Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 SKECHERS ENERGY DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. DÖMUSKÓR 13.995 þess að leysa vandamál sem við glímum allar við,“ segja þær og vísa þar til stofnunar hóps kvenna sem gengur undir nafninu Konur fram- tíðarinnar, (Syrian Women of the Future Committee). „Við ræðum málefni kvenna og ekki síst flóttakvenna. Hvernig okk- ur gengur að koma okkur fyrir í tyrk- nesku samfélagi og reynum að styðja hver aðra. Meðal þess sem við höfum tekið fyrir eru fjármál og staða okkar sem kynverur. Við ræðum um börn okkar, vinnu þeirra, skólakerfið og hvernig hægt að er að koma í veg fyr- ir að börn séu gefin í hjónabönd,“ segir Hind. Þær segja að í upphafi hafi aðeins örfáar konur mætt á fundina en í dag hafa kvennafund- irnir sprengt húsnæðið utan af sér. Hind kom til Tyrklands fyrir þremur árum en flóttinn frá Homs var miklu lengri. „Við fórum frá Homs þar sem ástandið var óbæri- legt þar. Stöðugar árásir sem héldu fyrir okkur vöku allar nætur og börn- in voru svo skelfingu lostin að þau voru að missa vitið.“ Hind og fjölskylda hennar fóru fyrst til Raqqa og bjuggu þar í ár. Þegar sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásirnar á borgina flúðu þau til Idlib og voru þar í átta mánuði. „En þá hófust loftárásirnar þar og ekkert annað í boði en að forða sér að nýju,“ segir Hind. Hluta leiðarinnar fóru þau fótgangandi og síðasti spölurinn var 12 tíma ganga yfir fjöll en þau komu með ólöglegum hætti yfir landamæri Tyrklands. Um sjöttu til- raun þeirra var að ræða. Í tæpt ár voru þau í Reyhanlı, sem er bær í Hatay-héraði, skammt frá landa- mærum Sýrlands. Fyrir tveimur ár- um komu þau til Gaziantep og hafa verið þar síðan þá. „Ríkis íslams réð ríkjum þegar við vorum í Raqqa og við urðum að hylja okkur algjörlega og fara eftir öllu sem þeir sögðu. Þetta var ömurlegur tími og dóttir mín sem var sjö ára á þessum tíma varð einnig að hylja sig frá toppi til táar. Við urðum báðar að vera svartklæddar, alltaf. Mjög al- gengt var að vígamenn Ríkis íslams tækju dætur okkar og kvæntust þeim þrátt fyrir að þær væru á barnsaldri. Við foreldrarnir höfðum ekkert um þetta að segja,“ segir Hind þegar hún lýsir lífi Sýrlendinga á stríðstímum. Að hennar sögn flúðu þau Homs ásamt fleirum úr fjölskyldu hennar og héldu þau hópinn allt þangað til þau komu til Idlib. „Þau eru lokuð þar inni enn þá. Eins og staðan er núna er ekki möguleiki fyrir þau að flýja,“ segir Hind. Líkt og fram hefur komið í fréttum er Idlib er í herkví stjórnarhersins sem situr um uppreisnarmennina sem stjórna héraðinu. Stöðugar árás- ir eru gerðar á héraðið og hefur stjórnarherinn, með stuðningi Rússa, drepið yfir eitt þúsund almenna borgara í Idlib síðustu fjóra mánuði. Heldur hefur dregið úr loftárásum frá því vopnahlé var samþykkt í lok ágúst en þess í stað hefur aukin áhersla verið lögð á landhernað. Íbúar Idlib eru um þrjár milljónir talsins, þar af helmingur börn. Loft- árásir stjórnarhersins og Rússa hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum, skólum, bakaríum og öðrum mikil- vægum innviðum samfélagsins. Hundruð þúsunda íbúa sofa undir berum himni í Idlib án aðgangs að rennandi vani og salernum. Margar konur velja frekar að ganga í allt að 20 mínútur í myrki til þess að létta á sér í skjóli í stað þess að nota sam- eiginlega kamra þar sem þær eru í hættu á kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hind og eiginmaður hennar eiga þrjú börn en Khetam og eiginmaður hennar eiga fjórar dætur. Þær eru báðar atvinnulausar og eiginmenn þeirra líka. Þar sem þau eru öll kom- in yfir fertugt er mjög erfitt fyrir þau að fá vinnu. „Maðurinn minn er raf- magnsverkfræðingur en það er enga vinnu að fá fyrir hann vegna þess að við erum í öðru landi en okkar eigin og því er ekki hægt að byggja á fyrri sögu á vinnumarkaði,“ segir Khetam. Hann er líka kominn yfir fimmtugt „En þá hófust loftárásirnar“  Sýrlenskar flóttakonur deila svipaðri sorg og gleði í nýjum heimkynnum  Ástandið í Idlib er svo skelfilegt að þær treysta sér ekki til að ræða það  Samstaða kvenna framtíðarinnar í Tyrklandi M IÐ JA R Ð A R H A F Í R A K T Y R K L A N D JÓRDANÍA SÁDI-ARABÍA LÍBANON ÍSRAEL Idlib er í herkví og hafa linnulausar árásir verið gerðar á héraðið undanfarna mánuði og á hverjum degi deyr einhver almennur borgari