Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 68
68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Vináttulandsleikir karla Þýskaland – Argentína ........................... 2:2 Serge Gnabry 15., Kai Havertz 22. – Lucas Alario 66., Lucas Ocampos 85. Barein – Aserbaídsjan ............................. 2:3 Vináttulandsleikur U19 karla Finnland – Ísland..................................... 0:1 Vuk Óskar Dimitrijevic 89. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Mustad-höll: Grindavík – Keflavík ..... 18.30 DHL-höllin: KR – Haukar................... 19.15 MG-höllin: Stjarnan – ÍR..................... 19.15 Origo-höllin: Valur – Þór Þ.................. 19.15 Njarðtaksgr.: Njarðvík – Tindastóll... 20.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagr. – Breiðablik ...... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Fylkishöll: Fylkir – FH ............................ 19 Víkin: Víkingur – Grótta ...................... 19.30 Í KVÖLD! Dominos-deild kvenna Haukar – Keflavík ................................ 54:65 Skallagrímur – Grindavík.................... 74:59 Valur – Snæfell ................................... 110:75 Breiðablik – KR.................................... 69:78 Staðan: Valur 2 2 0 206:124 4 KR 2 2 0 158:148 4 Keflavík 2 1 1 144:134 2 Haukar 2 1 1 126:131 2 Snæfell 2 1 1 151:158 2 Skallagrímur 2 1 1 140:131 2 Breiðablik 2 0 2 117:154 0 Grindavík 2 0 2 108:170 0 Evrópubikarinn C-riðill: Unics Kazan – Cedevita Olimpija...... 80:67  Haukur Helgi Pálsson lék í tíu mínútur fyrir Unics Kazan og stal boltanum einu sinni en skoraði ekki stig í leiknum.  Staðan: Darussafaka 4, Joventut Bada- lona 2, Nanterre 2, Brescia 2, Unics Kazan 2, Cedevita Olimpija 0. Evrópubikar FIBA Undankeppni, seinni leikur: Pinar Karsiyaka – Borås .................... 78:58  Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar fyrir Borås á 27 mínútum.  Pinar Karsiyaka áfram, 155:128 saman- lagt. KÖRFUBOLTI Á ÁSVÖLLUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Keflavík er komin á blað í Dominos- deild kvenna í körfubolta eftir 65:54-sigur á útivelli gegn Haukum í 2. umferðinni í gærkvöldi. Keflavík lagði grunninn að sigrinum með stórglæsilegum fyrri hálfleik, en munurinn varð mestur 28 stig í upp- hafi seinni hálfleiks. Haukar gerðu vel í að gefast ekki upp en mun- urinn var einfaldlega of mikill. Vörn Keflavíkur í fyrri hálfleik var ótrúlega sterk. Keflvíkingar pressuðu Hauka út um allan völl og það réðu Haukar illa við. Hvað eftir annað var boltanum kastað beint út af eða í hendurnar á leikmönnum Keflavíkur, sem þökkuðu fyrir sig með stigum hinum megin. Það fer mikil orka í að spila varnarleik á borð við þann sem Keflavík bauð upp á í fyrri hálfleik og virtust leik- menn orðnir þreyttir undir lokin. Það er skiljanlegt eftir tvær um- ferðir. Takist Keflavík að spila varnarleik líkt og í gær yfir heilan leik þurfa önnur lið að varast Kefl- víkinga. Seairra Barrett, bandarískur leikmaður Hauka, byrjaði á bekkn- um. Það eru tíðindi þegar lið geyma atvinnumanninn sinn á bekknum, en það varð æ skiljanlegri ákvörðun eftir því sem leið á leikinn og tak- mörkuð gæði hennar komu ljós. Það er erfitt að sjá að Haukar sætti sig við leikmann eins og Barrett þegar betri leikmenn eru í boði. Sem betur fer fyrir Hauka var Lovísa Björt Henningsdóttir í stuði og skoraði 31 stig og tók átta frá- köst. Það er ljóst að hún hefur lært ansi margt að því að vera í háskóla í Bandaríkjunum. Keflavík hefur komið af krafti í mótið og var liðið óheppið að tapa á móti KR í fyrstu umferðinni, þegar fáir áttu von á jöfnum leik. Það fór nánast heilt byrjunarlið frá Kefla- vík eftir síðustu leiktíð, en þrátt fyr- ir það er liðið sterkt. Daniela Wal- len er virkilega sterkur leikmaður og skoraði 33 stig og tók 20 fráköst. Barrett hjá Haukum skoraði átta og tók tvö fráköst og því himinn og haf þar á milli. