- ingar hafa ákveðið í þessum eina þætti, veikindarétti, að uppfylla ekki réttindin. Með því annars vegar að neita að greiða laun í veikindum og hins vegar sálfræðikostnað sem var bein afleiðing veikindanna. Veikindi mín má að mínu mati rekja til niður- lægjandi framkomu á starfsmanna- fundi þar sem mér var tilkynnt um brottrekstur minn. Sanngjarn at- vinnurekandi hefði fallist á sjónarmið mín. Vondir atvinnurekendur beita lagaklækjum til að hrekja réttindin. Þann félagsskap hafa Viðar og Sól- veig Anna valið sér. Leið forystumanna Eflingar skaðar baráttumál Hin nýja stétt í forystu Eflingar fann leið sem leitt getur til rétt- indaskerðingar félagsmanna sem leita þessa sama réttar. Verður næsta krafa Viðars og Sólveigar að neita að taka við læknisvottorðum fólks sem veikist í sumarleyfi? Það er athygl- isvert að tveir aðrir starfsmenn sem nú eru í veikindaleyfi vegna fram- komu þeirra hafa þurft að leita lækn- ishjálpar og aðstoðar sálfræðinga til að takast á við vanheilsu, andlega og líkamlega. Þeim er einnig neitað um greiðslu sálfræðikostnaðar. Tvær brott- rekstrarsyndir mínar Forystumenn Eflingar réttlæta brottrekstur minn úr starfi. Annars vegar varð ég 70 ára á árinu og því hlyti að vera „yfirvofandi eða á næsta leiti að mér yrði sagt upp“. Engin slík regla er á almennum vinnumarkaði eða á skrifstofum Eflingar. Hins veg- ar var ég „nánasti samstarfsmaður fyrrverandi formanns“. Hér taka þau upp kaldastríðsaðferðir sem voru tíðk- aðar í verkalýðshreyfingunni með brottrekstri starfsmanna við forystu- skipti í stéttarfélögum fyrir áratug- um. Þessar forsendur voru ekki ástæðurnar fyrir brottrekstri mínum. Þau höfðu löngu áður en þau komu inn á skrifstofu Eflingar ákveðið að reka mig. Allt hófst þetta með óhróðri um starfsmenn félagsins, stjórn og for- ystu áður en Sólveig var kosin for- maður. Sagt var að við sem höfðum helgað líf okkar þessum störfum vær- um ekkert að vinna fyrir félagsmenn. Það voru ósannindi og óhróður um fyrri stjórn og starfsmenn sem rak þau áfram. Þau þurftu að sýna að þessi málflutningur ætti rétt á sér. Það má öllum vera ljóst að félagið er komið í ógöngur. Að þola ekki andstöðu Þessi mál snúast ekki um „digra starfslokapakka“. Það er fyrirsláttur. Þau snúast heldur ekki um að starfs- menn Eflingar hafi snúist gegn þeim. Starfsfólkið tók vel á móti þeim þegar þau komu til starfa, þrátt fyrir allan óhróðurinn um þau á spjallvef Sósíal- istaflokksins. Þrátt fyrir að Sólveig Anna hafi komið mjög illa fram við mig á starfsmannafundi þar sem hún rak mig fyrir framan 40 manns taldi ég mig hafa jafnað það. Hún reyndi í heilan dag að kenna Sigurði Bessa- syni, fyrrverandi formanni, um að hafa ekki tilkynnt mér að ég væri rek- inn. Þegar þau Viðar héldu áfram að losa sig við alla leiðandi starfsmenn og reyna að kúga aðra til hlýðni sá ég að ekkert var að marka þessa meintu af- sökunarbeiðni. Þau taka á öllu andófi innan sinna eigin raða með hreðja- taki. Þau hafa engan áhuga á að kynnast fólki sem ekki er af sama pólitíska sauðahúsi og þau. Reiðin er vondur ráðgjafi og heiftin enn verri. En það nægir hvergi að láta Moggann hverfa af kaffistofunni þegar óþægileg gagn- rýni birtist. Lygin er lævís meðreið- arsveinn og þegar Viðar Þorsteinsson heldur því fram blákalt að ég hafi kvatt Eflingu sáttur þá er það ósatt og hann veit það. Það er líka ósatt að ég hafi tekið í hönd hans og kvatt hann. Hvorugt þeirra var á vinnu- staðnum þegar ég fór síðastur manna eins og oft áður úr húsi mánudaginn 14. maí 2018. Ég skildi lykla mína eft- ir. Þannig kvaddi ég verkalýðshreyf- inguna eftir nærri hálfan fjórða ára- tug í ábyrgðarstörfum. Eigum bara að lögsækja vinnu- staðinn og stéttarfélagið okkar Á Eflingu þarf hver starfsmaður að spyrja sig hvort hann sé næstur á aftökulistanum. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri tekur Trump á þetta þegar hann spyr mig hvað mér komi þetta eiginlega við! Hvílíkur hroki. Einfalda svarið er að ég er fé- lagsmaður í Eflingu. Ég hef fullan rétt á því að hafa skoðun á því hvað er að gerast í félaginu. Ég tók þátt í uppbyggingu Eflingar í tvo áratugi. Ég þekki félagið og ég kann að telja fjölda brottrekinna starfsmanna og þá sem þau hafa rekið í langtíma- veikindi. Ég veit líka að skaddað orð- spor Eflingar fer um allt. Það fer um ASÍ-húsið og það fer um verkalýðs- hreyfinguna. En það er leið út úr þessum ógöng- um. Viðar hefur sagt að forysta Efl- ingar sé reiðubúin að reyna að leysa málin með lögfræðingi starfsfólksins ef vilji sé til. Þau svari beiðnum um fundi og erindum, segir hann. Lög- menn þeirra hafa hingað til svarað er- indum okkar. Svörin hafa verið þau að við starfsmenn og félagsmenn eig- um bara að lögsækja félagið okkar. Þau geta hvenær sem er sýnt samn- ingsvilja sinn í verki ef þeim er al- vara. Eftir Þráin Hallgrímsson Þráinn Hallgrímsson »Ég finn mig nú knú- inn til að ræða opin- skátt um veikindamál mín vegna ósanninda sem Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Efl- ingar, hefur látið hafa eftir sér víða í fjölmiðlum á síðustu dögum. Höfundur var skrifstofustjóri Eflingar og eldri félaga frá Dagsbrún 1996-2018. Ásakanir byggðar á ósannindum 48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.