Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tvenn samtök íbúa hafa sent borg- aryfirvöldum ítarlegar greinar- gerðir og harðorð mótmæli vegna áforma um byggingar á sjómanna- skólareit. Hvor tveggja samtökin, Vinir Vatnshólsins og Vinir Saltfisk- móans, tala um sýndarmennsku af hálfu borgarinnar varðandi samráð við íbúa. Aðal- og deiliskipulags- breytingar fyrir reitinn hafa verið í kynningu undanfarið og rennur um- sagnarfrestur út á morgun. Svipað og byggð á Klambra- túni Vinir Vatnshólsins eru íbúar í ná- grenninu sem undanfarna mánuði hafa barist fyrir verndun útivistar- svæða á sjómannaskólareitnum. Hópurinn segir borgaryfirvöld hunsa borgarsögulegar minjar og hefur undanfarið staðið fyrir undir- skriftasöfnun. Íbúarnir líta á hólinn og umhverfi hans sem dýrmæta úti- vistarperlu. Í athugasemdum hópsins kemur fram að reyndin verði að skyggt verði á ásýnd Sjómannaskólans, Saltfiskmóinn verði umkringdur byggð og byggingum hærri en Vatnshóllinn verði troðið upp við hann. Vakin er athygli á skerðingu afar takmarkaðra grænna svæða í Háteigshverfi. „Með sömu rökum og Reykjavíkurborg beitir í málinu mætti allt eins réttlæta byggð á Klambratúni og í Laugardalnum.“ Lýst er áhyggjum af óvönduðum stjórnarháttum Reykjavíkurborgar í tengslum við skipulagstillögurnar. Mikill asi hafi einkennt vinnslu þeirra og samráðsferlið haft yfir- bragð sýndarmennsku. Loforð um íbúðir hafi verið gefin tilteknum hagsmunasamtökum áður en sam- ráð var haft við íbúa. Lítið tillit hafi verið tekið til athugasemda þrátt fyrir flóðbylgju mótmæla vorið 2018. Falli frá byggingaráformum Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans hefur í meira en eitt ár vakið athygli á merkum minjum á sjómannaskóla- reitnum, ekki síst að þrengt verði að stakkstæðinu þar sem fyrir tæpri öld var saltfiskur breiddur til þerris. „Við vörum eindregið við því að þétting byggðar sé gerð á kostnað almannagæða, útivistarsvæða, menningarminja og friðlýstra bygg- inga. Við skorum á borgaryfirvöld að falla frá byggingaráformum sín- um á sjómannaskólareitnum í nú- verandi mynd og vinna málið í betri sátt og samráði við íbúa,“ segir í athugasemdum Vina Saltfiskmóans. Núna sé tími til að stíga til baka og taka yfirvegaðar ákvarðanir. „Gríðarlegt byggingamagn með tilheyrandi skuggavarpi mun ekki aðeins rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru heldur einnig rýra gildi stakkstæðisins í Saltfisk- móanum og Vatnshólsins sem úti- vistarsvæðis,“ segir í greinargerð. Ástæða sé til að hafa verulegar áhyggjur af umferðaröryggi í hverf- inu. Vandi Háteigsskóla vegna þétt- ingar í Háteigshverfi sé enn óleyst- ur. Fórna eigi mikilvægu grænu útivistarsvæði, byggja fyrir sjón- línur friðlýstrar byggingar og tefla einstökum menningarminjum í hættu á meðan einkaaðilar gætu hagnast um hundruð milljóna króna. Í athugasemdum Vina Saltfisk- móans segir einnig að augljóst sé á öllu skipulagsferlinu sem hófst vorið 2018 „að samráð við íbúa hverfisins er í reynd ekkert heldur aðeins sýndarmennska, enda hafa málefna- legar ábendingar íbúa algjörlega verið hunsaðar fram til þessa“. Vísvitandi blekkingar? Vinum Saltfiskmóans verður tíð- rætt um byggingamagn á reitnum og skuggavarp, sem skerði útivistar- svæði, en með svölum og kvistum stækki húsin. Hópurinn segir aug- ljóst að byggingarnar sem ætlunin er að reisa norðan og vestan við Sjó- mannaskólann séu mun umfangs- meiri en dæmi um húsagerðir í aug- lýstri deiliskipulagsbreytingu fyrir sjómannaskólareit gefi til kynna. „Það er ekki ásættanlegt að borgin beiti slíkum brögðum í sjónrænni framsetningu til að reyna að láta byggingamassann sýnast minni en hann í reynd verður,“ segir í athugasemdum Saltfiskmóans. Var- að er við því að helgunarreitir við menningarminjar verði ekki virtir. Í athugasemdum Vina Saltfisk- móans kemur fram að í fyrirliggj- andi deiliskipulagsbreytingu segi að svæðið á Vatnshólnum falli „undir hverfisvernd, 15 metra helgunar- reitur út frá byggingum afmarkar svæðið“. En þegar rýnt sé í mynd- efni deiliskipulagsbreytingarinnar sjáist að aðeins er í reynd miðað við 10 metra helgunarreit. „Er hér um handvömm að ræða eða er vísvitandi verið að reyna að beita blekkingum? Hvort heldur sem er eru þetta óboð- leg vinnubrögð af hálfu borgar- innar,“ segir í athugasemdunum. Sýndarmennska í stað samráðs  Íbúasamtökin Vinir Saltfiskmóans og Vinir Vatnshólsins senda borginni harðorðar athugasemdir vegna áforma um byggingarframkvæmdir á sjómannaskólareitnum  Segja vinnubrögðin óboðleg Myndir/Vinir Saltfiskmóans Fyrir og eftir Sjómannaskólinn séður frá Bergþórugötu. Nýbyggingarnar munu byrgja sýn að vestur- og norður- hlið skólans, samkvæmt teikningum sem fylgja athugasemdum Vina Saltfiskmóans. Vinir Vatnshólsins tala um að virkisgarður muni rísa sem sé ekki í samræmi við þá götumynd sem fyrir er við Vatnsholt og Háteigsveg. Ljósmynd/Reykjavíkurborg Sjómannaskólareiturinn Vatnshóllinn, Sjómannaskólinn og stakkstæðið vestur af skólanum tengjast m.a. atvinnu- sögu og lífsháttum þjóðarinnar. Ný íbúðarbyggð mun þrengja að og er í óþökk stórs hóps íbúa á svæðinu í kring. Merkileg saga » Sjómannaskólahúsið var formlega tekið í notkun 1945, en það skyldi hýsa helstu menntastofnanir sjómanna. Sigurður Guðmundsson og Ei- ríkur Einarsson teiknuðu húsið og gaf Bæjarstjórn Reykjavíkur lóð efst á Rauðarárholti. Menn- ingarsögulegt gildi er metið hátt og var húsið friðað 2008. Friðunin nær til ytra borðs. » Vatnsveitan lét reisa vatns- geymi á Rauðarárholti 1916 til að bæta úr vatnsskorti og tryggja nægan þrýsting. 1930 var annar geymir reistur aust- an við þann eldri. » Saltfiskmóinn eða fisk- reiturinn norðvestan Sjó- mannaskólans var gerður 1933 og er eitt síðasta heillega manngerða stakkstæðið sem eftir er í Reykjavík. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.