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki, en Keflavík lítur mun betur út.  Meistarar Vals unnu öruggan sigur á Snæfelli, 110:75, eftir að hafa náð 25 stiga forystu í fyrri hálf- leiknum. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir fóru á kostum, en Johnson skoraði 33 stig og Helena 22 auk þess að taka 9 fráköst og gefa 8 stoðsendingar.  KR vann eins og Valur annan sigur sinn þegar liðið lagði Breiða- blik að velli í Kópavogi, 78:69. Blik- ar náðu að minnka muninn í 3 stig í lokafjórðungnum en komust ekki nær. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 24 stig fyrir KR og tók 9 fráköst, og Danielle Rodriguez skoraði 20 stig og átti 11 stoðsend- ingar. Violet Morrow skoraði 30 stig og tók 10 fráköst fyrir heima- konur.  Skallagrímur vann öruggan sigur á nýliðum Grindavíkur, 74:59, eftir að hafa verið 24 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Keira Rob- inson skoraði 24 stig og tók 10 frá- köst fyrir Skallagrím, en Kamilah Jackson var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 13 fráköst. Flug Hauka hófst of seint gegn Keflavík  Meistarar Vals afar sannfærandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Sókn Emelía Ósk Gunnarsdóttir sækir að körfu Hauka í gærkvöld. Heimsmeistarar Frakka lenda í Keflavík í dag vegna leiksins við Ís- land annað kvöld í undankeppni EM í fótbolta. Óvissa hefur ríkt um Lucas Hernandez, bakvörð Bayern München, vegna meiðsla en sam- kvæmt L’Equipe tók hann virkan þátt á æfingu í gær. Kylian Mbappé, Hugo Lloris og Leó Dubois hafa allir þurft að draga sig út úr franska hópnum vegna meiðsla. Hernandez er helsti vinstri bak- vörður franska liðsins og gæti því átt í höggi við Jóhann Berg Guð- mundsson annað kvöld. Hernandez klár gegn Jóhanni AFP Tilbúinn Lucas Hernandez á leið á æfingu franska landsliðsins. Benjamin Pavard, hægri bakvörður Frakklands, segir ekki hægt að lesa of mikið í það að Frakkar hafi unn- ið 4:0-stórsigur á Íslendingum þeg- ar liðin mættust í vor. Liðin mætast að nýju annað kvöld í undankeppni EM í fótbolta, á Laugardalsvelli. „Vissulega lékum við ansi vel í leiknum heima en á Íslandi reikn- um við með snúnum leik og munum ekki sýna neina værukærð gagn- vart Íslendingum. Við sjáum að þeir unnu síðustu þrjá heimaleiki,“ sagði Pavard, sem gekk í raðir Bay- ern München í sumar. Pavard með vara á gagnvart Íslandi AFP Fundur Benjamin Pavard ræddi við fréttamenn í Frakklandi. Ólafssalur, Ásvöllum, Dominos-deild kvenna, miðvikudag 9. október. Gangur leiksins: 4:4, 7:9, 9:15, 11:22, 13:28, 20:31, 20:37, 20:41, 22:50, 24:50, 31:50, 36:53, 38:55, 44:56, 47:58, 54:65. Haukar: Lovísa Björt Henningsdóttir 31/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/8 fráköst, Seairra Barrett 8, Dýr- finna Arnardóttir 2, Jannetje Guijt 2, Auður Íris Ólafsdóttir 1. Fráköst: 35 í vörn, 8 í sókn. Keflavík: Daniela Morillo 33/20 frá- HAUKAR – KEFLAVÍK 54:65 köst, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Anna Ingunn Svans- dóttir 2. Fráköst: 32 í vörn, 20 í sókn. Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason og Bjarki Þór Davíðs- son. Áhorfendur: 102. Íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.