þar í átökummilli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Beirút Jerúsalem Amman Bagdad Raqqa Gaziantep Damaskus SÝRLAND Margir íbúar Aleppo voru fluttir til nágrannahéraðsins Idlib eftir að vopnahlé náðist í Aleppo í árslok 2016. Hind Hammde og fjölskylda Khetam Alhamami og fjölskylda Homs Aleppo Flótti tveggja sýrlenskra fjölskyldna Idlib Reyhanli FRÉTTASKÝRING Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is „Þegar ég byrjaði að fara í SADA- miðstöðina var eiginmaðurinn ekkert of hrifinn af þessu brölti mínu og ótt- aðist að þetta „kvennastúss“ tæki tíma frá heimilinu og fjölskyldunni. Nú er það hann sem rekur mig af stað ef ég nenni ekki að mæta. Því hann finnur hvað SADA gerir mér gott. Ég er sjálfstæðari og öruggari með mig en ég hef nokkurn tíma verið.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í máli sýrlenskra kvenna þegar blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is var nýverið á slóðum flótta- fólks í Gaziantep í Tyrklandi. SADA-miðstöðin hefur breytt lífi þessara kvenna. Gert þær sjálfstæð- ari og kynnt þær fyrir öðrum konum sem deila svipaðri sorg og gleði. Þær eru konur framtíðarinnar í nýju landi. SADA-miðstöðin er rekin af ASAM-hjálparsamtökunum með stuðningi frá UN Women, japönsk- um yfirvöldum, Alþjóðavinnumála- stofnuninni, héraðsstjórninni í Gazi- antep og fleiri aðilum, þar á meðal íslenskum stjórnvöldum. Strax í upp- hafi var áherslan lögð á stuðning við konur í viðkvæmri stöðu. ASAM-samtökin voru stofnuð árið 1995 í Ankara sem sjálfstæð samtök sem hafa jafnrétti og mannúð að leið- arljósi í stuðningi sínum við flóttafólk og hælisleitendur í Tyrklandi. Sam- tökin eru stærstu sjálfstætt starfandi mannúðarsamtökin í Tyrklandi. Khetam Alhamami og Hind Hammde kynntust í SADA-miðstöð- inni en þær koma frá Aleppo og Homs í Sýrlandi. „Við komum hingað til Gaziantep því Tyrkland var eina landið sem tók virkilega vel á móti okkur og bauð okkur velkomin. Við tvær kynntumst hér í SADA-mið- stöðinni yfir tebolla. Við fórum að ræða saman, hvað stríðið hefði gert okkur og hvað við gætum gert til Á leið til lífs Ezgt Turgot og Ela Yigit starfa báðar í SADA-miðstöðinni. Ezgt er ein þeirra sem taka á móti konum í fyrsta viðtal, greinir þarfir þeirra og fylgir síðan málum þeirra eftir. Ela starfar náið með Sedu Dolaner, forstöðukonu SADA. Spurð út í hvort það taki ekki oft á þær að heyra sögur kvenna sem hafa oft gengið í gegnum ólýsan- legar þjáningar segir Ezgt að það sé oft mjög erfitt og starfsfólk mætti gera meira af því að ræða sína líðan. „En ég elska starfið mitt og að verða vitni að valdeflingu kvenna. Að sjá brotnar manneskjur verða sterkar,“ segir Ezgt. Eitt af því sem ítrekað kom upp í samræðum blaðamanns við starfs- fólk hjálpar- og mannúðarsamtaka auk flóttakvenna í Gaziantep eru barnahjónabönd. Ela segir að í Sýr- landi sé fremur algengt að stúlkur séu gefnar í hjónaband 15-16 ára gamlar. Jafnvel enn yngri. Ela segir að starfskonur SADA reyni að útskýra fyrir konum og stúlkum sem koma í miðstöðina að í Tyrklandi sé ólöglegt að ganga í hjónaband fyrir 18 ára aldur og að það sé ekki eðlilegt að ganga í hjónaband fyrr. „Við útskýrum fyrir þeim hvaða afleiðingar það getur haft fyrir stúlkur um alla tíð. Að koma í veg fyrir að sagan endur- taki sig og þær samþykki að dætur þeirra og synir gangi í hjónaband á barnsaldri.“ Stundum giftar til að forða þeim undan kynferðisofbeldi Í fyrstu tali konurnar oft um menningarmun en fljótlega skipta flestar um skoðun og gera sér grein fyrir hættunni fyrir börn þeirra. Stundum koma börn í hjónabandi hingað. Þá hafa jafnvel foreldrar þeirra komið hjónabandi á til þess að koma í veg fyrir að stúlkur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi, til að mynda af hálfu liðsmanna Ríkis ísl- ams eða stjórnarhersins. „Allar vilja þær það besta fyrir börn sín og það er þeirra helsta markmið á flóttanum og í lífinu að gera líf barnanna betra. Að þau komist í skóla og í frístundastarf. Við kenn- um börnum hér og beinum sjónum meðal annars að ofbeldi og barna- hjónaböndum,“ segir Ela. Atvinnuleysi er mikið í Gaziantep og það gerir flóttakonum enn erfið- ara fyrir með lífsbjargir. Konur eiga mjög erfitt með að fá vinnu og algengt að börn þurfi að vinna Flóttakonur oft þolendur ofbeldis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.